Niceair aflýsir öllu Bretlandsflugi í júní Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. júní 2022 12:27 Niceair, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Foto: Vísir/Tryggvi/Vísir/Tryggvi Norðlenska flugfélagið Niceair mun aflýsa fyrirhuguðum ferðum félagsins frá Akureyri til Bretlands í júní. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Niceair. Hið nýstofnaða félag hefur lent í nokkrum vandvæðum með Bretlandsflug félagsins. Fyrsta ferð félagsins til London var farin síðasta föstudag. Vélin flaug hins vegar tóm til Íslands og farþegum Niceair komið til Íslands eftir öðrum leiðum. Félagið hefur flogið til Kaupmannahafnar og Tenerife án vandkvæða. Niceair notast við flugvélar frá flugfélaginu HiFly sem skráð er á Möltu. Segir í tilkynningu að bresk yfirvöld vilji meina að HiFly hafi ekki heimild til flugs til og frá Bretlandi. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair.Vísir/Tryggvi [Þ]eir eru samt sem áður á lista yfir viðurkennda flugrekendur af breskum stjórnvöldum. Að auki var gerð krafa um að Niceair, íslenskt fyrirtæki, hefði breskt ferðaskrifstofuleyfi til sölu pakkaferða (flug, gisting, bílaleigubílar), sem er ekki starfsemi sem Niceair er í. Hvergi var minnst á þessi atriði í 3ja mánaða umsóknarferli um lendingarheimildir og stæði á flugvöllum í Bretlandi, segir í tilkynningunni. Samningar að skarast á „Eftir því sem næst verður komist felst vandinn m.a. í því að Ísland er með tvíhliða samning við Bretland um flugþjónustu og Bretland er með sams konar samning við Evrópusambandið. Þessir tveir samningar skarast í Bretlandi. Vandamálið byrjar þegar flytja á farþega frá Bretlandi til Íslands af flugrekanda með heimilisfesti í Evrópusambandinu (en ekki í Bretlandi eða á Íslandi),“ segir í tilkynningu félagsins. Niceair hóf sig til lofts í síðustu viku.Vísir/Tryggvi Þar segir enn fremur að svo virðist sem að bresk yfirvöld hafi áhyggjur af neytendavernd. Eftir Brexit, útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, viðurkenna Bretar ekki lengur sjálfkrafa evrópska neytendalöggjöf. Ólíklegt að lausn finnist fyrir helgi Segir í tilkynningunni að unnið hafi verið að því að finna lausn. Ólíklegt sé þó talið að slík lausn finnist fyrir helgi. „Við höfum unnið sleitulaust að lausnum og lagt mikið af útfærslum á borð breskra yfirvalda. Við gerð tillagna höfum við notið öflugs liðsinnis Samgöngustofu,Utanríkisráðuneytis og breska sendiráðsins, en allt komið fyrir ekki. Framundan er helgi í Bretlandi og það að heyra á Bretum að ólíklegt sé að sú lausn sem er á borðinu verði samþykkt í tæka tíð vegna skorts á tíma og mannafla,“ segir í tilkynningunni. Viðræður muni halda áfram og vonast er til að farsæl lausn finnist innan skamms. Flug til Bretlands verða ekki bókanleg fyrr en varanleg lausn er komin á. Öllum farþegum verður boðin endurgreiðsla, og þeim sem vilja hjálpað að komast á áfangastað erlendis eða heim aftur, að því er fram kemur í tilkynningunni. Fréttir af flugi Akureyri Brexit Bretland Neytendur Tengdar fréttir Rjómablíða tók á móti þotu Niceair Eyjafjörðurinn skartaði sínu fegursta í dag þegar Súlur, flugvél Niceair, kom til heimahafnar á Akureyri, nú fyrir stundu. 30. maí 2022 13:31 Miklar tilfinningar þegar Súlur kom í heimahöfn Þota norðlenska flugfélagsins Niceair, Súlur, flaug í fyrsta skipti til heimahafnar á Akureyri í dag. Forsetafrúin fékk þann heiður að nefna flugvélina. 30. maí 2022 22:00 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Niceair. Hið nýstofnaða félag hefur lent í nokkrum vandvæðum með Bretlandsflug félagsins. Fyrsta ferð félagsins til London var farin síðasta föstudag. Vélin flaug hins vegar tóm til Íslands og farþegum Niceair komið til Íslands eftir öðrum leiðum. Félagið hefur flogið til Kaupmannahafnar og Tenerife án vandkvæða. Niceair notast við flugvélar frá flugfélaginu HiFly sem skráð er á Möltu. Segir í tilkynningu að bresk yfirvöld vilji meina að HiFly hafi ekki heimild til flugs til og frá Bretlandi. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair.Vísir/Tryggvi [Þ]eir eru samt sem áður á lista yfir viðurkennda flugrekendur af breskum stjórnvöldum. Að auki var gerð krafa um að Niceair, íslenskt fyrirtæki, hefði breskt ferðaskrifstofuleyfi til sölu pakkaferða (flug, gisting, bílaleigubílar), sem er ekki starfsemi sem Niceair er í. Hvergi var minnst á þessi atriði í 3ja mánaða umsóknarferli um lendingarheimildir og stæði á flugvöllum í Bretlandi, segir í tilkynningunni. Samningar að skarast á „Eftir því sem næst verður komist felst vandinn m.a. í því að Ísland er með tvíhliða samning við Bretland um flugþjónustu og Bretland er með sams konar samning við Evrópusambandið. Þessir tveir samningar skarast í Bretlandi. Vandamálið byrjar þegar flytja á farþega frá Bretlandi til Íslands af flugrekanda með heimilisfesti í Evrópusambandinu (en ekki í Bretlandi eða á Íslandi),“ segir í tilkynningu félagsins. Niceair hóf sig til lofts í síðustu viku.Vísir/Tryggvi Þar segir enn fremur að svo virðist sem að bresk yfirvöld hafi áhyggjur af neytendavernd. Eftir Brexit, útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, viðurkenna Bretar ekki lengur sjálfkrafa evrópska neytendalöggjöf. Ólíklegt að lausn finnist fyrir helgi Segir í tilkynningunni að unnið hafi verið að því að finna lausn. Ólíklegt sé þó talið að slík lausn finnist fyrir helgi. „Við höfum unnið sleitulaust að lausnum og lagt mikið af útfærslum á borð breskra yfirvalda. Við gerð tillagna höfum við notið öflugs liðsinnis Samgöngustofu,Utanríkisráðuneytis og breska sendiráðsins, en allt komið fyrir ekki. Framundan er helgi í Bretlandi og það að heyra á Bretum að ólíklegt sé að sú lausn sem er á borðinu verði samþykkt í tæka tíð vegna skorts á tíma og mannafla,“ segir í tilkynningunni. Viðræður muni halda áfram og vonast er til að farsæl lausn finnist innan skamms. Flug til Bretlands verða ekki bókanleg fyrr en varanleg lausn er komin á. Öllum farþegum verður boðin endurgreiðsla, og þeim sem vilja hjálpað að komast á áfangastað erlendis eða heim aftur, að því er fram kemur í tilkynningunni.
Fréttir af flugi Akureyri Brexit Bretland Neytendur Tengdar fréttir Rjómablíða tók á móti þotu Niceair Eyjafjörðurinn skartaði sínu fegursta í dag þegar Súlur, flugvél Niceair, kom til heimahafnar á Akureyri, nú fyrir stundu. 30. maí 2022 13:31 Miklar tilfinningar þegar Súlur kom í heimahöfn Þota norðlenska flugfélagsins Niceair, Súlur, flaug í fyrsta skipti til heimahafnar á Akureyri í dag. Forsetafrúin fékk þann heiður að nefna flugvélina. 30. maí 2022 22:00 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Rjómablíða tók á móti þotu Niceair Eyjafjörðurinn skartaði sínu fegursta í dag þegar Súlur, flugvél Niceair, kom til heimahafnar á Akureyri, nú fyrir stundu. 30. maí 2022 13:31
Miklar tilfinningar þegar Súlur kom í heimahöfn Þota norðlenska flugfélagsins Niceair, Súlur, flaug í fyrsta skipti til heimahafnar á Akureyri í dag. Forsetafrúin fékk þann heiður að nefna flugvélina. 30. maí 2022 22:00
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent