Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 13. nóvember 2024 19:40 Gunnar Bergmann Jónsson ræðir við huldumann sem sagðist vera svissneskur fjárfestir. Fréttastofa hefur undir höndum upptökur sem sýna samtal huldumanns, sem sagðist vera svissneskur fjárfestir, við Gunnar Bergmann Jónsson, son Jóns Gunnarssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Brot úr þessum upptökum voru sýnd í kvöldfréttum Stöðvar 2. Upptakan sýnir Gunnar, sem er fyrrverandi framkvæmdastjóri félags Hrefnuveiðimanna, að snæðingi á Edition-hótelinu. Upptökuvélin, sem virðist hafa verið leynileg, er staðsett neðarlega, rétt við borðbrúnina þar sem huldumaðurinn og Gunnar ræða saman. Í klippunni sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2 og sjá má hér að ofan ræða huldumaðurinn og Gunnar um mál Jóns Gunnarssonar. Gunnar vísar til samtals Jóns og Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Þess má geta að Jón hefur haldið því fram að sonur hans hafi þarna látið orð falla sem enginn fótur er fyrir. „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ „Þú verður að taka sæti á listanum,“ virðist Gunnar hafa eftir Bjarna í upptökunni og huldumaðurinn svarar: „Ég skil.“ „En eina sætið sem var laust var fimmta sætið. Allt í lagi, sagði hann og gaf sér nokkra daga til að hugsa málið. Á endanum sagði hann: Já, ég er tilbúinn að taka fimmta sætið, en þú þarft að gera svolítið fyrir mig. Ég þarf aðstöðu,“ segir Gunnar. „Pabbi sagði: Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu.“ „Ráðherra?“ virðist huldumaðurinn spyrja. „Ekki verða sjálfur ráðherra heldur hans maður þar, því hann þekkti vel til mála þarna,“ útskýrir Gunnar. „Við erum í þeirri stöðu nú að ekkert hvalveiðifyrirtæki hefur heimild til hvalveiða af því að vinstri flokkurinn sem stýrði ráðuneytinu höfðu nýlega skemmt fyrir. Það fyrsta sem hann gerði var að fara þarna inn og segja að hann ætlaði að […]“ „Sjá um þetta?“ spyr huldumaðurinn og Gunnar svarar játandi. „Trúir því að þetta muni aðeins auka fylgi okkar flokks“ „Forsætisráðherrann samþykkti þetta, geri ég ráð fyrir?“ spyr huldumaðurinn og aftur svarar Gunnar játandi. „Hann gerði það, og nú starfar faðir minn fyrir ríkisstjórnina.“ Jafnframt talar Gunnar um að Jón sé byrjaður að vinna í ráðuneytinu og sé að gera allt vitlaust. „Vinstri flokkarnir eru klikkaðir. Jón ætlar að gefa þeim leyfi til hvalveiða til næstu fimm ára. Og hann ætlar að gera það,“ segir Gunnar. Fjórar umsóknir um hvalveiðileyfi eru til skoðunar í ráðuneytinu. Huldumaðurinn spyr í kjölfarið: „Ef ég skil þig rétt ertu að segja að hann hafi tekið að sér þetta starf af því að þannig geti hann gefið heimildina út fyrir kosningar?“ Gunnar svarar: „Já, og margt annað. Hann mun koma nafni sínu kröftuglega á framfæri í fjölmiðlum með því að gera ýmislegt sem hann veit að vinstri flokkurinn […]“ „Muni ekki líka við?“ skýtur Huldumaðurinn inn í. „Nákvæmlega,“ svarar Gunnar. „Þeir munu berjast harkalega gegn því. Hann trúir því að þetta muni aðeins auka fylgi okkar flokks.“ Lögreglan með málið til rannsóknar Greint var frá því fyrr í dag að greiningardeild ríkislögreglustjóra hafi ákveðið ákveðið að kanna málið sem snýr að umræddum leyniupptökum. Fram kom að lögreglan hafi þegar rætt við Gunnar í tengslum við athugun sína á málinu. Í svari við fyrirspurn fréttastofu sagði að ríkislögreglustjóri væri ekki með umrætt mál til rannsóknar en að hann myndi kanna málsatvik sem varðar meinta háttsemi erlends fyrirtækis. Upptökur á Reykjavík Edition Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Hvalveiðar Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Upptakan sýnir Gunnar, sem er fyrrverandi framkvæmdastjóri félags Hrefnuveiðimanna, að snæðingi á Edition-hótelinu. Upptökuvélin, sem virðist hafa verið leynileg, er staðsett neðarlega, rétt við borðbrúnina þar sem huldumaðurinn og Gunnar ræða saman. Í klippunni sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2 og sjá má hér að ofan ræða huldumaðurinn og Gunnar um mál Jóns Gunnarssonar. Gunnar vísar til samtals Jóns og Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Þess má geta að Jón hefur haldið því fram að sonur hans hafi þarna látið orð falla sem enginn fótur er fyrir. „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ „Þú verður að taka sæti á listanum,“ virðist Gunnar hafa eftir Bjarna í upptökunni og huldumaðurinn svarar: „Ég skil.“ „En eina sætið sem var laust var fimmta sætið. Allt í lagi, sagði hann og gaf sér nokkra daga til að hugsa málið. Á endanum sagði hann: Já, ég er tilbúinn að taka fimmta sætið, en þú þarft að gera svolítið fyrir mig. Ég þarf aðstöðu,“ segir Gunnar. „Pabbi sagði: Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu.“ „Ráðherra?“ virðist huldumaðurinn spyrja. „Ekki verða sjálfur ráðherra heldur hans maður þar, því hann þekkti vel til mála þarna,“ útskýrir Gunnar. „Við erum í þeirri stöðu nú að ekkert hvalveiðifyrirtæki hefur heimild til hvalveiða af því að vinstri flokkurinn sem stýrði ráðuneytinu höfðu nýlega skemmt fyrir. Það fyrsta sem hann gerði var að fara þarna inn og segja að hann ætlaði að […]“ „Sjá um þetta?“ spyr huldumaðurinn og Gunnar svarar játandi. „Trúir því að þetta muni aðeins auka fylgi okkar flokks“ „Forsætisráðherrann samþykkti þetta, geri ég ráð fyrir?“ spyr huldumaðurinn og aftur svarar Gunnar játandi. „Hann gerði það, og nú starfar faðir minn fyrir ríkisstjórnina.“ Jafnframt talar Gunnar um að Jón sé byrjaður að vinna í ráðuneytinu og sé að gera allt vitlaust. „Vinstri flokkarnir eru klikkaðir. Jón ætlar að gefa þeim leyfi til hvalveiða til næstu fimm ára. Og hann ætlar að gera það,“ segir Gunnar. Fjórar umsóknir um hvalveiðileyfi eru til skoðunar í ráðuneytinu. Huldumaðurinn spyr í kjölfarið: „Ef ég skil þig rétt ertu að segja að hann hafi tekið að sér þetta starf af því að þannig geti hann gefið heimildina út fyrir kosningar?“ Gunnar svarar: „Já, og margt annað. Hann mun koma nafni sínu kröftuglega á framfæri í fjölmiðlum með því að gera ýmislegt sem hann veit að vinstri flokkurinn […]“ „Muni ekki líka við?“ skýtur Huldumaðurinn inn í. „Nákvæmlega,“ svarar Gunnar. „Þeir munu berjast harkalega gegn því. Hann trúir því að þetta muni aðeins auka fylgi okkar flokks.“ Lögreglan með málið til rannsóknar Greint var frá því fyrr í dag að greiningardeild ríkislögreglustjóra hafi ákveðið ákveðið að kanna málið sem snýr að umræddum leyniupptökum. Fram kom að lögreglan hafi þegar rætt við Gunnar í tengslum við athugun sína á málinu. Í svari við fyrirspurn fréttastofu sagði að ríkislögreglustjóri væri ekki með umrætt mál til rannsóknar en að hann myndi kanna málsatvik sem varðar meinta háttsemi erlends fyrirtækis.
Upptökur á Reykjavík Edition Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Hvalveiðar Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira