SÁÁ á við vanda að etja Svanur Guðmundsson skrifar 27. maí 2022 11:31 Fyrir tveimur árum var kosin ný stjórn yfir Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ). Síðan hefur sigið á ógæfuhliðina hjá samtökunum sem sést meðal annars á því að samningsbrot SÁÁ er nú til skoðunar hjá Héraðsaksóknara og Landlækni. SÁÁ hefur á liðnum árum náð miklum árangri við meðferð á áfengissýki í gegnum starfsemi sinni þrátt fyrir takmörkuð fjárframlög frá hinu opinbera. Stór hluti starfseminnar hefur verið fjármagnaður með sjálfsaflafé og tekið hefur verið við mun fleiri sjúklingum en ríkið er tilbúið að greiða með. Þegar Covid19 faraldurinn gekk yfir fjölgaði verulega sjúklingum en lokað var fyrir möguleika á álfasölu sem takmarkaði mikið tekjur samtakanna. Það kallaði á uppsagnir starfsfólks þar sem ríkið var ekki tilbúið til að bæta SÁÁ tekjuskerðinguna og koma með aukið fjármagn. Núna hefur komið í ljós að ný stjórn virðist hafa beitt einhverjum brellum við rekstur samtakanna. Í bréfi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) frá 4. júní 2021 er SÁÁ krafið um greiðslu 36 milljóna vegna rangra reikninga. Formaður SÁÁ upplýsti ekki rekstrarfélag SÁÁ um bréfið á sínum tíma og taldi líklega það vera einkabréf til sín. Í áframhaldi af því bréfi og að SÍ fékk ekki þau gögn sem beðið var um nýtti SÍ sér heimild til að fara á starfsstöð SÁÁ til gagnaöflunar. Það leiddi til þess að krafan hækkaði upp í 174 milljónir kr. Sem staðfest var með bréfi frá SÍ 29. desember 2021. Þrátt fyrir þá stöðu sem upp var komin var valdhroki stjórnenda SÁÁ slíkur að þeir fóru að saka starfsmenn SÍ um misbeitingu valds eða að þetta væri allt misskilningur. Það allt saman leiddi til þess að SÍ sá sér ekki annað fært en að vísa málinu til Héraðssaksóknara. Þar er málið núna statt og ekki annað að gera en að bíða og sjá hvort dómsmál verði höfðað gegn SÁÁ. Það blasir við að Landspítalinn getur ekki tekið við starfsemi SÁÁ, vegna þess að hann sinnir aðallega tvígreindum einstaklingum, þ.e.a.s einstaklingar sem þjást af geð- og fíknisjúkdómum. Óeigingjarnt starf frumkvöðla SÁÁ, sem áður fyrr skilaði frábærum árangri, er í mikilli hættu. Biðlistar hafa lengst og er það annað hvort vegna þess að erfiðara er að komast inn á Vog eða vandinn er að aukast. Það eru dæmi um að einstaklingar þurfi að bíða í 8 mánuði eftir að komast í fíkniefnameðferð og er það ólíðandi. Það eiga ekki að vera biðlistar í fíknimeðferð. Það eiga alltaf að vera til laus pláss fyrir þá sem þurfa og vilja komast í meðferð við lífshættulegri fíkn. Fíknisjúkdómar verða alltaf erfiðari og hættulegri þeim sem við þá glíma meðan ekki er gripið inn í af fagaðilum með óæskilegum áhrifum á aðstandendur og samfélagið í heild sinni. Það er mikilvægt að SÁÁ nái samningum við ríkið og skikki verði komið á þann vanda sem nú blasir við í meðferðarúrræðum fíkniefnaneytenda. Það er von mín að á næsta aðalfundi SÁÁ verði kosin ný stjórn og að nýr formaður geti undið ofan af þeirri stöðu sem komin er upp í sátt við það góða starfsfólk sem vinnur á Vogi og á Vík og í samstarfi við alla þá sem eru í Samtökum áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann. Allt samfélaginu til heilla. Höfundur er meðlimur í SÁÁ og aðstandandi mm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson SÁÁ Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Fyrir tveimur árum var kosin ný stjórn yfir Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ). Síðan hefur sigið á ógæfuhliðina hjá samtökunum sem sést meðal annars á því að samningsbrot SÁÁ er nú til skoðunar hjá Héraðsaksóknara og Landlækni. SÁÁ hefur á liðnum árum náð miklum árangri við meðferð á áfengissýki í gegnum starfsemi sinni þrátt fyrir takmörkuð fjárframlög frá hinu opinbera. Stór hluti starfseminnar hefur verið fjármagnaður með sjálfsaflafé og tekið hefur verið við mun fleiri sjúklingum en ríkið er tilbúið að greiða með. Þegar Covid19 faraldurinn gekk yfir fjölgaði verulega sjúklingum en lokað var fyrir möguleika á álfasölu sem takmarkaði mikið tekjur samtakanna. Það kallaði á uppsagnir starfsfólks þar sem ríkið var ekki tilbúið til að bæta SÁÁ tekjuskerðinguna og koma með aukið fjármagn. Núna hefur komið í ljós að ný stjórn virðist hafa beitt einhverjum brellum við rekstur samtakanna. Í bréfi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) frá 4. júní 2021 er SÁÁ krafið um greiðslu 36 milljóna vegna rangra reikninga. Formaður SÁÁ upplýsti ekki rekstrarfélag SÁÁ um bréfið á sínum tíma og taldi líklega það vera einkabréf til sín. Í áframhaldi af því bréfi og að SÍ fékk ekki þau gögn sem beðið var um nýtti SÍ sér heimild til að fara á starfsstöð SÁÁ til gagnaöflunar. Það leiddi til þess að krafan hækkaði upp í 174 milljónir kr. Sem staðfest var með bréfi frá SÍ 29. desember 2021. Þrátt fyrir þá stöðu sem upp var komin var valdhroki stjórnenda SÁÁ slíkur að þeir fóru að saka starfsmenn SÍ um misbeitingu valds eða að þetta væri allt misskilningur. Það allt saman leiddi til þess að SÍ sá sér ekki annað fært en að vísa málinu til Héraðssaksóknara. Þar er málið núna statt og ekki annað að gera en að bíða og sjá hvort dómsmál verði höfðað gegn SÁÁ. Það blasir við að Landspítalinn getur ekki tekið við starfsemi SÁÁ, vegna þess að hann sinnir aðallega tvígreindum einstaklingum, þ.e.a.s einstaklingar sem þjást af geð- og fíknisjúkdómum. Óeigingjarnt starf frumkvöðla SÁÁ, sem áður fyrr skilaði frábærum árangri, er í mikilli hættu. Biðlistar hafa lengst og er það annað hvort vegna þess að erfiðara er að komast inn á Vog eða vandinn er að aukast. Það eru dæmi um að einstaklingar þurfi að bíða í 8 mánuði eftir að komast í fíkniefnameðferð og er það ólíðandi. Það eiga ekki að vera biðlistar í fíknimeðferð. Það eiga alltaf að vera til laus pláss fyrir þá sem þurfa og vilja komast í meðferð við lífshættulegri fíkn. Fíknisjúkdómar verða alltaf erfiðari og hættulegri þeim sem við þá glíma meðan ekki er gripið inn í af fagaðilum með óæskilegum áhrifum á aðstandendur og samfélagið í heild sinni. Það er mikilvægt að SÁÁ nái samningum við ríkið og skikki verði komið á þann vanda sem nú blasir við í meðferðarúrræðum fíkniefnaneytenda. Það er von mín að á næsta aðalfundi SÁÁ verði kosin ný stjórn og að nýr formaður geti undið ofan af þeirri stöðu sem komin er upp í sátt við það góða starfsfólk sem vinnur á Vogi og á Vík og í samstarfi við alla þá sem eru í Samtökum áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann. Allt samfélaginu til heilla. Höfundur er meðlimur í SÁÁ og aðstandandi mm.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun