Eiga rétt á fullri endurgreiðslu og bótum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. júní 2022 20:30 Bæturnar sem fólk á rétt á þegar flugi þeirra er aflýst fer eftir þeim vegalengdum sem átti að fljúga með það. vísir/vilhelm Tugir kvartana hafa borist Neytendasamtökunum síðustu daga eftir óvenjumikið af aflýsingum á flugferðum. Formaður samtakanna segir flugfélögin oft sleppa því að upplýsa fólk um fullan rétt sinn á skaðabótum sem sé mun meiri en flestir átti sig á. Undanfarna daga hefur verið talsvert um aflýsingar á flugferðum hjá íslensku flugfélögunum. Tveimur flugferðum PLAY var aflýst með mjög skömmum fyrirvara í dag og öðru fyrir helgi. Neytendasamtökunum hafa borist margar kvartanir vegna þessa - einnig vegna frestana hjá Icelandair og Niceair í síðustu viku. „Og því miður er það þannig að flugfélög hafa ekki alveg sagt rétt til um allan rétt sem farþegar eiga við þessar aðstæður,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Ef flugi er aflýst á fólk nefnilega rétt á því að fá það endurgreitt eða að fá nýtt flugfar út, hvort heldur sem er með upprunalega flugfélaginu eða að það kaupi flug með öðru flugfélagi. Við þetta bætast svo bætur, að því gefnu að aflýsing flugferðarinnar skýrist ekki af óviðráðanlegum aðstæðum eins og náttúruhamförum, óveðri eða verkfalli þriðja aðila. „Ef flug er fellt niður með minna en 14 daga fyrirvara á fólk líka rétt á því að fá skaðabætur sem nema allt frá 250 evrum og upp í 600 evrur, eftir því hversu langt flugið er,“ segir Breki. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna.vísir/vilhelm Fyrir allar flugferðir sem er aflýst innan EES-svæðisins og eru lengri en 1.500 kílómetrar á fólk til dæmis rétt á skaðabótum upp á 400 evrur. Það gera um 55 þúsund íslenskar krónur. Þetta á við um báðar ferðir PLAY sem aflýst var í dag. Oft má svo bæta við þetta gistingu, máltíðum og ýmsum kostnaði sem fólk þarf að taka á sig við þessar aðstæður. Rétturinn er misjafn eftir aðstæðum og vegalengdum en hér á vef Neytendasamtakanna má finna svokallaðan flugreikni þar sem farþegar geta slegið inn þær aðstæður sem þær lenda í, bæði þegar flugferð er seinkað og aflýst, og séð hver réttur þeirra er. Berki telur fólk almennt ekki meðvitað um þetta. „Nei því miður. Fólk sem leitar til okkar og það hafa verið í dag bara nokkrir tugir. Það virðist ekki vera meðvitað um þetta,“ segir Breki. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Play Icelandair Niceair Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Undanfarna daga hefur verið talsvert um aflýsingar á flugferðum hjá íslensku flugfélögunum. Tveimur flugferðum PLAY var aflýst með mjög skömmum fyrirvara í dag og öðru fyrir helgi. Neytendasamtökunum hafa borist margar kvartanir vegna þessa - einnig vegna frestana hjá Icelandair og Niceair í síðustu viku. „Og því miður er það þannig að flugfélög hafa ekki alveg sagt rétt til um allan rétt sem farþegar eiga við þessar aðstæður,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Ef flugi er aflýst á fólk nefnilega rétt á því að fá það endurgreitt eða að fá nýtt flugfar út, hvort heldur sem er með upprunalega flugfélaginu eða að það kaupi flug með öðru flugfélagi. Við þetta bætast svo bætur, að því gefnu að aflýsing flugferðarinnar skýrist ekki af óviðráðanlegum aðstæðum eins og náttúruhamförum, óveðri eða verkfalli þriðja aðila. „Ef flug er fellt niður með minna en 14 daga fyrirvara á fólk líka rétt á því að fá skaðabætur sem nema allt frá 250 evrum og upp í 600 evrur, eftir því hversu langt flugið er,“ segir Breki. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna.vísir/vilhelm Fyrir allar flugferðir sem er aflýst innan EES-svæðisins og eru lengri en 1.500 kílómetrar á fólk til dæmis rétt á skaðabótum upp á 400 evrur. Það gera um 55 þúsund íslenskar krónur. Þetta á við um báðar ferðir PLAY sem aflýst var í dag. Oft má svo bæta við þetta gistingu, máltíðum og ýmsum kostnaði sem fólk þarf að taka á sig við þessar aðstæður. Rétturinn er misjafn eftir aðstæðum og vegalengdum en hér á vef Neytendasamtakanna má finna svokallaðan flugreikni þar sem farþegar geta slegið inn þær aðstæður sem þær lenda í, bæði þegar flugferð er seinkað og aflýst, og séð hver réttur þeirra er. Berki telur fólk almennt ekki meðvitað um þetta. „Nei því miður. Fólk sem leitar til okkar og það hafa verið í dag bara nokkrir tugir. Það virðist ekki vera meðvitað um þetta,“ segir Breki.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Play Icelandair Niceair Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira