Spánn: Fyrsta hitabylgja sumarsins Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 22. maí 2022 14:30 Retiro-garðurinn í Madrid. Cezaro De Luca/Europa Press via Getty Images Fyrsta hitabylgja sumarsins ríður nú yfir Spán af miklu afli. Hitinn hefur víða mælst yfir 40 gráður, og allt að 15 gráðum heitari en í meðalári. Það þarf ekkert að rökræða við Spánverja hvort áhrifa loftslagsbreytinga sé farið að gæta að einhverju marki. Þeir vita það og finna það á eigin skinni á hverju ári. Fjölmiðlar hafa kortlagt hvernig hitinn hefur hækkað um nokkrar gráður á nokkrum árum, meira en eðlilegt getur talist. Öfgar í báðar áttir Ný rannsókn veðurstofu Spánar bendir til þess að sumarhitarnir, sem miða við 30 gráðu hita, séu nú 20 til 40 dögum fyrr á ferðinni en fyrir hálfri öld. Og öfgarnar eru svo sem í allar áttir, ekki er nema rúmlega ár síðan að íbúar Madrid gátu rennt sér á gönguskíðum eftir Gran Vía, Laugavegi þeirra Madrídinga. Nú um helgina keyrir svo um þverbak í hina áttina. Hitinn í gær fór víða yfir 40 gráður og hefur ekki mælst svo hár í maí í meira en 20 ár. Mestur er hitinn í Guadalquivir-dalnum í Andalúsíu, heitasta svæði Spánar, en þar fór hitinn yfir 42 gráður í gær. Reyndar á bærinn Montoro í þessum sama dal, hitametið á Spáni, en þar mældist hitinn 47,4 gráður í ágúst í fyrra. Hitabylgja svona snemma árs hefur reyndar alls kyns vandamál í för með sér. Víða á Suður-Spáni er vinnutími fólks, sérstaklega þeirra sem vinna erfiðisvinnu utandyra, lagaður að veðurfari. Þannig byrja margir að vinna kl. 7 á morgnana yfir sumarið og hætta kl. 14, til að losna við að strita í 35 til 40 stiga hita, sem eykur verulega hættuna á vinnuslysum. En þessar breytingar taka yfirleitt gildi um miðjan júní og gilda til loka ágúst. Hitinn er mörgum óbærilegur Þá er hitinn skólabörnum óbærilegur og jafnvel hættulegur. Margir skólar eru ekki með loftkælingu og því hafa margir foreldrar gripið til þess ráðs að sækja börn sín fyrr en ella til þess að hlífa þeim við kæfandi hitanum. Á skólalóðinni er líka oft lítið um skugga. Hitinn sem berst yfir Spán og reyndar stóran hluta Suður-Evrópu þessa dagana kemur frá Norður-Afríku. Honum fylgir rauður rykkendur sandur frá Sahara eyðimörkinni sem veldur umtalsverðri mengun og mörgu fólki öndunarerfiðleikum. Þessi hiti er Spánverjum ekkert fagnaðarefni, ríkisstjórnin gaf út viðbragðsáætlun á fimmtudagskvöldið, þar sem fólki er bent á að gæta vel að því að drekka vel af vatni, klæðast ljósum fötum og fylgjast grannt með líðan barna, eldra fólks og þungaðra kvenna. Þá auka þessir hitar verulega líkur á að skógareldar brjótist út. Spánn Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Sjá meira
Það þarf ekkert að rökræða við Spánverja hvort áhrifa loftslagsbreytinga sé farið að gæta að einhverju marki. Þeir vita það og finna það á eigin skinni á hverju ári. Fjölmiðlar hafa kortlagt hvernig hitinn hefur hækkað um nokkrar gráður á nokkrum árum, meira en eðlilegt getur talist. Öfgar í báðar áttir Ný rannsókn veðurstofu Spánar bendir til þess að sumarhitarnir, sem miða við 30 gráðu hita, séu nú 20 til 40 dögum fyrr á ferðinni en fyrir hálfri öld. Og öfgarnar eru svo sem í allar áttir, ekki er nema rúmlega ár síðan að íbúar Madrid gátu rennt sér á gönguskíðum eftir Gran Vía, Laugavegi þeirra Madrídinga. Nú um helgina keyrir svo um þverbak í hina áttina. Hitinn í gær fór víða yfir 40 gráður og hefur ekki mælst svo hár í maí í meira en 20 ár. Mestur er hitinn í Guadalquivir-dalnum í Andalúsíu, heitasta svæði Spánar, en þar fór hitinn yfir 42 gráður í gær. Reyndar á bærinn Montoro í þessum sama dal, hitametið á Spáni, en þar mældist hitinn 47,4 gráður í ágúst í fyrra. Hitabylgja svona snemma árs hefur reyndar alls kyns vandamál í för með sér. Víða á Suður-Spáni er vinnutími fólks, sérstaklega þeirra sem vinna erfiðisvinnu utandyra, lagaður að veðurfari. Þannig byrja margir að vinna kl. 7 á morgnana yfir sumarið og hætta kl. 14, til að losna við að strita í 35 til 40 stiga hita, sem eykur verulega hættuna á vinnuslysum. En þessar breytingar taka yfirleitt gildi um miðjan júní og gilda til loka ágúst. Hitinn er mörgum óbærilegur Þá er hitinn skólabörnum óbærilegur og jafnvel hættulegur. Margir skólar eru ekki með loftkælingu og því hafa margir foreldrar gripið til þess ráðs að sækja börn sín fyrr en ella til þess að hlífa þeim við kæfandi hitanum. Á skólalóðinni er líka oft lítið um skugga. Hitinn sem berst yfir Spán og reyndar stóran hluta Suður-Evrópu þessa dagana kemur frá Norður-Afríku. Honum fylgir rauður rykkendur sandur frá Sahara eyðimörkinni sem veldur umtalsverðri mengun og mörgu fólki öndunarerfiðleikum. Þessi hiti er Spánverjum ekkert fagnaðarefni, ríkisstjórnin gaf út viðbragðsáætlun á fimmtudagskvöldið, þar sem fólki er bent á að gæta vel að því að drekka vel af vatni, klæðast ljósum fötum og fylgjast grannt með líðan barna, eldra fólks og þungaðra kvenna. Þá auka þessir hitar verulega líkur á að skógareldar brjótist út.
Spánn Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Sjá meira