Að ættleiða sitt eigið barn Siv Friðleifsdóttir skrifar 12. júlí 2022 08:00 Eru íslensk fæðingarvottorð tekin gild á Norðurlöndum? Hið almenna svar er já. Þó hafa íslensk fæðingarvottorð barna samkynhneigðra foreldra ekki verið tekin gild í Svíþjóð í öllum tilvikum. Fyrir tilstilli öflugrar réttindabaráttu í málefnum samkynhneigðra, þrýstings innanlands og á norrænum vettvangi meðal annars í gegnum Norræna stjórnsýsluhindranaráðið, verður jákvæð breyting gerð á þann 1. ágúst næst komandi þegar ný sænsk lög taka gildi. Tökum raunverulegt dæmi. Tvær giftar konur eignuðust dóttur á Íslandi. Á fullgildu íslensku fæðingarvottorði, gefnu út af Þjóðskrá, stendur að móðir barnsins sé sú sem gekk með barnið og að hin konan sé foreldri þess. Fjölskyldan flytur til Svíþjóðar í nám og skráir sig inn í sænska kerfið. Þá kemur babb í bátinn. Sænska kerfið viðurkennir að sú sem gekk með barnið sé móðir þess, en ekki að hin sé foreldri þess. Hún fær þær leiðbeiningar að hún verði að ættleiða eigið barn til að fá forræði yfir því. Íslenska fæðingarvottorðið er þannig ekki tekið gilt. Fjölskyldunni er brugðið, gerist brautryðjandi og fer með málið fyrir sænska dómstóla. Vinnur á neðri dómstigum en tapar á því hæsta. Sænsk lög hindruðu þannig viðurkenningu hins íslenska vottorðs. Sænsk stjórnvöld hafa að undanförnu lagt mikla og góða vinnu í að skoða hvernig viðurkenna skuli mál af þessum toga. Sænska þingið hefur nú samþykkt ný og betri lög þannig að frá 1. ágúst munu öll íslensk fæðingarvottorð verða tekin gild. Aðrar fjölskyldur munu því ekki lenda í sama vanda og hér var lýst. Höfundur er fulltrúi Íslands í Norræna stjórnsýsluhindranaráðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslendingar erlendis Fjölskyldumál Siv Friðleifsdóttir Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Eru íslensk fæðingarvottorð tekin gild á Norðurlöndum? Hið almenna svar er já. Þó hafa íslensk fæðingarvottorð barna samkynhneigðra foreldra ekki verið tekin gild í Svíþjóð í öllum tilvikum. Fyrir tilstilli öflugrar réttindabaráttu í málefnum samkynhneigðra, þrýstings innanlands og á norrænum vettvangi meðal annars í gegnum Norræna stjórnsýsluhindranaráðið, verður jákvæð breyting gerð á þann 1. ágúst næst komandi þegar ný sænsk lög taka gildi. Tökum raunverulegt dæmi. Tvær giftar konur eignuðust dóttur á Íslandi. Á fullgildu íslensku fæðingarvottorði, gefnu út af Þjóðskrá, stendur að móðir barnsins sé sú sem gekk með barnið og að hin konan sé foreldri þess. Fjölskyldan flytur til Svíþjóðar í nám og skráir sig inn í sænska kerfið. Þá kemur babb í bátinn. Sænska kerfið viðurkennir að sú sem gekk með barnið sé móðir þess, en ekki að hin sé foreldri þess. Hún fær þær leiðbeiningar að hún verði að ættleiða eigið barn til að fá forræði yfir því. Íslenska fæðingarvottorðið er þannig ekki tekið gilt. Fjölskyldunni er brugðið, gerist brautryðjandi og fer með málið fyrir sænska dómstóla. Vinnur á neðri dómstigum en tapar á því hæsta. Sænsk lög hindruðu þannig viðurkenningu hins íslenska vottorðs. Sænsk stjórnvöld hafa að undanförnu lagt mikla og góða vinnu í að skoða hvernig viðurkenna skuli mál af þessum toga. Sænska þingið hefur nú samþykkt ný og betri lög þannig að frá 1. ágúst munu öll íslensk fæðingarvottorð verða tekin gild. Aðrar fjölskyldur munu því ekki lenda í sama vanda og hér var lýst. Höfundur er fulltrúi Íslands í Norræna stjórnsýsluhindranaráðinu.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun