Hringtorg á vinstri hönd Gunnar Smári Þorsteinsson og Lísbet Sigurðardóttir skrifa 12. maí 2022 06:45 Eftir tvo daga verður gengið til sveitarstjórnarkosninga um allt land. Þær kosningar ætti allt ungt fólk að láta sig varða því þar verður kosið um málefni sem skipta okkur verulegu máli í daglegu lífi. Húsnæðismál, leikskólamál og samgöngumál hvíla að miklu leyti á herðum sveitarfélaga og þessi atriði skipta ungt fólk höfuðmáli þegar það velur hvar það vill búa. Slæm staða ungs fólks í Reykjavík Í Reykjavík hefur borgarstjórnarmeirihlutinn brugðist í því verkefni að leysa vanda ungs fólks. Fjögur ár eru liðin frá síðustu kosningum en í dag blasa við sömu vandamál og árið 2018. Heillöng bið eftir leikskóla, hækkandi húsnæðisverð og lélegar samgöngur. Þessi staðreynd virðist öllum ljós, enda enduróma sömu kosningaloforð í dag og gerðu fyrir fjórum árum með örlitlu kryddi. Við erum komin heilan hring frá síðustu kosningum, eigum við virkilega að trúa því að nú muni þeim takast ætlunarverkið? Á kjörtímabilinu hafa engar tilraunir verið gerðar til þess að leysa húsnæðisvandann með því að úthluta lóðum fyrir hagkvæmt húsnæði heldur hefur verið lögð áhersla á að byggja lúxusíbúðir í miðbænum sem ungt fólk hefur alls ekki efni á. Til þess að leysa húsnæðisvandann þarf að láta hendur standa fram úr ermum og framkvæma. Við getum ekki beðið í 10 ár á meðan reynt er að sammælast um húsnæðissáttmála, ungt fólk er þegar farið að streyma úr Reykjavík í önnur sveitarfélög. Hengiflug óvissunnar Fyrir síðustu kosningar, þegar borgarstjóri kynnti áherslumál síns flokks, átti að tryggja leikskólapláss fyrir börn 12-18 mánaða. Svo fór ekki. Meðalaldur barna sem komast inn á leikskóla er ríflega tvö ár í dag og geta reykvískir foreldrar prísað sig sæla ef börnin þeirra komast á leikskóla við 20 mánaða aldur. Biðlistar á leikskóla í Reykjavík eru einnig sögulega háir þar sem 800 börn bíða eftir leikskólaplássi. Því er ljóst að meirihlutanum hefur mistekist ætlunarverk sitt og hugmyndir þeirra fyrir næsta kjörtímabil gefa ekki tilefni til bjartsýni. Foreldrar standa frammi fyrir hengiflugi óvissunnar eftir að fæðingarorlofi lýkur. Slegist er um pláss hjá dagforeldrum og ungbarnaleikskólum, jafnvel í öðrum sveitarfélögum eða í mikilli fjarlægð frá heimili. Við slíkar aðstæður fara allar hugmyndir um fjölbreyttar samgöngur út í vind, fólk verður að vera á bíl til þess að láta dæmið ganga upp. Aðgerðarleysi meirihlutans bitnar þannig einnig á markmiðum hans í samgöngu- og umhverfismálum. Við þurfum að brúa bilið fyrir fjölskyldur og bjóða upp á fjölbreytta valkosti, sniðna að þörfum þeirra. Tryggjum ungt fólk í forystu Reykjavík þarf að vera eftirsóknarverður kostur fyrir ungt fólk og til þess þurfa hlutirnir að virka. Núverandi borgarstjórnarmeirihluti er fullreyndur og tími til kominn að afhenda nýju fólki keflið. Á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík skipa ungar konur efstu tvö sætin og með þeim koma raunhæfar lausnir á vanda ungs fólks í borginni. Sjálfstæðisflokkurinn vill að Reykjavík verði í fararbroddi fyrir ungt fólk og fjölskyldufólk og til þess þarf nýjar áherslur. Valkostirnir eru skýrir; við getum haldið áfram á sömu braut og tekið annan hring á hringtorgi núverandi meirihluta eða við getum leitað raunhæfra lausna fyrir ungt fólk í Reykjavík og haldið áfram veginn. Lísbet Sigurðardóttir, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna og Gunnar Smári Þorsteinsson, formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Eftir tvo daga verður gengið til sveitarstjórnarkosninga um allt land. Þær kosningar ætti allt ungt fólk að láta sig varða því þar verður kosið um málefni sem skipta okkur verulegu máli í daglegu lífi. Húsnæðismál, leikskólamál og samgöngumál hvíla að miklu leyti á herðum sveitarfélaga og þessi atriði skipta ungt fólk höfuðmáli þegar það velur hvar það vill búa. Slæm staða ungs fólks í Reykjavík Í Reykjavík hefur borgarstjórnarmeirihlutinn brugðist í því verkefni að leysa vanda ungs fólks. Fjögur ár eru liðin frá síðustu kosningum en í dag blasa við sömu vandamál og árið 2018. Heillöng bið eftir leikskóla, hækkandi húsnæðisverð og lélegar samgöngur. Þessi staðreynd virðist öllum ljós, enda enduróma sömu kosningaloforð í dag og gerðu fyrir fjórum árum með örlitlu kryddi. Við erum komin heilan hring frá síðustu kosningum, eigum við virkilega að trúa því að nú muni þeim takast ætlunarverkið? Á kjörtímabilinu hafa engar tilraunir verið gerðar til þess að leysa húsnæðisvandann með því að úthluta lóðum fyrir hagkvæmt húsnæði heldur hefur verið lögð áhersla á að byggja lúxusíbúðir í miðbænum sem ungt fólk hefur alls ekki efni á. Til þess að leysa húsnæðisvandann þarf að láta hendur standa fram úr ermum og framkvæma. Við getum ekki beðið í 10 ár á meðan reynt er að sammælast um húsnæðissáttmála, ungt fólk er þegar farið að streyma úr Reykjavík í önnur sveitarfélög. Hengiflug óvissunnar Fyrir síðustu kosningar, þegar borgarstjóri kynnti áherslumál síns flokks, átti að tryggja leikskólapláss fyrir börn 12-18 mánaða. Svo fór ekki. Meðalaldur barna sem komast inn á leikskóla er ríflega tvö ár í dag og geta reykvískir foreldrar prísað sig sæla ef börnin þeirra komast á leikskóla við 20 mánaða aldur. Biðlistar á leikskóla í Reykjavík eru einnig sögulega háir þar sem 800 börn bíða eftir leikskólaplássi. Því er ljóst að meirihlutanum hefur mistekist ætlunarverk sitt og hugmyndir þeirra fyrir næsta kjörtímabil gefa ekki tilefni til bjartsýni. Foreldrar standa frammi fyrir hengiflugi óvissunnar eftir að fæðingarorlofi lýkur. Slegist er um pláss hjá dagforeldrum og ungbarnaleikskólum, jafnvel í öðrum sveitarfélögum eða í mikilli fjarlægð frá heimili. Við slíkar aðstæður fara allar hugmyndir um fjölbreyttar samgöngur út í vind, fólk verður að vera á bíl til þess að láta dæmið ganga upp. Aðgerðarleysi meirihlutans bitnar þannig einnig á markmiðum hans í samgöngu- og umhverfismálum. Við þurfum að brúa bilið fyrir fjölskyldur og bjóða upp á fjölbreytta valkosti, sniðna að þörfum þeirra. Tryggjum ungt fólk í forystu Reykjavík þarf að vera eftirsóknarverður kostur fyrir ungt fólk og til þess þurfa hlutirnir að virka. Núverandi borgarstjórnarmeirihluti er fullreyndur og tími til kominn að afhenda nýju fólki keflið. Á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík skipa ungar konur efstu tvö sætin og með þeim koma raunhæfar lausnir á vanda ungs fólks í borginni. Sjálfstæðisflokkurinn vill að Reykjavík verði í fararbroddi fyrir ungt fólk og fjölskyldufólk og til þess þarf nýjar áherslur. Valkostirnir eru skýrir; við getum haldið áfram á sömu braut og tekið annan hring á hringtorgi núverandi meirihluta eða við getum leitað raunhæfra lausna fyrir ungt fólk í Reykjavík og haldið áfram veginn. Lísbet Sigurðardóttir, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna og Gunnar Smári Þorsteinsson, formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar