Leggjum raunverulega áherslu á skaðaminnkun Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 7. júní 2022 07:30 Mér barst nýlega svar frá dómsmálaráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi um vörslu ávana- og fíkniefna til eigin nota. Svarið sem ég fékk var því miður ófullkomið, sem sagt á þá leið að ekki væri unnt að fá svar varðandi umbeðið tímabil. Tilgangur fyrirspurnarinnar var að skoða þróun lagaframkvæmdar varðandi ávana- og fíkniefni sem lýtur að vörslu svonefndra neysluskammta. Það sem er athyglisvert við svarið er hversu gríðarlega stór hluti mála, sem varða vörslu neysluskammta, er skráður í tengslum við önnur brot, eða 84%. Þar er akstur undir áhrifum fyrirferðamesti brotaflokkurinn. Afskipti lögreglu einvörðungu vegna vörslu neysluskammta virðast fátíð. Mikilvægt er að átta sig á þessu umfangi þar sem enginn hefur enn haldið því fram að ekki eigi að refsa fólki fyrir glæfraakstur, ofbeldisbrot og innbrot, svo dæmi séu tekin. Ekki var unnt að fá upplýsingar um viðurlög fyrir brot sem eingöngu varða vörslu neysluskammta eða um færslu í sakaskrá einstaklinga vegna þessara brota, en slíkar upplýsingar væri gagnlegt að hafa. Mikilvæg viðhorfsbreyting hefur orðið í samfélaginu í þá veru að fíknisjúkdómar eigi að vera meðhöndlaðir innan heilbrigðiskerfisins. Við aðstandendur þekkjum vel hversu mikilvæg sú þróun er, en því miður hefur nægilegt fjármagn ekki fylgt þessari breytingu í kerfinu. Það er síðan umhugsunarvert að ekki sé haldið betur utan um upplýsingar og greiningu í þessum málaflokki með tilliti til þessa og áberandi umræðu í samfélaginu. Við ættum auðvitað að líta sérstaklega til einstaklinga með vímuefnavanda í þessu tilliti. Það er mikilvægt að við áttum okkur á hvort og þá hvernig hægt væri að taka sérstakt tillit til þessara einstaklinga í refsivörslukerfinu og leggja áherslu á að þeir fái meðhöndlun í heilbrigðiskerfinu. Ég hef líka fengið svar við fyrirspurn minni á Alþingi til heilbrigðisráðherra um skaðaminnkandi aðgerðir. Það er mikilvægt að halda stjórnvöldum við efnið við að innleiða og framkvæma skaðaminnkandi aðgerðir í heilbrigðiskerfinu, enda hafa þau skuldbundið sig til að leggja áherslu á slíkar aðgerðir. Nýlegt verkefni heilbrigðisráðherra sem sneri að kaupum á naloxoni í nefúðaformi er mikilvæg aðgerð en betur má ef duga skal. Ef við tölum um að hjálpa einstaklingum með vímuefnavanda eigum við að gera einmitt það. Þar þurfa gerðir að fylgja orðum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Fíkn Mest lesið Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Mér barst nýlega svar frá dómsmálaráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi um vörslu ávana- og fíkniefna til eigin nota. Svarið sem ég fékk var því miður ófullkomið, sem sagt á þá leið að ekki væri unnt að fá svar varðandi umbeðið tímabil. Tilgangur fyrirspurnarinnar var að skoða þróun lagaframkvæmdar varðandi ávana- og fíkniefni sem lýtur að vörslu svonefndra neysluskammta. Það sem er athyglisvert við svarið er hversu gríðarlega stór hluti mála, sem varða vörslu neysluskammta, er skráður í tengslum við önnur brot, eða 84%. Þar er akstur undir áhrifum fyrirferðamesti brotaflokkurinn. Afskipti lögreglu einvörðungu vegna vörslu neysluskammta virðast fátíð. Mikilvægt er að átta sig á þessu umfangi þar sem enginn hefur enn haldið því fram að ekki eigi að refsa fólki fyrir glæfraakstur, ofbeldisbrot og innbrot, svo dæmi séu tekin. Ekki var unnt að fá upplýsingar um viðurlög fyrir brot sem eingöngu varða vörslu neysluskammta eða um færslu í sakaskrá einstaklinga vegna þessara brota, en slíkar upplýsingar væri gagnlegt að hafa. Mikilvæg viðhorfsbreyting hefur orðið í samfélaginu í þá veru að fíknisjúkdómar eigi að vera meðhöndlaðir innan heilbrigðiskerfisins. Við aðstandendur þekkjum vel hversu mikilvæg sú þróun er, en því miður hefur nægilegt fjármagn ekki fylgt þessari breytingu í kerfinu. Það er síðan umhugsunarvert að ekki sé haldið betur utan um upplýsingar og greiningu í þessum málaflokki með tilliti til þessa og áberandi umræðu í samfélaginu. Við ættum auðvitað að líta sérstaklega til einstaklinga með vímuefnavanda í þessu tilliti. Það er mikilvægt að við áttum okkur á hvort og þá hvernig hægt væri að taka sérstakt tillit til þessara einstaklinga í refsivörslukerfinu og leggja áherslu á að þeir fái meðhöndlun í heilbrigðiskerfinu. Ég hef líka fengið svar við fyrirspurn minni á Alþingi til heilbrigðisráðherra um skaðaminnkandi aðgerðir. Það er mikilvægt að halda stjórnvöldum við efnið við að innleiða og framkvæma skaðaminnkandi aðgerðir í heilbrigðiskerfinu, enda hafa þau skuldbundið sig til að leggja áherslu á slíkar aðgerðir. Nýlegt verkefni heilbrigðisráðherra sem sneri að kaupum á naloxoni í nefúðaformi er mikilvæg aðgerð en betur má ef duga skal. Ef við tölum um að hjálpa einstaklingum með vímuefnavanda eigum við að gera einmitt það. Þar þurfa gerðir að fylgja orðum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun