Margeir stefnir ríkinu Árni Sæberg skrifar 13. nóvember 2024 14:09 Margeir Sveinsson er starfandi aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. vísir/egill Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur stefnt íslenska ríkinu. Hann var sendur í leyfi í fyrra eftir að sálfræðistofa komst að þeirri niðurstöðu að Margeir hefði beitt samstarfskonu sína kynferðislegri og kynbundinni áreitni. Margeir staðfestir í samtali við Vísi að hann hafi höfðað mál á hendur íslenska ríkinu en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Hvorki lögmaður hans né ríkislögmaður hafa viljað afhenda stefnuna í málinu þegar eftir því var óskað og því liggur ekki fyrir hverjar kröfur Margeirs eru. Kippti undirmanni skyndilega úr aðgerð Vísir greindi frá því í september í fyrra að Margeir væri kominn í leyfi frá störfum sem yfirlögregluþjónn hjá embættinu, eftir að sálfræði- og ráðgjafarstofa var fengin til þess að taka til skoðunar stjórnarhætti Margeirs. Ákvörðun hans að taka rannsakanda hjá embættinu, undirmann sinn, skyndilega úr fyrirhugaðri aðgerð hjá embættinu án faglegrar ástæðu hafi verið meðal þess sem tekið var til skoðunar. Meira og verra lá að baki Í desember sama árs sá Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ástæðu til þess að senda út fréttatilkynningu þess efnis að fimm mál sem vörðuðu kynferðislega eða kynbundna áreitni, einelti eða ofbeldi starfsfólks Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefðu verið til meðferðar hjá embættinu á árinu. Kvöldið áður en tilkynningin var send út var greint frá því í Kastljósi Ríkisútvarpsins að háttsettur karlmaður í valdastöðu hjá lögreglunni hefði beitt lögreglukonu kynferðislegri og kynbundinni áreitni um margra mánaða skeið og sýnt ofbeldisfulla hegðun, sem olli henni mikilli vanlíðan og ótta. Ríkisútvarpið nafngreindi ekki karlmanninn en samkvæmt heimildum fréttastofu var um Margeir að ræða. Sendi tugi skilaboða á einni helgi Vísað var til niðurstöðu sálfræðistofunnar þar sem fram kemur að tíu af tólf atvikum sem voru skoðuð falli undir skilgreiningu ofbeldis. Meðal þess sem lögreglumaðurinn gerðist sekur um, að mati sálfræðistofunnar, var að þvinga konuna til að taka á móti sér á heimili hennar seint að kvöldi, senda henni stöðug skilaboð í gegnum samfélagsmiðla, stundum marga tugi á einni helgi, sitja fyrir henni í vinnunni og taka fram fyrir hendur næstu yfirmanna hennar er varða störf hennar, meðal annars með því að taka hana úr stóru verkefni þvert á hennar vilja. Kominn aftur til starfa Í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis segir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að Margeir sé starfandi aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embættinu, en á meðal verkefna hans sé að vera yfirlögregluþjóni rannsóknarsviðs til aðstoðar, einkum við mótun hlutverks LRH og aðkomu hvað varðar sameiginleg verkefni embætta í málefnum sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi, umsjón með gæðastarfi sviðsins, svo sem með uppfærslu gæðaferla sem og önnur verkefni. Að öðru leyti geti embættið ekki tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna. Lögreglan Kynferðisofbeldi Dómsmál Mál Margeirs Sveinssonar Tengdar fréttir Treysta ekki lögregluembætti með ofbeldismenn í vinnu til að rannsaka ofbeldismál Stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola segir fáránlegt að ítrekað hafi komið upp mál varðandi kynferðislega áreitni, ofbeldi eða einelti innan lögreglunnar á síðastliðnu ári. Málin grafi undan trausti til lögreglu og kerfisins alls. 21. janúar 2024 23:45 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Margeir staðfestir í samtali við Vísi að hann hafi höfðað mál á hendur íslenska ríkinu en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Hvorki lögmaður hans né ríkislögmaður hafa viljað afhenda stefnuna í málinu þegar eftir því var óskað og því liggur ekki fyrir hverjar kröfur Margeirs eru. Kippti undirmanni skyndilega úr aðgerð Vísir greindi frá því í september í fyrra að Margeir væri kominn í leyfi frá störfum sem yfirlögregluþjónn hjá embættinu, eftir að sálfræði- og ráðgjafarstofa var fengin til þess að taka til skoðunar stjórnarhætti Margeirs. Ákvörðun hans að taka rannsakanda hjá embættinu, undirmann sinn, skyndilega úr fyrirhugaðri aðgerð hjá embættinu án faglegrar ástæðu hafi verið meðal þess sem tekið var til skoðunar. Meira og verra lá að baki Í desember sama árs sá Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ástæðu til þess að senda út fréttatilkynningu þess efnis að fimm mál sem vörðuðu kynferðislega eða kynbundna áreitni, einelti eða ofbeldi starfsfólks Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefðu verið til meðferðar hjá embættinu á árinu. Kvöldið áður en tilkynningin var send út var greint frá því í Kastljósi Ríkisútvarpsins að háttsettur karlmaður í valdastöðu hjá lögreglunni hefði beitt lögreglukonu kynferðislegri og kynbundinni áreitni um margra mánaða skeið og sýnt ofbeldisfulla hegðun, sem olli henni mikilli vanlíðan og ótta. Ríkisútvarpið nafngreindi ekki karlmanninn en samkvæmt heimildum fréttastofu var um Margeir að ræða. Sendi tugi skilaboða á einni helgi Vísað var til niðurstöðu sálfræðistofunnar þar sem fram kemur að tíu af tólf atvikum sem voru skoðuð falli undir skilgreiningu ofbeldis. Meðal þess sem lögreglumaðurinn gerðist sekur um, að mati sálfræðistofunnar, var að þvinga konuna til að taka á móti sér á heimili hennar seint að kvöldi, senda henni stöðug skilaboð í gegnum samfélagsmiðla, stundum marga tugi á einni helgi, sitja fyrir henni í vinnunni og taka fram fyrir hendur næstu yfirmanna hennar er varða störf hennar, meðal annars með því að taka hana úr stóru verkefni þvert á hennar vilja. Kominn aftur til starfa Í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis segir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að Margeir sé starfandi aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embættinu, en á meðal verkefna hans sé að vera yfirlögregluþjóni rannsóknarsviðs til aðstoðar, einkum við mótun hlutverks LRH og aðkomu hvað varðar sameiginleg verkefni embætta í málefnum sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi, umsjón með gæðastarfi sviðsins, svo sem með uppfærslu gæðaferla sem og önnur verkefni. Að öðru leyti geti embættið ekki tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna.
Lögreglan Kynferðisofbeldi Dómsmál Mál Margeirs Sveinssonar Tengdar fréttir Treysta ekki lögregluembætti með ofbeldismenn í vinnu til að rannsaka ofbeldismál Stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola segir fáránlegt að ítrekað hafi komið upp mál varðandi kynferðislega áreitni, ofbeldi eða einelti innan lögreglunnar á síðastliðnu ári. Málin grafi undan trausti til lögreglu og kerfisins alls. 21. janúar 2024 23:45 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Treysta ekki lögregluembætti með ofbeldismenn í vinnu til að rannsaka ofbeldismál Stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola segir fáránlegt að ítrekað hafi komið upp mál varðandi kynferðislega áreitni, ofbeldi eða einelti innan lögreglunnar á síðastliðnu ári. Málin grafi undan trausti til lögreglu og kerfisins alls. 21. janúar 2024 23:45