Til hamingju, þroskaþjálfar! Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 18. júlí 2022 11:01 Straumhvörf urðu í vor þegar fyrsti hópur þroskaþjálfa útskrifaðist frá Háskóla Íslands að loknu fjögurra ára háskólanámi. Af því tilefni stóðu Menntavísindasvið og Þroskaþjálfafélag Íslands saman að sérstakri útskriftarathöfn fyrir nemendur og aðstandendur þeirra. Menntun þroskaþjálfa hefur tekið mjög miklum breytingum frá því að Þroskaþjálfaskóli íslands var stofnaður árið 1971. Námið færðist á háskólastig árið 1998 og var þriggja ára nám þar til reglugerð um menntun þroskaþjálfa breyttist árið 2018 og kveðið var á um að lengja skyldi námið í fjögur ár. Sú breyting var gerð vegna krafna í samfélaginu, ekki síst frá fagstéttinni sjálfri, um að nauðsynlegt væri að efla faglegan undirbúning þroskaþjálfa til þeirra flóknu og ábyrgðarmiklu verkefna sem þeim er ætlað að sinna. Samhliða því fleygir fram þekkingu og þróun innan fræða- og vísindasamfélagsins um nýjar leiðir og bjargráð sem einstaklingar með skerta hæfni geta nýtt sér til að auka lífsgæði sín og þátttöku, bæði með umbyltingu þjónustu og félagslegra ferla, en einnig vegna stafrænnar þróunar og innleiðingar nýrrar tækni. Því er ákaflega brýnt að fjölga þeim þroskaþjálfum sem fá tækifæri til að sinna rannsóknum á fagsviðinu, til að mynda með því að sækja meistara- eða doktorsnám. Þrátt fyrir að síðustu tvö námsárin hafi verið krefjandi vegna heimsfaraldurs, jarðskjálfta og eldgosa, skipulögðu útskrifarnemendur vorið 2021 glæsilega málstofu þar sem þau kynntu loka-verkefni sín sem endurspegla vel hinn fjölbreytta og breiða vettvang þroskaþjálfafræða, þar var meðal annars fjallað um: geðheilbrigði, atvinnumál fatlaðs fólks, skóla án aðgreiningar, félagsfærni í grunnskóla, hlutverk þroskaþjálfa á tímum COVID-19, fjölskyldumiðaða þjónusta, börn með fjölþættan vanda, fólk með heilabilun, leiðir til að bæta líf barna með einhverfu, leiðir til að bæta líf barna með ADHD og áhrif tónlistar á þroska. Verkefnin tengdust mannréttindum, lífsgæðum, jöfnuði, valdeflingu og virkri þátttöku. Þau endurspegla gildi og fagmennsku þroskaþjálfa sem hverfast um rétt einstaklinga til að þroskast, lifa og starfa í samfélagi við aðra og njóta lífsgæða. Menntun þroskaþjálfa er samvinnuverkefni og verður ávallt að mótast og þróast í nánu samstarfi við forystu fagstéttarinnar. Það hefur verið okkur á Menntavísindasviði ákaflega mikils virði að hafa átt traust og gott samráð við forystu Þroskaþjálfafélags Íslands, meðal annars um mótun fjórða ársins, inntak og skipulag þess, og fyrirkomulag vettvangsnáms. Árið 2020 var Menntakvika, árleg ráðstefna sviðsins, helguð alþjóðlegum degi þroskaþjálfa og fór þar fram glæsileg málstofa helguð sögu og sérstöðu þroskaþjálfafræða. Eins og flestir vita þá einkenndist 20. öldin af mikilli vanþekkingu og fordómum gagnvart fötluðu og jaðarsettu fólki, ekki síst fólki með þroskahömlun, sem flestum var gert að alast upp á stofnunum. Þó að mikið vatn hafi runnið til sjávar og jákvæðar breytingar hafi orðið, þá eru því miður enn ýmsar félagslegar og kerfislegar hindranir og áskoranir sem koma í veg fyrir fulla þátttöku allra í samfélaginu. Þroskaþjálfar eru eftirsóttir starfskraftar víða í samfélaginu og hafa verið brautryðjendur í því að valdefla einstaklinga til virkrar þátttöku og skapa þannig aukinn félagslegan jöfnuð. Að mörgu leyti er námið einstakt á heimsvísu og búa Íslendingar að því að eiga þessa öflugu fagstétt sem starfar á mörgum sviðum samfélagsins. Ég óska þroskaþjálfum og íslensku samfélagi til hamingju með þessi tímamót! Höfundur er forseti Menntavísindasviðs HÍ. Grein þessi byggir á ávarpi sem flutt var við útskriftarathöfn þroskaþjálfa laugardaginn 25. júní sl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Straumhvörf urðu í vor þegar fyrsti hópur þroskaþjálfa útskrifaðist frá Háskóla Íslands að loknu fjögurra ára háskólanámi. Af því tilefni stóðu Menntavísindasvið og Þroskaþjálfafélag Íslands saman að sérstakri útskriftarathöfn fyrir nemendur og aðstandendur þeirra. Menntun þroskaþjálfa hefur tekið mjög miklum breytingum frá því að Þroskaþjálfaskóli íslands var stofnaður árið 1971. Námið færðist á háskólastig árið 1998 og var þriggja ára nám þar til reglugerð um menntun þroskaþjálfa breyttist árið 2018 og kveðið var á um að lengja skyldi námið í fjögur ár. Sú breyting var gerð vegna krafna í samfélaginu, ekki síst frá fagstéttinni sjálfri, um að nauðsynlegt væri að efla faglegan undirbúning þroskaþjálfa til þeirra flóknu og ábyrgðarmiklu verkefna sem þeim er ætlað að sinna. Samhliða því fleygir fram þekkingu og þróun innan fræða- og vísindasamfélagsins um nýjar leiðir og bjargráð sem einstaklingar með skerta hæfni geta nýtt sér til að auka lífsgæði sín og þátttöku, bæði með umbyltingu þjónustu og félagslegra ferla, en einnig vegna stafrænnar þróunar og innleiðingar nýrrar tækni. Því er ákaflega brýnt að fjölga þeim þroskaþjálfum sem fá tækifæri til að sinna rannsóknum á fagsviðinu, til að mynda með því að sækja meistara- eða doktorsnám. Þrátt fyrir að síðustu tvö námsárin hafi verið krefjandi vegna heimsfaraldurs, jarðskjálfta og eldgosa, skipulögðu útskrifarnemendur vorið 2021 glæsilega málstofu þar sem þau kynntu loka-verkefni sín sem endurspegla vel hinn fjölbreytta og breiða vettvang þroskaþjálfafræða, þar var meðal annars fjallað um: geðheilbrigði, atvinnumál fatlaðs fólks, skóla án aðgreiningar, félagsfærni í grunnskóla, hlutverk þroskaþjálfa á tímum COVID-19, fjölskyldumiðaða þjónusta, börn með fjölþættan vanda, fólk með heilabilun, leiðir til að bæta líf barna með einhverfu, leiðir til að bæta líf barna með ADHD og áhrif tónlistar á þroska. Verkefnin tengdust mannréttindum, lífsgæðum, jöfnuði, valdeflingu og virkri þátttöku. Þau endurspegla gildi og fagmennsku þroskaþjálfa sem hverfast um rétt einstaklinga til að þroskast, lifa og starfa í samfélagi við aðra og njóta lífsgæða. Menntun þroskaþjálfa er samvinnuverkefni og verður ávallt að mótast og þróast í nánu samstarfi við forystu fagstéttarinnar. Það hefur verið okkur á Menntavísindasviði ákaflega mikils virði að hafa átt traust og gott samráð við forystu Þroskaþjálfafélags Íslands, meðal annars um mótun fjórða ársins, inntak og skipulag þess, og fyrirkomulag vettvangsnáms. Árið 2020 var Menntakvika, árleg ráðstefna sviðsins, helguð alþjóðlegum degi þroskaþjálfa og fór þar fram glæsileg málstofa helguð sögu og sérstöðu þroskaþjálfafræða. Eins og flestir vita þá einkenndist 20. öldin af mikilli vanþekkingu og fordómum gagnvart fötluðu og jaðarsettu fólki, ekki síst fólki með þroskahömlun, sem flestum var gert að alast upp á stofnunum. Þó að mikið vatn hafi runnið til sjávar og jákvæðar breytingar hafi orðið, þá eru því miður enn ýmsar félagslegar og kerfislegar hindranir og áskoranir sem koma í veg fyrir fulla þátttöku allra í samfélaginu. Þroskaþjálfar eru eftirsóttir starfskraftar víða í samfélaginu og hafa verið brautryðjendur í því að valdefla einstaklinga til virkrar þátttöku og skapa þannig aukinn félagslegan jöfnuð. Að mörgu leyti er námið einstakt á heimsvísu og búa Íslendingar að því að eiga þessa öflugu fagstétt sem starfar á mörgum sviðum samfélagsins. Ég óska þroskaþjálfum og íslensku samfélagi til hamingju með þessi tímamót! Höfundur er forseti Menntavísindasviðs HÍ. Grein þessi byggir á ávarpi sem flutt var við útskriftarathöfn þroskaþjálfa laugardaginn 25. júní sl.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun