Einn látinn og fleiri slasaðir eftir að bíl var ekið inn í hóp fólks í Berlín Eiður Þór Árnason skrifar 8. júní 2022 09:39 Lík liggur á götu eftir að bifreið var ekið inn í mannfjölda á vinsælli verslunargötu. AP/Michael Sohn Einn er látinn og minnst tólf aðrir slasaðir eftir að bifreið var ekið inn í hóp gangandi vegfarenda í Berlín í morgun. Samkvæmt lögreglu er óljóst á þessari stundu hvort um hafi verið að ræða viljaverk. Ökumaður grunaður um verknaðinn hefur verið handtekinn og er nú í gæsluvarðhaldi. Fram kemur í tilkynningu að um sé að ræða 29 ára gamlan þýsk-armenskan mann sem búsettur er í Berlín. Var sá fyrst handsamaður af almennum borgurum áður en hann var færður í hendur lögreglu. Að sögn vitna reyndi hann fyrst að flýja af vettvangi. Atvikið átti sér stað á Tauentzienstraße um klukkan 8:30 að íslenskum tíma, skammt frá við verslunargötunni Kurfuerstendamm og Minningarkirkju Vilhjálms keisara. Der Fahrer soll in der #Tauentzienstraße zunächst in eine Personengruppe & dann in ein Schaufenster gefahren sein. Er wurde von Passanten festgehalten & an die Einsatzkräfte übergeben.Es handelt es sich um einen 29j. in Berlin lebenden Deutsch-Armenier. #b0806 #Charlottenburg— Polizei Berlin Einsatz (@PolizeiBerlin_E) June 8, 2022 Breska ríkisútvarpið BBC vitnar í talsmann lögreglu sem segir að yfir tólf séu taldir slasaðir og þar af nokkrir alvarlega. Sky News hefur eftir slökkviliði að talan sé um þrjátíu og fimm séu með lífshættulega áverka. Lögregla hefur girt svæðið af.Getty/Fabian Sommer Mikill fjöldi viðbragðsaðila eru á vettvangi. Atvikið átti sér stað nærri Breitscheidplatz þar sem þrettán létust árið 2016 þegar ökumaður keyrði vörubíl inn í mannfjölda á jólamarkaði. Árið 2019 létust fjórir í miðborg Berlínar þegar ökumaður sem fékk flogakast keyrði jepplingi upp á gangstétt. Thilo Cablitz, talsmaður lögreglunnar í Berlín, segir að ökumaðurinn hafi ekið á fólk sem stóð á götuhorni áður en hann færði sig aftur á veginn og endaði á því að keyra inn í verslunarglugga í næstu húsaröð. Hann bætir við að verið sé að yfirheyra manninn og reyna að fá úr því skorið hvort hann keyrði viljandi inn í mannfjöldann eða um slys hafi verið að ræða sem orsakaðist mögulega af heilsufarsvanda. Leikarinn John Barrowman lýsir aðstæðum á vettvangi á Twitter og segir að ökumaðurinn hafi ítrekað keyrt upp á göngustíg áður en hann keyrði í gegnum verslunargluggann og nam staðar. Update from the horrible situation in Berlin We are ok. Jb pic.twitter.com/BsMXWP7Us0— John Barrowman MBE (@JohnBarrowman) June 8, 2022 Ljósmyndir sýna gráa fólksbifreið sem hefur verið keyrt inn í verslun. Barrowman ræddi málið nánar í samtali við fréttamann BBC. "Get by a tree... something that puts something big between you if there's a secondary attack"This was the advice actor John Barrowman was given as he witnessed a car drive into pedestrians in BerlinOne person has been killed and more injuredhttps://t.co/DekzE0b3Re pic.twitter.com/eav7VzWAV6— BBC News (UK) (@BBCNews) June 8, 2022 Bifreiðin endaði inn í verslun. Ökumaður grunaður um verknaðinn hefur verið handtekinn.Ap/Michael Sohn Atvikið átti sér stað nærri Minningarkirkju Vilhjálms keisara í vesturhluta Berlín. Ap/Michael Sohn Minnst einn vegfarandi er látinn en óljóst er á þessari stundu hve margir eru slasaðir.Epa/FILIP SINGER Mikill viðbúnaður er á vettvangi. Epa/FILIP SINGER Fréttin var síðast uppfærð klukkan 12:32. Þýskaland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu að um sé að ræða 29 ára gamlan þýsk-armenskan mann sem búsettur er í Berlín. Var sá fyrst handsamaður af almennum borgurum áður en hann var færður í hendur lögreglu. Að sögn vitna reyndi hann fyrst að flýja af vettvangi. Atvikið átti sér stað á Tauentzienstraße um klukkan 8:30 að íslenskum tíma, skammt frá við verslunargötunni Kurfuerstendamm og Minningarkirkju Vilhjálms keisara. Der Fahrer soll in der #Tauentzienstraße zunächst in eine Personengruppe & dann in ein Schaufenster gefahren sein. Er wurde von Passanten festgehalten & an die Einsatzkräfte übergeben.Es handelt es sich um einen 29j. in Berlin lebenden Deutsch-Armenier. #b0806 #Charlottenburg— Polizei Berlin Einsatz (@PolizeiBerlin_E) June 8, 2022 Breska ríkisútvarpið BBC vitnar í talsmann lögreglu sem segir að yfir tólf séu taldir slasaðir og þar af nokkrir alvarlega. Sky News hefur eftir slökkviliði að talan sé um þrjátíu og fimm séu með lífshættulega áverka. Lögregla hefur girt svæðið af.Getty/Fabian Sommer Mikill fjöldi viðbragðsaðila eru á vettvangi. Atvikið átti sér stað nærri Breitscheidplatz þar sem þrettán létust árið 2016 þegar ökumaður keyrði vörubíl inn í mannfjölda á jólamarkaði. Árið 2019 létust fjórir í miðborg Berlínar þegar ökumaður sem fékk flogakast keyrði jepplingi upp á gangstétt. Thilo Cablitz, talsmaður lögreglunnar í Berlín, segir að ökumaðurinn hafi ekið á fólk sem stóð á götuhorni áður en hann færði sig aftur á veginn og endaði á því að keyra inn í verslunarglugga í næstu húsaröð. Hann bætir við að verið sé að yfirheyra manninn og reyna að fá úr því skorið hvort hann keyrði viljandi inn í mannfjöldann eða um slys hafi verið að ræða sem orsakaðist mögulega af heilsufarsvanda. Leikarinn John Barrowman lýsir aðstæðum á vettvangi á Twitter og segir að ökumaðurinn hafi ítrekað keyrt upp á göngustíg áður en hann keyrði í gegnum verslunargluggann og nam staðar. Update from the horrible situation in Berlin We are ok. Jb pic.twitter.com/BsMXWP7Us0— John Barrowman MBE (@JohnBarrowman) June 8, 2022 Ljósmyndir sýna gráa fólksbifreið sem hefur verið keyrt inn í verslun. Barrowman ræddi málið nánar í samtali við fréttamann BBC. "Get by a tree... something that puts something big between you if there's a secondary attack"This was the advice actor John Barrowman was given as he witnessed a car drive into pedestrians in BerlinOne person has been killed and more injuredhttps://t.co/DekzE0b3Re pic.twitter.com/eav7VzWAV6— BBC News (UK) (@BBCNews) June 8, 2022 Bifreiðin endaði inn í verslun. Ökumaður grunaður um verknaðinn hefur verið handtekinn.Ap/Michael Sohn Atvikið átti sér stað nærri Minningarkirkju Vilhjálms keisara í vesturhluta Berlín. Ap/Michael Sohn Minnst einn vegfarandi er látinn en óljóst er á þessari stundu hve margir eru slasaðir.Epa/FILIP SINGER Mikill viðbúnaður er á vettvangi. Epa/FILIP SINGER Fréttin var síðast uppfærð klukkan 12:32.
Þýskaland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent