Fjárfestingar lífeyrissjóða, ávöxtun og áhætta Yngvi Harðarson skrifar 20. maí 2022 17:30 Ávöxtun lífeyrissjóða hefur almennt verið góð sl. nokkur ár. Frá árinu 2015 hefur raunávöxtun valinna lífeyrissjóða að meðaltali verið frá um 6% og jafnvel yfir 7% þegar virði eigna er metið á gangvirði. Yfir sama tímabil hefur áhættustig í formi breytileika ávöxtunar verið tiltölulega lítið í sögulegu samhengi. Á tímabilinu sem um ræðir hafa vextir lækkað mikið ekki bara hérlendis heldur alþjóðlega. Er það á meðal atriða sem stuðlað hefur að verðhækkun eigna. Má búast við að þetta haldi áfram til langrar framtíðar? Að öllum líkindum ekki. Það er a.m.k. afar krefjandi viðfangsefni að ná slíkum árangri í breyttu fjárfestingarumhverfi. Vextir skuldabréfa til langs tíma hafa farið lækkandi ekki einungis síðustu ár heldur áratugi. Sumir muna eftir því að raunvextir (ávöxtunarkrafa) 25 ára húsbréfa var nærri 9% haustið 1991 og vextir ríkisskuldabréfa um 0,4 prósentum lægri. Í dag er ávöxtunarkrafa álíka langra verðtryggðra ríkisskuldabréfa um 0,8% eða minna en tíundi hluti þess sem var fyrir rúmum 30 árum. Þegar ávöxtunarkrafa lækkar þá hækkar verð skuldabréfa með föstum vöxtum. Samhliða verður nýr útgangspunktur framtíðarávöxtunar sem er hið nýja og lægra vaxtastig. Hinn nýi útgangspunktur er ekki bara lægri en fyrir 30 árum heldur einnig um helmingi lægri en fyrir 4 árum. Fjárfestingarumhverfið hefur því stórbreyst. Fjárfestar fá áhættuálag fyrir það að fjárfesta í dreifðu safni hlutabréfa. Talið er að til langs tíma geti þetta álag numið 4-6 prósentum ofan á ávöxtun ríkisskuldabréfa. Af þeim sökum hafa lífeyrissjóðir lagt aukna áherslu á fjárfestingu í hlutabréfum eftir því sem vextir ríkisskuldabréfa hafa lækkað. Staðan núna er sú að til þess að geta átt von á langtímaávöxtun í takt við það sem náðst hefur árin frá 2015 þyrftu sjóðirnir að fjárfesta nær eingöngu í hlutabréfum. Slíkt er óraunhæft vegna áhættu. Miðað við það að fjárfest sé 40% í hlutabréfum og 60% í skuldabréfum má rökstyðja væntingar um ca. 3,5% ávöxtun til langs tíma en ef fjárfest er 60% í hlutabréfum og 40% í skuldabréfum gæti niðurstaðan orðið ca. 4,5%. Þetta er um 2,5% lakari ávöxtun en náðst hefur á árunum síðan 2015. Höfundur er framkvæmdastjóri Analytica og er í framboði til stjórnar Frjálsa lífeyrissjóðsins þar sem rafræn kosning stendur yfir til hádegis 22/5 nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Kauphöllin Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Sjá meira
Ávöxtun lífeyrissjóða hefur almennt verið góð sl. nokkur ár. Frá árinu 2015 hefur raunávöxtun valinna lífeyrissjóða að meðaltali verið frá um 6% og jafnvel yfir 7% þegar virði eigna er metið á gangvirði. Yfir sama tímabil hefur áhættustig í formi breytileika ávöxtunar verið tiltölulega lítið í sögulegu samhengi. Á tímabilinu sem um ræðir hafa vextir lækkað mikið ekki bara hérlendis heldur alþjóðlega. Er það á meðal atriða sem stuðlað hefur að verðhækkun eigna. Má búast við að þetta haldi áfram til langrar framtíðar? Að öllum líkindum ekki. Það er a.m.k. afar krefjandi viðfangsefni að ná slíkum árangri í breyttu fjárfestingarumhverfi. Vextir skuldabréfa til langs tíma hafa farið lækkandi ekki einungis síðustu ár heldur áratugi. Sumir muna eftir því að raunvextir (ávöxtunarkrafa) 25 ára húsbréfa var nærri 9% haustið 1991 og vextir ríkisskuldabréfa um 0,4 prósentum lægri. Í dag er ávöxtunarkrafa álíka langra verðtryggðra ríkisskuldabréfa um 0,8% eða minna en tíundi hluti þess sem var fyrir rúmum 30 árum. Þegar ávöxtunarkrafa lækkar þá hækkar verð skuldabréfa með föstum vöxtum. Samhliða verður nýr útgangspunktur framtíðarávöxtunar sem er hið nýja og lægra vaxtastig. Hinn nýi útgangspunktur er ekki bara lægri en fyrir 30 árum heldur einnig um helmingi lægri en fyrir 4 árum. Fjárfestingarumhverfið hefur því stórbreyst. Fjárfestar fá áhættuálag fyrir það að fjárfesta í dreifðu safni hlutabréfa. Talið er að til langs tíma geti þetta álag numið 4-6 prósentum ofan á ávöxtun ríkisskuldabréfa. Af þeim sökum hafa lífeyrissjóðir lagt aukna áherslu á fjárfestingu í hlutabréfum eftir því sem vextir ríkisskuldabréfa hafa lækkað. Staðan núna er sú að til þess að geta átt von á langtímaávöxtun í takt við það sem náðst hefur árin frá 2015 þyrftu sjóðirnir að fjárfesta nær eingöngu í hlutabréfum. Slíkt er óraunhæft vegna áhættu. Miðað við það að fjárfest sé 40% í hlutabréfum og 60% í skuldabréfum má rökstyðja væntingar um ca. 3,5% ávöxtun til langs tíma en ef fjárfest er 60% í hlutabréfum og 40% í skuldabréfum gæti niðurstaðan orðið ca. 4,5%. Þetta er um 2,5% lakari ávöxtun en náðst hefur á árunum síðan 2015. Höfundur er framkvæmdastjóri Analytica og er í framboði til stjórnar Frjálsa lífeyrissjóðsins þar sem rafræn kosning stendur yfir til hádegis 22/5 nk.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun