„Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. nóvember 2024 06:59 Gideon Saar tók við sem utanríkisráðherra Ísrael fyrr í mánuðinum, af Israel Katz. Getty/Amir Levy Gideon Saar, utanríkisráðherra Ísrael, sagði í gær að „ákveðinn árangur“ hefði náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon. Talsmenn Hezbollah staðfesta að viðræður eigi sér stað en segja engar ákveðnar tillögur liggja fyrir að svo stöddu. Ísraelsher hefur barist við Hezbollah við landamæri Ísrael og Líbanon í rúmt ár, frá því að samtökin hófu árásir á norðurhluta Ísrael 8. október 2023, til að sýna „samstöðu“ með Hamas. Ísraelsmenn hafa síðan ráðist inn í Líbanon og staðið í hörðum aðgerðum gegn Hezbollah í suðurhluta landsins, til að freista þess að draga úr getu samtakanna til að ráðast gegn byggðum í norðurhluta Ísrael. Fjöldi íbúa á svæðinu, beggja megin landamærana, hafa neyðst til að flýja heimili sín eftir að átökin brutust út. Saar sagði stjórnvöld í Ísrael reiðubúin til að ræða vopnahlé, að því gefnu að liðsmenn Hezbollah hétu því að halda sig norðan Litani-ár og að komið yrði í veg fyrir endurvopnun þeirra. Bandaríkjamenn hafa átt milligöngu um viðræður um vopnahlé og þá er annar ísraelskur ráðherra, Ron Dermer, sagður hafa ferðast til Rússlands í síðustu viku til að ræða möguleikann á því að Rússar tryggi að Hezbollah fái ekki vopn um Sýrland. Najib Mikati, starfandi forsætisráðherra Líbanon, er einnig sagður hafa fundað með ýmsum leiðtogum Arabaríkja, meðal annars Abdullah II, konung Jórdaníu, og Sabah Al-Khalid Al Sabah, krónprins Kúvæt. Mohammad Afif, talsmaður Hezbollah, sagði hins vegar á blaðamannafundi í gær að þrátt fyrir að þreifingar hefðu átt sér stað milli stjórnvalda í Washington, Moskvu, Tehran og víðar væru viðræður á frumstigi og engar ákveðnar tillögur á borðinu. Þess ber þó að geta að framkvæmdastjóri Hezbollah, Naim Qassem, hefur sagt samtökin reiðubúin til viðræðna og að þau hafi horfið frá fyrri skilyrðum sínum um vopnahlé á Gasa. Ísrael Líbanon Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Ísraelsher hefur barist við Hezbollah við landamæri Ísrael og Líbanon í rúmt ár, frá því að samtökin hófu árásir á norðurhluta Ísrael 8. október 2023, til að sýna „samstöðu“ með Hamas. Ísraelsmenn hafa síðan ráðist inn í Líbanon og staðið í hörðum aðgerðum gegn Hezbollah í suðurhluta landsins, til að freista þess að draga úr getu samtakanna til að ráðast gegn byggðum í norðurhluta Ísrael. Fjöldi íbúa á svæðinu, beggja megin landamærana, hafa neyðst til að flýja heimili sín eftir að átökin brutust út. Saar sagði stjórnvöld í Ísrael reiðubúin til að ræða vopnahlé, að því gefnu að liðsmenn Hezbollah hétu því að halda sig norðan Litani-ár og að komið yrði í veg fyrir endurvopnun þeirra. Bandaríkjamenn hafa átt milligöngu um viðræður um vopnahlé og þá er annar ísraelskur ráðherra, Ron Dermer, sagður hafa ferðast til Rússlands í síðustu viku til að ræða möguleikann á því að Rússar tryggi að Hezbollah fái ekki vopn um Sýrland. Najib Mikati, starfandi forsætisráðherra Líbanon, er einnig sagður hafa fundað með ýmsum leiðtogum Arabaríkja, meðal annars Abdullah II, konung Jórdaníu, og Sabah Al-Khalid Al Sabah, krónprins Kúvæt. Mohammad Afif, talsmaður Hezbollah, sagði hins vegar á blaðamannafundi í gær að þrátt fyrir að þreifingar hefðu átt sér stað milli stjórnvalda í Washington, Moskvu, Tehran og víðar væru viðræður á frumstigi og engar ákveðnar tillögur á borðinu. Þess ber þó að geta að framkvæmdastjóri Hezbollah, Naim Qassem, hefur sagt samtökin reiðubúin til viðræðna og að þau hafi horfið frá fyrri skilyrðum sínum um vopnahlé á Gasa.
Ísrael Líbanon Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira