Allir stjórnmálamenn eru fulltrúar minnihlutans Indriði Stefánsson skrifar 26. maí 2022 08:01 Kjördagur er jafnan mikil hátíð, þá velja kjósendur þá fulltrúa sem best er treyst til að fara með völdin hvort sem um ræðir sveitarstjórnir eða Alþingi. Að kosningum fagna sumir sigri aðrir ekki. Hinn margræddi vilji kjósenda Mörg framboð telja sig hafa sigrað kosningarnar ýmist á forsendum þess að hafa bætt vel við sig eða vera stærsti flokkurinn og eigi þar með tilkall umfram aðra til áhrifa. Þá getur hafist nokkurs konar störukeppni þar sem sumir flokkar útloka samstarf aðrir kalla eftir samstarfi allt á grundvelli þess að þessi eða hinn flokkurinn hafi verið sigurvegari kosninganna. Hinn eini mælikvarði sem raunverulega ætti að skipta máli er hvort flokkar með málefnalegan samhljóm hafi meirihluta atkvæða og geti innbyrðis gert þær málamiðlanir sem þarf til að mynda meirihluta. En þarf meirihluta atkvæða? En svo er það líka staðreynd að vel er hægt að mynda meirihluta án þess að hafa meirihluta atkvæða. Við úthlutun fulltrúa samkvæmt Íslenskum kosningalögum er nefnilega engin krafa um það að flokkar hafi meirihluta atkvæða til að fá meirihluta fulltrúa. Það er vel þekkt sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem það er frekar regla en undantekning að flokkarnir sem mynda meirihluta hafi minnihluta atkvæða. Kjörsókn dregst sífellt saman Með breytingum á kosningalögum á síðasta ári var kosningaréttur rýmkaður, sérstaklega til útlendinga. Því miður dróst kjörsókn saman eins og hefur gerst þegar kosningaréttur er aukinn og var nú oft í kringum 60% á höfuðborgarsvæðinu. Að 40% kjósenda sjái ekki tilgang í því að mæta á kjörstað er grafalvarlegt og mikilvægt að framboð og sveitarfélög leiti leiða til að fjölga þeim sem mæta á kjörstað til að taka þátt í lýðræðinu. Kjörsókn yngri kjósenda minnkar sífellt Kjörsókn yngri kjósenda hefur verið að dragast saman en nú bættist við að kjördagur var færður fram um 2 vikur og fyrir vikið mikið af ungu fólki í prófum meðan kosningabaráttan fór fram og jafnvel enn í prófum á kjördag. Því höfðu ungu kjósendurnir oft engin tækifæri til að kynna sér málefni eða yfir höfuð hver var í framboði. Það ætti að vera flestum ljós að þetta gengur engan veginn. Fulltrúar minnihlutans Það er því miður tilfellið að nær sama hvaða sveitarfélag er valið að þó að öll framboðin leggðu til hliðar allann sinn ágreining og mynduðu meirihluta allra fulltrúa þá væri það samt minnihluti íbúa sveitarfélagsins. í Reykjavík til dæmis kusu 61.359 í kosningunum en íbúafjöldinn er 135.688 þannig kusu um 46% Reykvíkinga og þegar búið er að fjarlægja þau framboð sem ekki fengu fulltrúa eru um 43,5% Reykvíkinga sem kusu þau framboð sem eiga fulltrúa í borgarstjórn, í Kópavogi yrði sama hlutfall tæp 40% og í Hafnarfirði yrði það 36,5% Alltof fáir fulltrúar í stóru sveitarfélögunum Þetta mætti vel laga með því að fjölga fulltrúum þannig að minni framboð ættu meiri möguleika á því að ná inn fulltrúum og hafa þannig áhrif. Svo mætti líka vel fara yfir úthlutunaraðferðina sem kemur í dag mikið niður á minni framboðum. Það er of flókið að fara út í smáatriði um virkni kerfisins en í þeim löndum sem við berum okkur saman við hafa gjarnan verið gerðar breytingar á úthlutunaraðferðinni eða fulltrúafjöldi er þannig að það kemur síður að sök. Í Hafnarfirði er útlit fyrir að myndaður verði meirihluti sem innan við fimmtungur íbúa sveitarfélagsins kaus sem er þó skárra en 2018 þegar meirihlutinn var myndaður á grundvelli atkvæða 16,5% íbúa það er einn af hverjum sex íbúum. Þessu verðum við að breyta, það er mikilvægt að stærri sveitarfélögin fjölgi fulltrúum þannig að fleiri sjónarmið komi fram í bæjarstjórn og við verðum að grípa til róttækra aðgerða til að kjósendur skili sér á kjörstað og þá sérstaklega yngri kjósendur. Höfundur er varaþingmaður Pírata og verðandi varabæjarfulltrúi í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Píratar Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Kjördagur er jafnan mikil hátíð, þá velja kjósendur þá fulltrúa sem best er treyst til að fara með völdin hvort sem um ræðir sveitarstjórnir eða Alþingi. Að kosningum fagna sumir sigri aðrir ekki. Hinn margræddi vilji kjósenda Mörg framboð telja sig hafa sigrað kosningarnar ýmist á forsendum þess að hafa bætt vel við sig eða vera stærsti flokkurinn og eigi þar með tilkall umfram aðra til áhrifa. Þá getur hafist nokkurs konar störukeppni þar sem sumir flokkar útloka samstarf aðrir kalla eftir samstarfi allt á grundvelli þess að þessi eða hinn flokkurinn hafi verið sigurvegari kosninganna. Hinn eini mælikvarði sem raunverulega ætti að skipta máli er hvort flokkar með málefnalegan samhljóm hafi meirihluta atkvæða og geti innbyrðis gert þær málamiðlanir sem þarf til að mynda meirihluta. En þarf meirihluta atkvæða? En svo er það líka staðreynd að vel er hægt að mynda meirihluta án þess að hafa meirihluta atkvæða. Við úthlutun fulltrúa samkvæmt Íslenskum kosningalögum er nefnilega engin krafa um það að flokkar hafi meirihluta atkvæða til að fá meirihluta fulltrúa. Það er vel þekkt sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem það er frekar regla en undantekning að flokkarnir sem mynda meirihluta hafi minnihluta atkvæða. Kjörsókn dregst sífellt saman Með breytingum á kosningalögum á síðasta ári var kosningaréttur rýmkaður, sérstaklega til útlendinga. Því miður dróst kjörsókn saman eins og hefur gerst þegar kosningaréttur er aukinn og var nú oft í kringum 60% á höfuðborgarsvæðinu. Að 40% kjósenda sjái ekki tilgang í því að mæta á kjörstað er grafalvarlegt og mikilvægt að framboð og sveitarfélög leiti leiða til að fjölga þeim sem mæta á kjörstað til að taka þátt í lýðræðinu. Kjörsókn yngri kjósenda minnkar sífellt Kjörsókn yngri kjósenda hefur verið að dragast saman en nú bættist við að kjördagur var færður fram um 2 vikur og fyrir vikið mikið af ungu fólki í prófum meðan kosningabaráttan fór fram og jafnvel enn í prófum á kjördag. Því höfðu ungu kjósendurnir oft engin tækifæri til að kynna sér málefni eða yfir höfuð hver var í framboði. Það ætti að vera flestum ljós að þetta gengur engan veginn. Fulltrúar minnihlutans Það er því miður tilfellið að nær sama hvaða sveitarfélag er valið að þó að öll framboðin leggðu til hliðar allann sinn ágreining og mynduðu meirihluta allra fulltrúa þá væri það samt minnihluti íbúa sveitarfélagsins. í Reykjavík til dæmis kusu 61.359 í kosningunum en íbúafjöldinn er 135.688 þannig kusu um 46% Reykvíkinga og þegar búið er að fjarlægja þau framboð sem ekki fengu fulltrúa eru um 43,5% Reykvíkinga sem kusu þau framboð sem eiga fulltrúa í borgarstjórn, í Kópavogi yrði sama hlutfall tæp 40% og í Hafnarfirði yrði það 36,5% Alltof fáir fulltrúar í stóru sveitarfélögunum Þetta mætti vel laga með því að fjölga fulltrúum þannig að minni framboð ættu meiri möguleika á því að ná inn fulltrúum og hafa þannig áhrif. Svo mætti líka vel fara yfir úthlutunaraðferðina sem kemur í dag mikið niður á minni framboðum. Það er of flókið að fara út í smáatriði um virkni kerfisins en í þeim löndum sem við berum okkur saman við hafa gjarnan verið gerðar breytingar á úthlutunaraðferðinni eða fulltrúafjöldi er þannig að það kemur síður að sök. Í Hafnarfirði er útlit fyrir að myndaður verði meirihluti sem innan við fimmtungur íbúa sveitarfélagsins kaus sem er þó skárra en 2018 þegar meirihlutinn var myndaður á grundvelli atkvæða 16,5% íbúa það er einn af hverjum sex íbúum. Þessu verðum við að breyta, það er mikilvægt að stærri sveitarfélögin fjölgi fulltrúum þannig að fleiri sjónarmið komi fram í bæjarstjórn og við verðum að grípa til róttækra aðgerða til að kjósendur skili sér á kjörstað og þá sérstaklega yngri kjósendur. Höfundur er varaþingmaður Pírata og verðandi varabæjarfulltrúi í Kópavogi.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar