Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2024 11:20 Donald Trump og Marco Rubio voru lengi andstæðingar en það hefur breyst á undanförnum árum. Nú er Trump sagður vilja Rubio sem utanríkisráðherra. AP/Evan Vucci Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, virðist ekki vera að sóa tíma við að skipa menn í ríkisstjórn sína. Á síðustu dögum hefur hann tilkynnt hverja hann vill í þó nokkur embætti og eru þó nokkrir þingmenn úr Repúblikanaflokknum þar á meðal. Fregnir bárust af því í gærkvöldi að Trump ætlaði að fá Marco Rubio, öldungadeildarþingmann frá Flórída, til að verða utanríkisráðherra sinn. Um tíma kom Rubio til greina sem varaforsetaefni Trumps, samkvæmt frétt New York Times. Trump er ekki búinn að taka lokaákvörðun en Rubio þykir líklegur til að fá embættið. Hann var fyrst kjörinn á þing árið 2010 og er þekktur fyrir harða afstöðu sína gagnvart ríkjum eins og Íran, Kína, Venesúela og Kúbu. Rubio hefur einnig sagt að Úkraínumenn geti ekki búist við að ná öllu sínu landsvæði til baka frá Rússum og hefur greitt atkvæði gegn hernaðaraðstoð við Úkraínu. Michael Waltz, þingmaður, verður þjóðaröryggisráðgjafi Trumps.AP/Ted Shaffrey Þá tilkynnti Trump í gær að Michael Waltz, þingmaður frá Flórída, yrði þjóðaröryggisráðgjafi hans. Waltz er fyrrverandi sérsveitarmaður í bandaríska hernum og starfaði á árum áður fyrir Dick Cheney, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Fyrr í gær hafði Trump tilkynnt að þingkonan Elise Stefanik yrði sendiherra hans gagnvart Sameinuðu þjóðunum og að Tom Homan yrði svokallaður „landamærakeisari“. Trump tilkynnti eina skipun til viðbótar í gær þegar hann opinberaði að Lee Zeldin, fyrrverandi þingmaður í fulltrúadeildinni frá New York, myndi leiða Umhverfisstofnun Bandaríkjanna í ríkisstjórn hans. Búist er við því að Trump muni skera verulega niður hjá stofnuninni og fækka reglugerðum verulega, eins og hann hefur sagst ætla að gera. Er þar um að ræða reglugerðir sem ætlað er að sporna gegn veðurfarsbreytingum og ýta undir notkun rafmagnsbíla. Lee Zeldin mun leiða Umhverfisstofnun Bandaríkjanna.AP/Matt Rourke Í tilkynningu sinni varðandi Zeldin sagði Trump að með því að fella niður reglulgerðir um umhverfisvernd yrðu bandarísk fyrirtæki frelsuð úr fjötrum hins opinbera og á sama tíma myndi Zeldin tryggja að Bandaríkjamenn gætu státað sig af hreinasta vatni og lofti heimsins. Þá hefur Trump einnig tilkynnt að Stephen Miller mun vera sérstakur ráðgjafi hans í Hvíta húsinu, eða aðstoðarstarfsmannastjóri. Miller hefur lengi starfað fyrir Trump og var ráðgjafi hans í fyrstu forsetatíð hans og er hann þekktur fyrir harða afstöðu sína gegn innflytjendum. Stephen Miller, verður sérstakur ráðgjafi Trumps í Hvíta húsinu.AP/Matt Rourke Minnkar lítinn meirihluta enn frekar Búist er við því að Repúblikanar muni ná mjög tæpum meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Þá stefnir í að Trump ætli að fá að minnsta kosti tvo þingmenn í ríkisstjórn sína, sem mun væntanlega gera Mike Johnson, leiðtoga þingflokks Repúblikana í fulltrúadeildinni, töluvert erfiðara að koma frumvörpum í gegnum þingið fyrstu daga þess. Halda þarf sérstakar kosningar í kjördæmum bæði Stefanik og Waltz, til að fylla sæti þeirra á nýjan leik. Johnson mun þó líklega fá mikla hjálp frá Trump, sem talinn er ætla að þrýsta verulega á þingmenn til að greiða atkvæði í takt við áherslur hans. Á fyrsta kjörtímabili hans deildi Trump reglulega við fólk í ríkisstjórn hans og reyndu margir að komast hjá því að framfylgja skipunum hans og hugdettum. John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóri hans, hefur lýst Trump sem fasista, aðrir úr ríkisstjórn hans hafa sagt hann heimskan og svo má lengi telja. Fjölmargir sem sátu í fyrstu ríkisstjórn Trumps lýstu því yfir fyrir kosningarnar að hann væri óhæfur til að vera forseti aftur. Sjá einnig: Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Þá hefur Trump gagnrýnt þessa menn harðlega og jafnvel lagt til að Mark Milley, fyrrverandi formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, ætti að vera tekinn af lífi fyrir landráð. Að þessu sinni virðist Trump leggja mun meiri áherslu á að umkringja sig fólki sem hann veit að er honum hliðhollt og er líklegt til að framfylgja skipunum hans án mótmæla. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa rætt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í síma fyrir helgi. 11. nóvember 2024 06:47 Trump vann öll sveifluríkin Donald Trump, nýkjörinn verðandi Bandaríkjaforseti, hafði betur gegn demókratanum Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, í öllum sjö sveifluríkjunum. Búið er að telja nógu mörg atkvæði í síðasta ríkinu, Arizona, til að telja öruggt að Trump fari þar með sigur. 10. nóvember 2024 09:44 Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Íranskur karlmaður hefur ákærður fyrir tengsl hans við meint ráðabrugg um að ráða Donald Trump, nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, af dögum. Hann segir íranska byltingarvörðinn hafa verið að baki ráðabrugginu. 9. nóvember 2024 10:10 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Fregnir bárust af því í gærkvöldi að Trump ætlaði að fá Marco Rubio, öldungadeildarþingmann frá Flórída, til að verða utanríkisráðherra sinn. Um tíma kom Rubio til greina sem varaforsetaefni Trumps, samkvæmt frétt New York Times. Trump er ekki búinn að taka lokaákvörðun en Rubio þykir líklegur til að fá embættið. Hann var fyrst kjörinn á þing árið 2010 og er þekktur fyrir harða afstöðu sína gagnvart ríkjum eins og Íran, Kína, Venesúela og Kúbu. Rubio hefur einnig sagt að Úkraínumenn geti ekki búist við að ná öllu sínu landsvæði til baka frá Rússum og hefur greitt atkvæði gegn hernaðaraðstoð við Úkraínu. Michael Waltz, þingmaður, verður þjóðaröryggisráðgjafi Trumps.AP/Ted Shaffrey Þá tilkynnti Trump í gær að Michael Waltz, þingmaður frá Flórída, yrði þjóðaröryggisráðgjafi hans. Waltz er fyrrverandi sérsveitarmaður í bandaríska hernum og starfaði á árum áður fyrir Dick Cheney, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Fyrr í gær hafði Trump tilkynnt að þingkonan Elise Stefanik yrði sendiherra hans gagnvart Sameinuðu þjóðunum og að Tom Homan yrði svokallaður „landamærakeisari“. Trump tilkynnti eina skipun til viðbótar í gær þegar hann opinberaði að Lee Zeldin, fyrrverandi þingmaður í fulltrúadeildinni frá New York, myndi leiða Umhverfisstofnun Bandaríkjanna í ríkisstjórn hans. Búist er við því að Trump muni skera verulega niður hjá stofnuninni og fækka reglugerðum verulega, eins og hann hefur sagst ætla að gera. Er þar um að ræða reglugerðir sem ætlað er að sporna gegn veðurfarsbreytingum og ýta undir notkun rafmagnsbíla. Lee Zeldin mun leiða Umhverfisstofnun Bandaríkjanna.AP/Matt Rourke Í tilkynningu sinni varðandi Zeldin sagði Trump að með því að fella niður reglulgerðir um umhverfisvernd yrðu bandarísk fyrirtæki frelsuð úr fjötrum hins opinbera og á sama tíma myndi Zeldin tryggja að Bandaríkjamenn gætu státað sig af hreinasta vatni og lofti heimsins. Þá hefur Trump einnig tilkynnt að Stephen Miller mun vera sérstakur ráðgjafi hans í Hvíta húsinu, eða aðstoðarstarfsmannastjóri. Miller hefur lengi starfað fyrir Trump og var ráðgjafi hans í fyrstu forsetatíð hans og er hann þekktur fyrir harða afstöðu sína gegn innflytjendum. Stephen Miller, verður sérstakur ráðgjafi Trumps í Hvíta húsinu.AP/Matt Rourke Minnkar lítinn meirihluta enn frekar Búist er við því að Repúblikanar muni ná mjög tæpum meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Þá stefnir í að Trump ætli að fá að minnsta kosti tvo þingmenn í ríkisstjórn sína, sem mun væntanlega gera Mike Johnson, leiðtoga þingflokks Repúblikana í fulltrúadeildinni, töluvert erfiðara að koma frumvörpum í gegnum þingið fyrstu daga þess. Halda þarf sérstakar kosningar í kjördæmum bæði Stefanik og Waltz, til að fylla sæti þeirra á nýjan leik. Johnson mun þó líklega fá mikla hjálp frá Trump, sem talinn er ætla að þrýsta verulega á þingmenn til að greiða atkvæði í takt við áherslur hans. Á fyrsta kjörtímabili hans deildi Trump reglulega við fólk í ríkisstjórn hans og reyndu margir að komast hjá því að framfylgja skipunum hans og hugdettum. John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóri hans, hefur lýst Trump sem fasista, aðrir úr ríkisstjórn hans hafa sagt hann heimskan og svo má lengi telja. Fjölmargir sem sátu í fyrstu ríkisstjórn Trumps lýstu því yfir fyrir kosningarnar að hann væri óhæfur til að vera forseti aftur. Sjá einnig: Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Þá hefur Trump gagnrýnt þessa menn harðlega og jafnvel lagt til að Mark Milley, fyrrverandi formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, ætti að vera tekinn af lífi fyrir landráð. Að þessu sinni virðist Trump leggja mun meiri áherslu á að umkringja sig fólki sem hann veit að er honum hliðhollt og er líklegt til að framfylgja skipunum hans án mótmæla.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa rætt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í síma fyrir helgi. 11. nóvember 2024 06:47 Trump vann öll sveifluríkin Donald Trump, nýkjörinn verðandi Bandaríkjaforseti, hafði betur gegn demókratanum Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, í öllum sjö sveifluríkjunum. Búið er að telja nógu mörg atkvæði í síðasta ríkinu, Arizona, til að telja öruggt að Trump fari þar með sigur. 10. nóvember 2024 09:44 Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Íranskur karlmaður hefur ákærður fyrir tengsl hans við meint ráðabrugg um að ráða Donald Trump, nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, af dögum. Hann segir íranska byltingarvörðinn hafa verið að baki ráðabrugginu. 9. nóvember 2024 10:10 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa rætt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í síma fyrir helgi. 11. nóvember 2024 06:47
Trump vann öll sveifluríkin Donald Trump, nýkjörinn verðandi Bandaríkjaforseti, hafði betur gegn demókratanum Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, í öllum sjö sveifluríkjunum. Búið er að telja nógu mörg atkvæði í síðasta ríkinu, Arizona, til að telja öruggt að Trump fari þar með sigur. 10. nóvember 2024 09:44
Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Íranskur karlmaður hefur ákærður fyrir tengsl hans við meint ráðabrugg um að ráða Donald Trump, nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, af dögum. Hann segir íranska byltingarvörðinn hafa verið að baki ráðabrugginu. 9. nóvember 2024 10:10