Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2024 16:48 Úkraínskir hermenn í Lúhansk-héraði. Getty/Kostiantyn Liberov Yfirmenn rússneska hersins hafa safnað tugum þúsunda hermanna í Kúrsk-héraði í Rússlandi og eiga þeir að hefja umfangsmikla gagnsókn gegn Úkraínumönnum þar. Von er á umfangsmikilli sókn á næstu dögum. Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, sagði í dag að í heildina stæðu hermenn hans í Kúrsk gegn um fimmtíu þúsund óvinum en talið er að þeirra á meðal séu hermenn frá Norður-Kóreu. Eins og frægt er gerðu Úkraínumenn áhlaup í Kúrsk í sumar, þar sem þeir náðu tiltölulega miklum árangri á skömmum tíma. Sókn þeirra var þó stöðvuð og hófu Rússar gagnsókn í september. Síðan þá hafa harðir bardagar geisað í héraðinu og hefur yfirráðasvæði Úkraínumanna dregist talsvert saman. Einn yfirmanna rússneska hersins á svæðinu hélt því nýverið fram að bardagarnir í Kúrsk væru þeir erfiðustu á allri víglínunni og að Rússar væru að berjast við fjórtán stórfylki og málaliða frá Vesturlöndum. Á meðan á þessu hefur gengið hefur Rússum gengið betur í austurhluta Úkraínu. Rússneskir hermenn hafa sótt hraðar fram en markmið þeirra virðist vera að ná yfirráðum á öllu Donbas-svæðinu svokallaða, sem samanstendur af Dónetsk og Lúhans-héruðum. Sjá einnig: Sækja hraðar fram í Dónetsk Sirskí segir að ef ekki væri fyrir árásina á Kúrsk væru tugir þúsunda af bestu hermönnum Rússa að taka þátt í árásunum í austri og ástandið þar væri því enn verra, samkvæmt frétt Reuters. Búast við sókn á næstu dögum New York Times sagði þó frá því í gær að Rússum hefði tekist að byggja upp sveitir sínar í Kúrsk án þess að flytja hermenn af vígstöðvunum í austurhluta Úkraínu. Bandarískir heimildarmenn NYT sögðu að Rússar hefðu gert miklar árásir á úkraínska hermenn í Kúrsk úr lofti og með stórskotaliði en væru ekki enn byrjaðir að sækja fram gegn þeim. Búist er við slíkum árásum á næstu dögum og er búist við því að norðurkórsekir hermenn muni taka þátt í þeim. Áðurnefndir heimildarmenn sögðu einnig að Úkraínumenn hefðu byggt upp öflugar varnir í Kúrsk og að þeir gætu haldið aftur af sókn Rússa, í það minnsta um tíma. Bandaríkjamenn eru sagðir svartsýnni á gang stríðsins, samhliða hægum en stöðugum landvinningum Rússa. Að hluta til sé þar um að kenna hve illa Úkraínumönnum hafi gengið að fylla upp í raðir sínar en mannekla hefur lengi leikið þá grátt. Mannréttindasérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna lýstu því yfir á blaðamannafundi í á dögunum að pyntingar rússneskra hermanna á óbreyttum borgurum og stríðsföngum í Úkraínu væru „glæpir gegn mannkyninu“. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Norður-Kórea Tengdar fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa rætt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í síma fyrir helgi. 11. nóvember 2024 06:47 Aldrei jafn margar drónaárásir Umfangsmiklar árásir voru gerðar í Úkraínu og Rússlandi síðastliðna nótt. Aldrei hafa jafn margir drónar verið sendir af stað í einu. 10. nóvember 2024 22:21 Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Embættismenn á Vesturlöndum segja að tvær eldsprengjur sem sendar voru með DHL, hafi verið liður í ætlun leyniþjónustu Rússa um að kveikja elda um borð í frakt- eða farþegaflugvélum á leið til Bandaríkjanna og Kanada. Fjórir menn hafa verið handteknir í Póllandi vegna málsins. 4. nóvember 2024 22:21 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Sjá meira
Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, sagði í dag að í heildina stæðu hermenn hans í Kúrsk gegn um fimmtíu þúsund óvinum en talið er að þeirra á meðal séu hermenn frá Norður-Kóreu. Eins og frægt er gerðu Úkraínumenn áhlaup í Kúrsk í sumar, þar sem þeir náðu tiltölulega miklum árangri á skömmum tíma. Sókn þeirra var þó stöðvuð og hófu Rússar gagnsókn í september. Síðan þá hafa harðir bardagar geisað í héraðinu og hefur yfirráðasvæði Úkraínumanna dregist talsvert saman. Einn yfirmanna rússneska hersins á svæðinu hélt því nýverið fram að bardagarnir í Kúrsk væru þeir erfiðustu á allri víglínunni og að Rússar væru að berjast við fjórtán stórfylki og málaliða frá Vesturlöndum. Á meðan á þessu hefur gengið hefur Rússum gengið betur í austurhluta Úkraínu. Rússneskir hermenn hafa sótt hraðar fram en markmið þeirra virðist vera að ná yfirráðum á öllu Donbas-svæðinu svokallaða, sem samanstendur af Dónetsk og Lúhans-héruðum. Sjá einnig: Sækja hraðar fram í Dónetsk Sirskí segir að ef ekki væri fyrir árásina á Kúrsk væru tugir þúsunda af bestu hermönnum Rússa að taka þátt í árásunum í austri og ástandið þar væri því enn verra, samkvæmt frétt Reuters. Búast við sókn á næstu dögum New York Times sagði þó frá því í gær að Rússum hefði tekist að byggja upp sveitir sínar í Kúrsk án þess að flytja hermenn af vígstöðvunum í austurhluta Úkraínu. Bandarískir heimildarmenn NYT sögðu að Rússar hefðu gert miklar árásir á úkraínska hermenn í Kúrsk úr lofti og með stórskotaliði en væru ekki enn byrjaðir að sækja fram gegn þeim. Búist er við slíkum árásum á næstu dögum og er búist við því að norðurkórsekir hermenn muni taka þátt í þeim. Áðurnefndir heimildarmenn sögðu einnig að Úkraínumenn hefðu byggt upp öflugar varnir í Kúrsk og að þeir gætu haldið aftur af sókn Rússa, í það minnsta um tíma. Bandaríkjamenn eru sagðir svartsýnni á gang stríðsins, samhliða hægum en stöðugum landvinningum Rússa. Að hluta til sé þar um að kenna hve illa Úkraínumönnum hafi gengið að fylla upp í raðir sínar en mannekla hefur lengi leikið þá grátt. Mannréttindasérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna lýstu því yfir á blaðamannafundi í á dögunum að pyntingar rússneskra hermanna á óbreyttum borgurum og stríðsföngum í Úkraínu væru „glæpir gegn mannkyninu“.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Norður-Kórea Tengdar fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa rætt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í síma fyrir helgi. 11. nóvember 2024 06:47 Aldrei jafn margar drónaárásir Umfangsmiklar árásir voru gerðar í Úkraínu og Rússlandi síðastliðna nótt. Aldrei hafa jafn margir drónar verið sendir af stað í einu. 10. nóvember 2024 22:21 Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Embættismenn á Vesturlöndum segja að tvær eldsprengjur sem sendar voru með DHL, hafi verið liður í ætlun leyniþjónustu Rússa um að kveikja elda um borð í frakt- eða farþegaflugvélum á leið til Bandaríkjanna og Kanada. Fjórir menn hafa verið handteknir í Póllandi vegna málsins. 4. nóvember 2024 22:21 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Sjá meira
Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa rætt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í síma fyrir helgi. 11. nóvember 2024 06:47
Aldrei jafn margar drónaárásir Umfangsmiklar árásir voru gerðar í Úkraínu og Rússlandi síðastliðna nótt. Aldrei hafa jafn margir drónar verið sendir af stað í einu. 10. nóvember 2024 22:21
Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Embættismenn á Vesturlöndum segja að tvær eldsprengjur sem sendar voru með DHL, hafi verið liður í ætlun leyniþjónustu Rússa um að kveikja elda um borð í frakt- eða farþegaflugvélum á leið til Bandaríkjanna og Kanada. Fjórir menn hafa verið handteknir í Póllandi vegna málsins. 4. nóvember 2024 22:21