Árangursrík heilbrigðisstefna? Oddný G. Harðardóttir skrifar 31. maí 2022 12:00 Uppsagnir eru hafnar á bráðamóttöku Landspítalans vegna langvarandi álags. Ítrekað hefur verið bent á að einmitt þetta gæti gerst. Viðbrögð ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, sem er á sínu fimmta starfsári, eru engin og hafa engin verið til að stöðva þessa óheillaþróun. Stjórnvöld verða að bregðast við svo heilbrigðisstarfsfólk haldist í vinnu og hinir sem hafa yfirgefið heilbrigðisvettvanginn vilji snúa þangað aftur. Heilbrigðiskerfið verður ekki bætt nema ráðist sé í markvissar aðgerðir og það verður að byrja strax. Strax! Við vitum hvað þarf að gera, Aðgerðirnar sem þarf að ráðast í eru annars vegnar að hækka laun heilbrigðisstarfsfólks , bæta vinnuaðstöðu, bæta líðan starfsfólksins og minnka álagið, minnka líkurnar á kulnun í starfi og mistökum vegna streitu og álags. Hins vegar verður byggja upp mun fleiri hjúkrunarrými þannig að pláss losni á spítalanum. Ríkisstjórnin hefur ítrekað fellt tillögur Samfylkingarinnar um uppbyggingu hjúkrunarrýma og um aukið fjármagn til Landspítalans og heilbrigðiskerfisins almennt. Sveltistefna Við samþykkt fjárlaga ársins 2022 var öllum ljóst að spítalinn yrði að skera niður þjónustu til að halda sér innan fjárlaga. Niðurskurðurinn á þessu ári verður tæpir tveir milljarðar króna vegna þess að fjármagn skortir til að halda uppi sama þjónustustigi í ár og var í fyrra, til að halda uppi óbreyttum rekstri, og við það bætist álag vegna fólksfjölgunar á árinu 2022 og öldrun þjóðarinnar. Mönnunarvandi í heilbrigðiskerfinu hefur verið að magnast ár frá ári. Heilbrigðisstarfsfólk var undir miklu álagi fyrir heimsfaraldurinn en nú hefur keyrt um þverbak. Starfsfólkið sér ekki fram á að komast í sumarfrí, það hefur verið kallað til vinnu á jólum, á stórhátíðum og úr fæðingarorlofi, svo dæmi séu tekin. Þeir sem þurfa að leita sér lækninga vilja að heilbrigðisstarfsfólk hafi fengið góðan nætursvefn, náð að hvílast, og sé árvökult við sín störf. Það er ekki nóg að klappa fyrir framlínustarfsfólki vegna starfa þeirra í heimsfaraldi heldur verður að sýna í verki að heilbrigðismálin séu í forgangi. Heilbrigðisráðherrann hefur engar hugmyndir um hvað megi og eigi undan að láta í þjónustu við sjúklinga miðað við núgildandi fjárlög sem hann samþykkti. Vandinn magnast og nú hefur starfsfólk bráðamóttökunnar fengið nóg. Blekkingarleikur Málflutningur flestra stjórnarliða um stöðu Landspítalans og heilbrigðiskerfisins í heild er með öllu óboðlegur. Þau láta eins og ríkisstjórnin hafi bara gert nóg. Það gera þau jafnvel þótt neyðarkall heyrist frá fólkinu sem starfar á Landspítalanum og annars staðar í heilbrigðiskerfinu með reglulegu millibili. Stjórnvöld verða að bregðast við með öðru en upptalningu á meintum eigin afrekum. Ef ekki mun heilbrigðisstarfsfólk leita í önnur störf og jafnvel til annarra landa þar sem starfsaðstæður, vinnutími og launakjör eru betri en hér. Það er nefnilega auðvelt fyrir fagfólkið okkar að fá góð störf í útlöndum. Við fögnum því öll að verið sé að byggja nýjan Landspítala. Það er sannarlega löngu tímabært að ráðast í þá mikilvægu fjárfestingu. En þeir sem tína til kostnað við nýbygginguna og láta sem þeir fjármunir gagnist þeim sem glíma við sjúkdóma og þarfnast lækninga og aðhlynningar strax stunda blekkingaleik. Það verður að stöðva keyrslu ríkisstjórnarinnar eftir sveltistefnu í heilbrigðiskerfinu. Íslenskur almenningur á betra skilið og íslenskt velferðarsamfélag á betra skilið. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Uppsagnir eru hafnar á bráðamóttöku Landspítalans vegna langvarandi álags. Ítrekað hefur verið bent á að einmitt þetta gæti gerst. Viðbrögð ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, sem er á sínu fimmta starfsári, eru engin og hafa engin verið til að stöðva þessa óheillaþróun. Stjórnvöld verða að bregðast við svo heilbrigðisstarfsfólk haldist í vinnu og hinir sem hafa yfirgefið heilbrigðisvettvanginn vilji snúa þangað aftur. Heilbrigðiskerfið verður ekki bætt nema ráðist sé í markvissar aðgerðir og það verður að byrja strax. Strax! Við vitum hvað þarf að gera, Aðgerðirnar sem þarf að ráðast í eru annars vegnar að hækka laun heilbrigðisstarfsfólks , bæta vinnuaðstöðu, bæta líðan starfsfólksins og minnka álagið, minnka líkurnar á kulnun í starfi og mistökum vegna streitu og álags. Hins vegar verður byggja upp mun fleiri hjúkrunarrými þannig að pláss losni á spítalanum. Ríkisstjórnin hefur ítrekað fellt tillögur Samfylkingarinnar um uppbyggingu hjúkrunarrýma og um aukið fjármagn til Landspítalans og heilbrigðiskerfisins almennt. Sveltistefna Við samþykkt fjárlaga ársins 2022 var öllum ljóst að spítalinn yrði að skera niður þjónustu til að halda sér innan fjárlaga. Niðurskurðurinn á þessu ári verður tæpir tveir milljarðar króna vegna þess að fjármagn skortir til að halda uppi sama þjónustustigi í ár og var í fyrra, til að halda uppi óbreyttum rekstri, og við það bætist álag vegna fólksfjölgunar á árinu 2022 og öldrun þjóðarinnar. Mönnunarvandi í heilbrigðiskerfinu hefur verið að magnast ár frá ári. Heilbrigðisstarfsfólk var undir miklu álagi fyrir heimsfaraldurinn en nú hefur keyrt um þverbak. Starfsfólkið sér ekki fram á að komast í sumarfrí, það hefur verið kallað til vinnu á jólum, á stórhátíðum og úr fæðingarorlofi, svo dæmi séu tekin. Þeir sem þurfa að leita sér lækninga vilja að heilbrigðisstarfsfólk hafi fengið góðan nætursvefn, náð að hvílast, og sé árvökult við sín störf. Það er ekki nóg að klappa fyrir framlínustarfsfólki vegna starfa þeirra í heimsfaraldi heldur verður að sýna í verki að heilbrigðismálin séu í forgangi. Heilbrigðisráðherrann hefur engar hugmyndir um hvað megi og eigi undan að láta í þjónustu við sjúklinga miðað við núgildandi fjárlög sem hann samþykkti. Vandinn magnast og nú hefur starfsfólk bráðamóttökunnar fengið nóg. Blekkingarleikur Málflutningur flestra stjórnarliða um stöðu Landspítalans og heilbrigðiskerfisins í heild er með öllu óboðlegur. Þau láta eins og ríkisstjórnin hafi bara gert nóg. Það gera þau jafnvel þótt neyðarkall heyrist frá fólkinu sem starfar á Landspítalanum og annars staðar í heilbrigðiskerfinu með reglulegu millibili. Stjórnvöld verða að bregðast við með öðru en upptalningu á meintum eigin afrekum. Ef ekki mun heilbrigðisstarfsfólk leita í önnur störf og jafnvel til annarra landa þar sem starfsaðstæður, vinnutími og launakjör eru betri en hér. Það er nefnilega auðvelt fyrir fagfólkið okkar að fá góð störf í útlöndum. Við fögnum því öll að verið sé að byggja nýjan Landspítala. Það er sannarlega löngu tímabært að ráðast í þá mikilvægu fjárfestingu. En þeir sem tína til kostnað við nýbygginguna og láta sem þeir fjármunir gagnist þeim sem glíma við sjúkdóma og þarfnast lækninga og aðhlynningar strax stunda blekkingaleik. Það verður að stöðva keyrslu ríkisstjórnarinnar eftir sveltistefnu í heilbrigðiskerfinu. Íslenskur almenningur á betra skilið og íslenskt velferðarsamfélag á betra skilið. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun