Þess vegna bjóðum við okkur fram Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 12. maí 2022 14:45 Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki við styrkjum frá fyrirtækjum því það er mikilvægt að vera óháður fjársterkum hagsmunaöflum. Við leggjum áherslu á öðruvísi mál eins og að auðvelda fólki að hafa áhrif á nærumhverfi sitt, því að við vitum að kjörnir fulltrúar vita ekki alltaf best. Við hugsum til framtíðar, því við vitum að ákvarðanir sem við tökum í dag munu hafa mikil áhrif á þau sem á eftir okkur koma. En á sama tíma erum við ekkert sérstaklega óvenjuleg. Þvert á móti erum við hópur fólks sem endurspeglar vel íbúasamsetningu Kópavogs. Meðalaldurinn í Kópavogi er tæplega 40 ár, rétt eins og meðal fimm efstu frambjóðenda Pírata. Við erum fjölskyldufólk sem þekkir það að reka heimili og ala upp börn en mæta samt í vinnuna á réttum tíma. Við finnum hvað það er mikilvægt að öll kerfin í bænum okkar virki fyrir þau sem þurfa á þeim að halda - því mörg okkar þurfa á þeim að halda. Við trúum því að kjörnir fulltrúar þurfi að endurspegla íbúana sem ljá þeim atkvæði sitt. Bæjarfulltrúar þurfa að vita hvernig það er að búa í bænum, þekkja þjónustuna sem bærin veitir og finna á eigin skinni hvar betur má fara. Í stuttu máli: Vera í tengslum við daglegt líf bæjarbúa. Þetta er ekki bara mikilvægt í bæjarpólitíkinni, við sjáum einfaldlega hvað getur gerst þegar rödd ólíkra hópa heyrist ekki þegar ákvarðanir eru teknar. Íbúar Kópavogs eru fjölbreyttir og því er mikilvægt að fjölbreyttar raddir heyrist við bæjarstjórnarborðið. Eins og sagt er: Ekkert um okkur án okkar. Þetta er hægt Þetta er líka stór ástæða þess að mörg okkar ákváðu að fara í framboð. Við viljum stuðla að auknu lýðræði og að stjórnvöld taki upplýstar ákvarðanir. Við viljum meira samráð, við viljum heyra skoðanir og álit fólks áður en við framkvæmum því þannig aukum við líkurnar á að niðurstaðan verði farsæl. Það er þess vegna sem við viljum auka aðgengi íbúa að lýðræðisverkefnum, koma á fót íbúaráðum í hverju hverfi fyrir sig og auka samráð við íbúa um mál sem þá varða. Við viljum líka hugsa til framtíðar. Ekki bara eitt kjörtímabil fram í tímann, heldur áratugi, og þar spila skipulagsmálin lykilhlutverk. Við viljum tryggja gæði byggðar, græn svæði og heilnæmt umhverfi í Kópavogi: Mannvænt og lifandi skipulag sem tekur mið af algildri hönnun og aðgengi fyrir öll, þar sem vistvænir ferðamátar og gróður eru í forgrunni og húsnæði á viðráðanlegu verði. Við viljum að Kópavogsbær sé fjölmenningarlegt, dýravænt samfélag og barnvænasti bær landsins með jöfnu aðgengi og jafnrétti í öllu skóla-, íþrótta- og tómstundastarfi. Við erum sannfærð um að það sé hægt. Þess vegna bjóðum við okkur fram. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Píratar Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki við styrkjum frá fyrirtækjum því það er mikilvægt að vera óháður fjársterkum hagsmunaöflum. Við leggjum áherslu á öðruvísi mál eins og að auðvelda fólki að hafa áhrif á nærumhverfi sitt, því að við vitum að kjörnir fulltrúar vita ekki alltaf best. Við hugsum til framtíðar, því við vitum að ákvarðanir sem við tökum í dag munu hafa mikil áhrif á þau sem á eftir okkur koma. En á sama tíma erum við ekkert sérstaklega óvenjuleg. Þvert á móti erum við hópur fólks sem endurspeglar vel íbúasamsetningu Kópavogs. Meðalaldurinn í Kópavogi er tæplega 40 ár, rétt eins og meðal fimm efstu frambjóðenda Pírata. Við erum fjölskyldufólk sem þekkir það að reka heimili og ala upp börn en mæta samt í vinnuna á réttum tíma. Við finnum hvað það er mikilvægt að öll kerfin í bænum okkar virki fyrir þau sem þurfa á þeim að halda - því mörg okkar þurfa á þeim að halda. Við trúum því að kjörnir fulltrúar þurfi að endurspegla íbúana sem ljá þeim atkvæði sitt. Bæjarfulltrúar þurfa að vita hvernig það er að búa í bænum, þekkja þjónustuna sem bærin veitir og finna á eigin skinni hvar betur má fara. Í stuttu máli: Vera í tengslum við daglegt líf bæjarbúa. Þetta er ekki bara mikilvægt í bæjarpólitíkinni, við sjáum einfaldlega hvað getur gerst þegar rödd ólíkra hópa heyrist ekki þegar ákvarðanir eru teknar. Íbúar Kópavogs eru fjölbreyttir og því er mikilvægt að fjölbreyttar raddir heyrist við bæjarstjórnarborðið. Eins og sagt er: Ekkert um okkur án okkar. Þetta er hægt Þetta er líka stór ástæða þess að mörg okkar ákváðu að fara í framboð. Við viljum stuðla að auknu lýðræði og að stjórnvöld taki upplýstar ákvarðanir. Við viljum meira samráð, við viljum heyra skoðanir og álit fólks áður en við framkvæmum því þannig aukum við líkurnar á að niðurstaðan verði farsæl. Það er þess vegna sem við viljum auka aðgengi íbúa að lýðræðisverkefnum, koma á fót íbúaráðum í hverju hverfi fyrir sig og auka samráð við íbúa um mál sem þá varða. Við viljum líka hugsa til framtíðar. Ekki bara eitt kjörtímabil fram í tímann, heldur áratugi, og þar spila skipulagsmálin lykilhlutverk. Við viljum tryggja gæði byggðar, græn svæði og heilnæmt umhverfi í Kópavogi: Mannvænt og lifandi skipulag sem tekur mið af algildri hönnun og aðgengi fyrir öll, þar sem vistvænir ferðamátar og gróður eru í forgrunni og húsnæði á viðráðanlegu verði. Við viljum að Kópavogsbær sé fjölmenningarlegt, dýravænt samfélag og barnvænasti bær landsins með jöfnu aðgengi og jafnrétti í öllu skóla-, íþrótta- og tómstundastarfi. Við erum sannfærð um að það sé hægt. Þess vegna bjóðum við okkur fram. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Pírata í Kópavogi.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar