Leggjum raunverulega áherslu á skaðaminnkun Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 7. júní 2022 07:30 Mér barst nýlega svar frá dómsmálaráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi um vörslu ávana- og fíkniefna til eigin nota. Svarið sem ég fékk var því miður ófullkomið, sem sagt á þá leið að ekki væri unnt að fá svar varðandi umbeðið tímabil. Tilgangur fyrirspurnarinnar var að skoða þróun lagaframkvæmdar varðandi ávana- og fíkniefni sem lýtur að vörslu svonefndra neysluskammta. Það sem er athyglisvert við svarið er hversu gríðarlega stór hluti mála, sem varða vörslu neysluskammta, er skráður í tengslum við önnur brot, eða 84%. Þar er akstur undir áhrifum fyrirferðamesti brotaflokkurinn. Afskipti lögreglu einvörðungu vegna vörslu neysluskammta virðast fátíð. Mikilvægt er að átta sig á þessu umfangi þar sem enginn hefur enn haldið því fram að ekki eigi að refsa fólki fyrir glæfraakstur, ofbeldisbrot og innbrot, svo dæmi séu tekin. Ekki var unnt að fá upplýsingar um viðurlög fyrir brot sem eingöngu varða vörslu neysluskammta eða um færslu í sakaskrá einstaklinga vegna þessara brota, en slíkar upplýsingar væri gagnlegt að hafa. Mikilvæg viðhorfsbreyting hefur orðið í samfélaginu í þá veru að fíknisjúkdómar eigi að vera meðhöndlaðir innan heilbrigðiskerfisins. Við aðstandendur þekkjum vel hversu mikilvæg sú þróun er, en því miður hefur nægilegt fjármagn ekki fylgt þessari breytingu í kerfinu. Það er síðan umhugsunarvert að ekki sé haldið betur utan um upplýsingar og greiningu í þessum málaflokki með tilliti til þessa og áberandi umræðu í samfélaginu. Við ættum auðvitað að líta sérstaklega til einstaklinga með vímuefnavanda í þessu tilliti. Það er mikilvægt að við áttum okkur á hvort og þá hvernig hægt væri að taka sérstakt tillit til þessara einstaklinga í refsivörslukerfinu og leggja áherslu á að þeir fái meðhöndlun í heilbrigðiskerfinu. Ég hef líka fengið svar við fyrirspurn minni á Alþingi til heilbrigðisráðherra um skaðaminnkandi aðgerðir. Það er mikilvægt að halda stjórnvöldum við efnið við að innleiða og framkvæma skaðaminnkandi aðgerðir í heilbrigðiskerfinu, enda hafa þau skuldbundið sig til að leggja áherslu á slíkar aðgerðir. Nýlegt verkefni heilbrigðisráðherra sem sneri að kaupum á naloxoni í nefúðaformi er mikilvæg aðgerð en betur má ef duga skal. Ef við tölum um að hjálpa einstaklingum með vímuefnavanda eigum við að gera einmitt það. Þar þurfa gerðir að fylgja orðum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Fíkn Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Mér barst nýlega svar frá dómsmálaráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi um vörslu ávana- og fíkniefna til eigin nota. Svarið sem ég fékk var því miður ófullkomið, sem sagt á þá leið að ekki væri unnt að fá svar varðandi umbeðið tímabil. Tilgangur fyrirspurnarinnar var að skoða þróun lagaframkvæmdar varðandi ávana- og fíkniefni sem lýtur að vörslu svonefndra neysluskammta. Það sem er athyglisvert við svarið er hversu gríðarlega stór hluti mála, sem varða vörslu neysluskammta, er skráður í tengslum við önnur brot, eða 84%. Þar er akstur undir áhrifum fyrirferðamesti brotaflokkurinn. Afskipti lögreglu einvörðungu vegna vörslu neysluskammta virðast fátíð. Mikilvægt er að átta sig á þessu umfangi þar sem enginn hefur enn haldið því fram að ekki eigi að refsa fólki fyrir glæfraakstur, ofbeldisbrot og innbrot, svo dæmi séu tekin. Ekki var unnt að fá upplýsingar um viðurlög fyrir brot sem eingöngu varða vörslu neysluskammta eða um færslu í sakaskrá einstaklinga vegna þessara brota, en slíkar upplýsingar væri gagnlegt að hafa. Mikilvæg viðhorfsbreyting hefur orðið í samfélaginu í þá veru að fíknisjúkdómar eigi að vera meðhöndlaðir innan heilbrigðiskerfisins. Við aðstandendur þekkjum vel hversu mikilvæg sú þróun er, en því miður hefur nægilegt fjármagn ekki fylgt þessari breytingu í kerfinu. Það er síðan umhugsunarvert að ekki sé haldið betur utan um upplýsingar og greiningu í þessum málaflokki með tilliti til þessa og áberandi umræðu í samfélaginu. Við ættum auðvitað að líta sérstaklega til einstaklinga með vímuefnavanda í þessu tilliti. Það er mikilvægt að við áttum okkur á hvort og þá hvernig hægt væri að taka sérstakt tillit til þessara einstaklinga í refsivörslukerfinu og leggja áherslu á að þeir fái meðhöndlun í heilbrigðiskerfinu. Ég hef líka fengið svar við fyrirspurn minni á Alþingi til heilbrigðisráðherra um skaðaminnkandi aðgerðir. Það er mikilvægt að halda stjórnvöldum við efnið við að innleiða og framkvæma skaðaminnkandi aðgerðir í heilbrigðiskerfinu, enda hafa þau skuldbundið sig til að leggja áherslu á slíkar aðgerðir. Nýlegt verkefni heilbrigðisráðherra sem sneri að kaupum á naloxoni í nefúðaformi er mikilvæg aðgerð en betur má ef duga skal. Ef við tölum um að hjálpa einstaklingum með vímuefnavanda eigum við að gera einmitt það. Þar þurfa gerðir að fylgja orðum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar