Kjörið tækifæri Alexandra Briem skrifar 14. maí 2022 14:46 Hvernig samfélagi langar þig til að búa? Hvernig sérð þú fyrir þér framtíð sveitarfélagsins þíns? Hvernig finnst þér að hlutunum eigi að vera stýrt? Þetta eru spurningarnar sem við svörum á kjördag. En í grunninn snýst þetta líka um stærri spurningu. Hver telur þú að gæti almannahags frekar en sérhagsmuna? Hver telur þú að hafi sterk grunngildi? Hverjum treystir þú? Um það snúast kosningar. Kannski erum við aldrei 100% sammála neinum, en við getum samt valið. Skoðað möguleikana og valið það sem er best hverju sinni. Því ef við gerum það ekki, þá erum við einfaldlega að leyfa öðrum að ákveða fyrir okkur. Þau sem standa fastast með sérhagsmunum munu alltaf koma til með að mæta á kjörstað og draga með sér alla sem þau treysta til að kjósa eins. Þau skila ekki auðu og þau sitja ekki heima. Eina leiðin til þess að sporna gegn því er að mæta líka. Láta rödd sína heyrast. Kjósa eitthvað annað. Við í Pírötum höfum sýnt það að við stöndum alltaf með almannahagsmunum gegn sérhagsmunum, bæði á þingi og í sveitarstjórnum. Við stöndum með íbúalýðræði, samtali og samráði, við stöndum með aðgengi og manneskjuvænu samfélagi fyrir okkur öll. Við stöndum með gagnsæi og bættri þjónustu. Við stöndum með loftslaginu og við stöndum með mannréttindum. Við höfum staðið vörð um íbúaráð og leiddum vinnuna að nýrri lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar. Við Píratar stöndum gegn spillingu og við stundum heiðarleg stjórnmál. Alltaf. Lýðræði á að vera virkara og snúast um meira en það að kjósa sér fulltrúa á fjögurra ára fresti. Það er ekki mjög lýðræðislegt að hver sem fái flest atkvæði hafi frelsi til að haga sér eins og þau vilja þangað til næstu kosningar renna í garð. En til þess að koma í veg fyrir það þurfum við að halda áfram að innleiða slík gildi. Til þess þurfum við líka að kjósa þau gildi þegar kosningar fara fram. Núna er kjörið tækifæri til að taka afstöðu. Til að heimta heiðarleg stjórnmál. Núna er kjörið tækifæri til að setja X við P Höfundur er í öðru sæti á lista Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Píratar Reykjavík Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig samfélagi langar þig til að búa? Hvernig sérð þú fyrir þér framtíð sveitarfélagsins þíns? Hvernig finnst þér að hlutunum eigi að vera stýrt? Þetta eru spurningarnar sem við svörum á kjördag. En í grunninn snýst þetta líka um stærri spurningu. Hver telur þú að gæti almannahags frekar en sérhagsmuna? Hver telur þú að hafi sterk grunngildi? Hverjum treystir þú? Um það snúast kosningar. Kannski erum við aldrei 100% sammála neinum, en við getum samt valið. Skoðað möguleikana og valið það sem er best hverju sinni. Því ef við gerum það ekki, þá erum við einfaldlega að leyfa öðrum að ákveða fyrir okkur. Þau sem standa fastast með sérhagsmunum munu alltaf koma til með að mæta á kjörstað og draga með sér alla sem þau treysta til að kjósa eins. Þau skila ekki auðu og þau sitja ekki heima. Eina leiðin til þess að sporna gegn því er að mæta líka. Láta rödd sína heyrast. Kjósa eitthvað annað. Við í Pírötum höfum sýnt það að við stöndum alltaf með almannahagsmunum gegn sérhagsmunum, bæði á þingi og í sveitarstjórnum. Við stöndum með íbúalýðræði, samtali og samráði, við stöndum með aðgengi og manneskjuvænu samfélagi fyrir okkur öll. Við stöndum með gagnsæi og bættri þjónustu. Við stöndum með loftslaginu og við stöndum með mannréttindum. Við höfum staðið vörð um íbúaráð og leiddum vinnuna að nýrri lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar. Við Píratar stöndum gegn spillingu og við stundum heiðarleg stjórnmál. Alltaf. Lýðræði á að vera virkara og snúast um meira en það að kjósa sér fulltrúa á fjögurra ára fresti. Það er ekki mjög lýðræðislegt að hver sem fái flest atkvæði hafi frelsi til að haga sér eins og þau vilja þangað til næstu kosningar renna í garð. En til þess að koma í veg fyrir það þurfum við að halda áfram að innleiða slík gildi. Til þess þurfum við líka að kjósa þau gildi þegar kosningar fara fram. Núna er kjörið tækifæri til að taka afstöðu. Til að heimta heiðarleg stjórnmál. Núna er kjörið tækifæri til að setja X við P Höfundur er í öðru sæti á lista Pírata í Reykjavík.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar