Stórfellt svindl með ávexti og grænmeti Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 18. maí 2022 07:00 Frá matarmarkaði í Cartagena. Vísir/Jóhann Hlíðar Fleiri tonnum af ávöxtum og grænmeti er smyglað ár hvert til Spánar frá ríkjum Norður-Afríku og þau síðan seld sem spænskar afurðir. Ríkisstjórnin ætlar að skera upp herör gegn þessu umfangsmikla svindli. Spánn er langstærsti framleiðandi ávaxta og grænmetis í Evrópu. Ríki Evrópusambandsins rækta tæp 100 milljónir tonna af ávöxtum og grænmeti á ári hverju og fjórðungur þess kemur frá Spáni. Það kann því að koma mörgum á óvart að í þeirri miklu matarkistu sem Andalúsía á Suður-Spáni er, viðgengst stórfellt svindl með ávexti og grænmeti. Grænmeti frá Norður-Afríku blandað við það spænska Fleiri tonn af tómötum, appelsínum, paprikum eru flutt inn til Spánar í skjóli nætur frá Marrokkó, Egyptalandi og Tyrklandi. Afurðirnar eru teknar úr upprunapakkningunum og síðan merktar á ný sem spænsk framleiðsla eða þeim er hreinlega blandað saman við spænska framleiðslu. Svindlið hleypur á milljónum evra og nú hefur spænska þingið ákveðið að grípa í taumana. Ríkisstjórn sósíaldemókrata hyggst veita sjálfsstjórnarhéruðunum auknar valdheimildir til að spyrna við þessum vörusvikum. Það er mikið í húfi, bæði innanlandsframleiðsla og það sem er ekki síður mikilvægt, hið góða orðspor sem fer af spænskum ávöxtum og grænmeti. Í hinum innfluttu matvælum finnast oft leifar af áburði og öðrum efnum sem eru bönnuð innan Evrópusambandsins. Matarmarkaðurinn í Cartagena.Vísir/Jóhann Hlíðar Sex sinnum ódýrara að rækta grænmeti í Norður-Afríku Hvati bændanna er hins vegar mikill þegar kemur að peningum. Sem dæmi má nefna að það kostar andvirði 8 íslenskra króna að framleiða kíló af tómötum í Marokkó, en á Spáni kostar það um 50 krónur. Samkeppnin er því erfið og grjóthörð. Á síðustu tveimur árum hafa eftirlitsmenn framkvæmt 838 stikkprufur og sektað þá sem hafa orðið uppvísir að svindli um alls 448.000 evrur, andvirði 63 milljóna íslenskra króna. En hvernig áttu að geta haldið uppi skilvirku eftirliti með nokkrum eftirlitsmönnum þegar þúsundir vöruflutningabíla aka landshorna á milli á hverri einustu nóttu? Talsmaður ávaxta- og grænmetisbænda, Andrés Góngora, segir í samtali við spænska dagblaðið El País, að menn leggi ekki einu sinni mikið á sig til að fela svindlið. Á hverjum einasta degi megi sjá þúsundir pakkninga frá ríkjum Norður-Afríku á sorphirðustöðum í Andalúsíu. Og annar talsmaður ræktenda segir í samtali við sama blað, að viðurlögin séu svo væg, að þó þú sért staðinn að verki, þá borgar sig að greiða sektina og halda áfram að svindla. Spánn Matur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Spánn er langstærsti framleiðandi ávaxta og grænmetis í Evrópu. Ríki Evrópusambandsins rækta tæp 100 milljónir tonna af ávöxtum og grænmeti á ári hverju og fjórðungur þess kemur frá Spáni. Það kann því að koma mörgum á óvart að í þeirri miklu matarkistu sem Andalúsía á Suður-Spáni er, viðgengst stórfellt svindl með ávexti og grænmeti. Grænmeti frá Norður-Afríku blandað við það spænska Fleiri tonn af tómötum, appelsínum, paprikum eru flutt inn til Spánar í skjóli nætur frá Marrokkó, Egyptalandi og Tyrklandi. Afurðirnar eru teknar úr upprunapakkningunum og síðan merktar á ný sem spænsk framleiðsla eða þeim er hreinlega blandað saman við spænska framleiðslu. Svindlið hleypur á milljónum evra og nú hefur spænska þingið ákveðið að grípa í taumana. Ríkisstjórn sósíaldemókrata hyggst veita sjálfsstjórnarhéruðunum auknar valdheimildir til að spyrna við þessum vörusvikum. Það er mikið í húfi, bæði innanlandsframleiðsla og það sem er ekki síður mikilvægt, hið góða orðspor sem fer af spænskum ávöxtum og grænmeti. Í hinum innfluttu matvælum finnast oft leifar af áburði og öðrum efnum sem eru bönnuð innan Evrópusambandsins. Matarmarkaðurinn í Cartagena.Vísir/Jóhann Hlíðar Sex sinnum ódýrara að rækta grænmeti í Norður-Afríku Hvati bændanna er hins vegar mikill þegar kemur að peningum. Sem dæmi má nefna að það kostar andvirði 8 íslenskra króna að framleiða kíló af tómötum í Marokkó, en á Spáni kostar það um 50 krónur. Samkeppnin er því erfið og grjóthörð. Á síðustu tveimur árum hafa eftirlitsmenn framkvæmt 838 stikkprufur og sektað þá sem hafa orðið uppvísir að svindli um alls 448.000 evrur, andvirði 63 milljóna íslenskra króna. En hvernig áttu að geta haldið uppi skilvirku eftirliti með nokkrum eftirlitsmönnum þegar þúsundir vöruflutningabíla aka landshorna á milli á hverri einustu nóttu? Talsmaður ávaxta- og grænmetisbænda, Andrés Góngora, segir í samtali við spænska dagblaðið El País, að menn leggi ekki einu sinni mikið á sig til að fela svindlið. Á hverjum einasta degi megi sjá þúsundir pakkninga frá ríkjum Norður-Afríku á sorphirðustöðum í Andalúsíu. Og annar talsmaður ræktenda segir í samtali við sama blað, að viðurlögin séu svo væg, að þó þú sért staðinn að verki, þá borgar sig að greiða sektina og halda áfram að svindla.
Spánn Matur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira