Þrisvar sneri ég við í tröppunum Hilmar Kristensson skrifar 19. maí 2022 14:30 Í fyrsta skiptið komst ég upp hálfar tröppurnar en sneri þá við. Líka í annað skiptið. „Nei andskotinn, ég get þetta ekki,“ hugsaði ég með mér, með hjartað í buxunum. Í þriðja skiptið komst ég alla leið á stigapallinn, en sneri strax við og hljóp niður. Hitti þá á Þuríði Aradóttur vinkonu mína sem var líka á leiðinni upp. „Ég get þetta ekki,“ stundi ég. „Ekkert kjaftæði,“ sagði hún. „Þú getur þetta víst, komdu með mér.“ Og svo tók hún í höndina á mér og hreinlega dró mig upp. Ég var mættur á dansnámskeið hjá SÁÁ. Edrú. Það erfiðasta sem ég hafði gert á ævinni. Bara hugsunin um að dansa edrú fékk mig til að rennsvitna. En ég lét vaða, þökk sé Þuríði. Og mætti aftur. Eftir þriðja skiptið leið mér allt í einu eins og skipt hafi verið um peru í hausnum á mér. Þetta var semsagt hægt, að vera edrú innan um fólk að dansa og skemmta sér. Kannski eins gott, eftir allar meðferðirnar. Hvert er ég að fara með þessari upprifjun af dansnámskeiðinu örlagaríka árið 1985? Jú, að minna á hvað edrú félagslíf getur skipt miklu máli í batanum. Ef fólk sem fer í meðferð við fíknsjúkdómnum ætlar að ná árangri, þá segir það skilið við vímugjafatengdar skemmtanir og félagsstarf. En hvað kemur þá í staðinn? Þörfin fyrir félagsskap fer ekkert Maður er nefnilega manns gaman, ölvaður sem edrú. Frumherjarnir í SÁÁ áttuðu sig á þörfinni fyrir alkóhólista í bata að hittast og eiga góðar stundir saman við vímugjafalausar kringumstæður. Dansnámskeiðin urðu til, útihátíðirnar, skemmtikvöldin, árshátíðirnar, leiklistarnámskeið, fluguhnýtingarnámskeið, þorrablót, kvennakvöld, bingó, félagsvist, kótilettukvöld... Þannig hefur þetta verið alla tíð. SÁÁ hefur haldið úti félagsstarfi sem hluta af bataferlinu. Í raun má segja að félagsstarfið geri SÁÁ að því sem samtökin eru. Þetta félagsstarf hefur skiljanlega þróast í samræmi við tíðarandann og almennan áhuga. Í þessum efnum skiptir fjáröflun samtakanna gríðarmiklu máli og að margra mati eru fjáraflanir á borð við Álfasöluna hápunktur félagsstarfsins með mörg hundruð þátttakendur. Á fulla ferð eftir heimsfaraldur Heimsfaraldurinn hafði mikil áhrif á félagsstarfið innan SÁÁ, líkt og annars staðar. En um leið og fór að slakna á sóttvarnaklónni, þá spýttum við í lófana. Óhætt er að segja að félagsstarfið blómstri sem aldrei fyrr og þörfin fyrir það er sú sama og alltaf áður. Fólk á öllum aldri tekur þátt í félagsstarfinu og það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hvað unga fólkið í SÁÁ er hugmyndaríkt og hvetjandi í þeim efnum. Nokkur úr þeim hópi eru byrjuð með metnaðarfullt hlaðvarp undir heitinu „Taka tvö“ þar sem þau láta gamminn geisa um edrúlífið. Þetta er stórskemmtilegt og fræðilegt hlaðvarp sem er að finna á öllum efnisveitum. Danskennslan er á sínum stað, skákin, félagsvistin, fluguhnýtingarnar, briddsið og tónleikarnir. Það verða tónleikar með Bubba 20. maí, vorfagnaður28. maí, barnaskemmtun í Fjölskyldugarðinum, útihátíð á Skógum um verslunarmannahelgina og golfmót síðsumars. Svo má nefna að bakhjarlar SÁÁ hittast á tveggja vikna fresti. Með haustinu verður svo gefið enn betur í, enda vantar ekki hugmyndirnar. Starfsemi SÁÁ er jafn mikilvæg og nauðsynleg og við stofnun fyrir 45 árum. Félagsstarfið er órjúfanlegur þáttur í því sem tekur við að lokinni meðferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Áfengi og tóbak Félagasamtök Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Vísindi, hugvit og seigla – hugsum stórt og svo stærra! Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Í fyrsta skiptið komst ég upp hálfar tröppurnar en sneri þá við. Líka í annað skiptið. „Nei andskotinn, ég get þetta ekki,“ hugsaði ég með mér, með hjartað í buxunum. Í þriðja skiptið komst ég alla leið á stigapallinn, en sneri strax við og hljóp niður. Hitti þá á Þuríði Aradóttur vinkonu mína sem var líka á leiðinni upp. „Ég get þetta ekki,“ stundi ég. „Ekkert kjaftæði,“ sagði hún. „Þú getur þetta víst, komdu með mér.“ Og svo tók hún í höndina á mér og hreinlega dró mig upp. Ég var mættur á dansnámskeið hjá SÁÁ. Edrú. Það erfiðasta sem ég hafði gert á ævinni. Bara hugsunin um að dansa edrú fékk mig til að rennsvitna. En ég lét vaða, þökk sé Þuríði. Og mætti aftur. Eftir þriðja skiptið leið mér allt í einu eins og skipt hafi verið um peru í hausnum á mér. Þetta var semsagt hægt, að vera edrú innan um fólk að dansa og skemmta sér. Kannski eins gott, eftir allar meðferðirnar. Hvert er ég að fara með þessari upprifjun af dansnámskeiðinu örlagaríka árið 1985? Jú, að minna á hvað edrú félagslíf getur skipt miklu máli í batanum. Ef fólk sem fer í meðferð við fíknsjúkdómnum ætlar að ná árangri, þá segir það skilið við vímugjafatengdar skemmtanir og félagsstarf. En hvað kemur þá í staðinn? Þörfin fyrir félagsskap fer ekkert Maður er nefnilega manns gaman, ölvaður sem edrú. Frumherjarnir í SÁÁ áttuðu sig á þörfinni fyrir alkóhólista í bata að hittast og eiga góðar stundir saman við vímugjafalausar kringumstæður. Dansnámskeiðin urðu til, útihátíðirnar, skemmtikvöldin, árshátíðirnar, leiklistarnámskeið, fluguhnýtingarnámskeið, þorrablót, kvennakvöld, bingó, félagsvist, kótilettukvöld... Þannig hefur þetta verið alla tíð. SÁÁ hefur haldið úti félagsstarfi sem hluta af bataferlinu. Í raun má segja að félagsstarfið geri SÁÁ að því sem samtökin eru. Þetta félagsstarf hefur skiljanlega þróast í samræmi við tíðarandann og almennan áhuga. Í þessum efnum skiptir fjáröflun samtakanna gríðarmiklu máli og að margra mati eru fjáraflanir á borð við Álfasöluna hápunktur félagsstarfsins með mörg hundruð þátttakendur. Á fulla ferð eftir heimsfaraldur Heimsfaraldurinn hafði mikil áhrif á félagsstarfið innan SÁÁ, líkt og annars staðar. En um leið og fór að slakna á sóttvarnaklónni, þá spýttum við í lófana. Óhætt er að segja að félagsstarfið blómstri sem aldrei fyrr og þörfin fyrir það er sú sama og alltaf áður. Fólk á öllum aldri tekur þátt í félagsstarfinu og það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hvað unga fólkið í SÁÁ er hugmyndaríkt og hvetjandi í þeim efnum. Nokkur úr þeim hópi eru byrjuð með metnaðarfullt hlaðvarp undir heitinu „Taka tvö“ þar sem þau láta gamminn geisa um edrúlífið. Þetta er stórskemmtilegt og fræðilegt hlaðvarp sem er að finna á öllum efnisveitum. Danskennslan er á sínum stað, skákin, félagsvistin, fluguhnýtingarnar, briddsið og tónleikarnir. Það verða tónleikar með Bubba 20. maí, vorfagnaður28. maí, barnaskemmtun í Fjölskyldugarðinum, útihátíð á Skógum um verslunarmannahelgina og golfmót síðsumars. Svo má nefna að bakhjarlar SÁÁ hittast á tveggja vikna fresti. Með haustinu verður svo gefið enn betur í, enda vantar ekki hugmyndirnar. Starfsemi SÁÁ er jafn mikilvæg og nauðsynleg og við stofnun fyrir 45 árum. Félagsstarfið er órjúfanlegur þáttur í því sem tekur við að lokinni meðferð.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun