Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2024 16:48 Úkraínskir hermenn í Lúhansk-héraði. Getty/Kostiantyn Liberov Yfirmenn rússneska hersins hafa safnað tugum þúsunda hermanna í Kúrsk-héraði í Rússlandi og eiga þeir að hefja umfangsmikla gagnsókn gegn Úkraínumönnum þar. Von er á umfangsmikilli sókn á næstu dögum. Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, sagði í dag að í heildina stæðu hermenn hans í Kúrsk gegn um fimmtíu þúsund óvinum en talið er að þeirra á meðal séu hermenn frá Norður-Kóreu. Eins og frægt er gerðu Úkraínumenn áhlaup í Kúrsk í sumar, þar sem þeir náðu tiltölulega miklum árangri á skömmum tíma. Sókn þeirra var þó stöðvuð og hófu Rússar gagnsókn í september. Síðan þá hafa harðir bardagar geisað í héraðinu og hefur yfirráðasvæði Úkraínumanna dregist talsvert saman. Einn yfirmanna rússneska hersins á svæðinu hélt því nýverið fram að bardagarnir í Kúrsk væru þeir erfiðustu á allri víglínunni og að Rússar væru að berjast við fjórtán stórfylki og málaliða frá Vesturlöndum. Á meðan á þessu hefur gengið hefur Rússum gengið betur í austurhluta Úkraínu. Rússneskir hermenn hafa sótt hraðar fram en markmið þeirra virðist vera að ná yfirráðum á öllu Donbas-svæðinu svokallaða, sem samanstendur af Dónetsk og Lúhans-héruðum. Sjá einnig: Sækja hraðar fram í Dónetsk Sirskí segir að ef ekki væri fyrir árásina á Kúrsk væru tugir þúsunda af bestu hermönnum Rússa að taka þátt í árásunum í austri og ástandið þar væri því enn verra, samkvæmt frétt Reuters. Búast við sókn á næstu dögum New York Times sagði þó frá því í gær að Rússum hefði tekist að byggja upp sveitir sínar í Kúrsk án þess að flytja hermenn af vígstöðvunum í austurhluta Úkraínu. Bandarískir heimildarmenn NYT sögðu að Rússar hefðu gert miklar árásir á úkraínska hermenn í Kúrsk úr lofti og með stórskotaliði en væru ekki enn byrjaðir að sækja fram gegn þeim. Búist er við slíkum árásum á næstu dögum og er búist við því að norðurkórsekir hermenn muni taka þátt í þeim. Áðurnefndir heimildarmenn sögðu einnig að Úkraínumenn hefðu byggt upp öflugar varnir í Kúrsk og að þeir gætu haldið aftur af sókn Rússa, í það minnsta um tíma. Bandaríkjamenn eru sagðir svartsýnni á gang stríðsins, samhliða hægum en stöðugum landvinningum Rússa. Að hluta til sé þar um að kenna hve illa Úkraínumönnum hafi gengið að fylla upp í raðir sínar en mannekla hefur lengi leikið þá grátt. Mannréttindasérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna lýstu því yfir á blaðamannafundi í á dögunum að pyntingar rússneskra hermanna á óbreyttum borgurum og stríðsföngum í Úkraínu væru „glæpir gegn mannkyninu“. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Norður-Kórea Tengdar fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa rætt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í síma fyrir helgi. 11. nóvember 2024 06:47 Aldrei jafn margar drónaárásir Umfangsmiklar árásir voru gerðar í Úkraínu og Rússlandi síðastliðna nótt. Aldrei hafa jafn margir drónar verið sendir af stað í einu. 10. nóvember 2024 22:21 Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Embættismenn á Vesturlöndum segja að tvær eldsprengjur sem sendar voru með DHL, hafi verið liður í ætlun leyniþjónustu Rússa um að kveikja elda um borð í frakt- eða farþegaflugvélum á leið til Bandaríkjanna og Kanada. Fjórir menn hafa verið handteknir í Póllandi vegna málsins. 4. nóvember 2024 22:21 Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, sagði í dag að í heildina stæðu hermenn hans í Kúrsk gegn um fimmtíu þúsund óvinum en talið er að þeirra á meðal séu hermenn frá Norður-Kóreu. Eins og frægt er gerðu Úkraínumenn áhlaup í Kúrsk í sumar, þar sem þeir náðu tiltölulega miklum árangri á skömmum tíma. Sókn þeirra var þó stöðvuð og hófu Rússar gagnsókn í september. Síðan þá hafa harðir bardagar geisað í héraðinu og hefur yfirráðasvæði Úkraínumanna dregist talsvert saman. Einn yfirmanna rússneska hersins á svæðinu hélt því nýverið fram að bardagarnir í Kúrsk væru þeir erfiðustu á allri víglínunni og að Rússar væru að berjast við fjórtán stórfylki og málaliða frá Vesturlöndum. Á meðan á þessu hefur gengið hefur Rússum gengið betur í austurhluta Úkraínu. Rússneskir hermenn hafa sótt hraðar fram en markmið þeirra virðist vera að ná yfirráðum á öllu Donbas-svæðinu svokallaða, sem samanstendur af Dónetsk og Lúhans-héruðum. Sjá einnig: Sækja hraðar fram í Dónetsk Sirskí segir að ef ekki væri fyrir árásina á Kúrsk væru tugir þúsunda af bestu hermönnum Rússa að taka þátt í árásunum í austri og ástandið þar væri því enn verra, samkvæmt frétt Reuters. Búast við sókn á næstu dögum New York Times sagði þó frá því í gær að Rússum hefði tekist að byggja upp sveitir sínar í Kúrsk án þess að flytja hermenn af vígstöðvunum í austurhluta Úkraínu. Bandarískir heimildarmenn NYT sögðu að Rússar hefðu gert miklar árásir á úkraínska hermenn í Kúrsk úr lofti og með stórskotaliði en væru ekki enn byrjaðir að sækja fram gegn þeim. Búist er við slíkum árásum á næstu dögum og er búist við því að norðurkórsekir hermenn muni taka þátt í þeim. Áðurnefndir heimildarmenn sögðu einnig að Úkraínumenn hefðu byggt upp öflugar varnir í Kúrsk og að þeir gætu haldið aftur af sókn Rússa, í það minnsta um tíma. Bandaríkjamenn eru sagðir svartsýnni á gang stríðsins, samhliða hægum en stöðugum landvinningum Rússa. Að hluta til sé þar um að kenna hve illa Úkraínumönnum hafi gengið að fylla upp í raðir sínar en mannekla hefur lengi leikið þá grátt. Mannréttindasérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna lýstu því yfir á blaðamannafundi í á dögunum að pyntingar rússneskra hermanna á óbreyttum borgurum og stríðsföngum í Úkraínu væru „glæpir gegn mannkyninu“.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Norður-Kórea Tengdar fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa rætt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í síma fyrir helgi. 11. nóvember 2024 06:47 Aldrei jafn margar drónaárásir Umfangsmiklar árásir voru gerðar í Úkraínu og Rússlandi síðastliðna nótt. Aldrei hafa jafn margir drónar verið sendir af stað í einu. 10. nóvember 2024 22:21 Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Embættismenn á Vesturlöndum segja að tvær eldsprengjur sem sendar voru með DHL, hafi verið liður í ætlun leyniþjónustu Rússa um að kveikja elda um borð í frakt- eða farþegaflugvélum á leið til Bandaríkjanna og Kanada. Fjórir menn hafa verið handteknir í Póllandi vegna málsins. 4. nóvember 2024 22:21 Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa rætt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í síma fyrir helgi. 11. nóvember 2024 06:47
Aldrei jafn margar drónaárásir Umfangsmiklar árásir voru gerðar í Úkraínu og Rússlandi síðastliðna nótt. Aldrei hafa jafn margir drónar verið sendir af stað í einu. 10. nóvember 2024 22:21
Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Embættismenn á Vesturlöndum segja að tvær eldsprengjur sem sendar voru með DHL, hafi verið liður í ætlun leyniþjónustu Rússa um að kveikja elda um borð í frakt- eða farþegaflugvélum á leið til Bandaríkjanna og Kanada. Fjórir menn hafa verið handteknir í Póllandi vegna málsins. 4. nóvember 2024 22:21