Farsæld Árborgar Dagbjört Harðardóttir og Lieselot Simoen skrifa 11. maí 2022 16:02 Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna tóku gildi nú um áramót, farsældar lögin svokölluðu. Þau hafa það að markmiði að börn og fjölskyldur þeirra hafi greiðan aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Á mannamáli þýðir það að fjölskyldur eigi rétt á því að fá þjónustu við sitt hæfi þar sem þverfaglegt teymi tekur utan um mál barnsins. Forðast þarf að fjölskyldur finnst mál þeirra í lausu lofti. Árborg í góðri stöðu Óhætt er að segja að fjölskyldusvið sveitarfélagsins Árborgar hafi unnið frábært starf á þessum vettvangi frá stofnun þess árið 2019. Þá voru skólaþjónusta, félagsþjónusta og frístunda- og menningarsvið sameinuð í eitt stórt svið. Sviðið var stofnað með því markmiði meðal annars að móta samfellda þjónustu fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Farsældarlögin miðast við samspil félagsþjónustu, skólamála og frítímaþjónustu og því hægt að segja að sameiningin hafi verið fyrsta skrefið í þágu farsældar barna í Árborg. Árborg var því í mjög góðri stöðu og langt á veg komin með þessa samþættingu þegar lögin voru samþykkt á Alþingi. Staðan hefur verið það góð innan sveitarfélagsins eftir breytingarnar að eftir því hefur verið tekið og önnur sveitarfélög líta til Árborgar sem fyrirmyndar í útfærslu laganna. Unnið hefur verið markvisst með snemmtæka íhlutun, hún felst í því að grípa sem fyrst inn í málefni barna og koma í veg fyrir að þau vindi upp á sig og verði ill leysanleg. Gerum gott betra Alltaf er hægt að gera gott betra og það er hjartans mál fyrir Áfram Árborg að styðja við fjölskyldusvið og tryggja það að sú góða og dýrmæta vinna sem nú þegar hefur verið unnin haldi sér, vaxi og dafni. Áfram Árborg vill tryggja að leikskólar og grunnskólar fái stuðning frá sviðinu til þess að innleiða Farsældarlögin að fullu svo þjónustan skili sér þangað sem hennar er þörf. Áfram Árborg telur mikilvægt að styðja við það öfluga frumkvöðlastarf sem fram hefur farið á vettvangi frítímans í Árborg þannig að þar sé hægt að halda áfram að vera til staðar fyrir börn og fjölskyldur þeirra ásamt því að vera stuðningur við félags- og fræðslumál. Áfram Árborg vill skapa fjölskylduvænt samfélag, efla menntun ásamt félagslegum- og frístunda úrræðum fyrir fjölskylduna í heild. Áfram Árborg vill færa þjónustuna nær íbúum og uppfæra þjónustuna í takt í fjölbreyttar þarfir íbúa. Framtíðin er núna! Setjum X við Á þann 14. maí næstkomandi! Höfundar eru frambjóðendur í félagsmálanefnd fyrir Áfram Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna tóku gildi nú um áramót, farsældar lögin svokölluðu. Þau hafa það að markmiði að börn og fjölskyldur þeirra hafi greiðan aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Á mannamáli þýðir það að fjölskyldur eigi rétt á því að fá þjónustu við sitt hæfi þar sem þverfaglegt teymi tekur utan um mál barnsins. Forðast þarf að fjölskyldur finnst mál þeirra í lausu lofti. Árborg í góðri stöðu Óhætt er að segja að fjölskyldusvið sveitarfélagsins Árborgar hafi unnið frábært starf á þessum vettvangi frá stofnun þess árið 2019. Þá voru skólaþjónusta, félagsþjónusta og frístunda- og menningarsvið sameinuð í eitt stórt svið. Sviðið var stofnað með því markmiði meðal annars að móta samfellda þjónustu fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Farsældarlögin miðast við samspil félagsþjónustu, skólamála og frítímaþjónustu og því hægt að segja að sameiningin hafi verið fyrsta skrefið í þágu farsældar barna í Árborg. Árborg var því í mjög góðri stöðu og langt á veg komin með þessa samþættingu þegar lögin voru samþykkt á Alþingi. Staðan hefur verið það góð innan sveitarfélagsins eftir breytingarnar að eftir því hefur verið tekið og önnur sveitarfélög líta til Árborgar sem fyrirmyndar í útfærslu laganna. Unnið hefur verið markvisst með snemmtæka íhlutun, hún felst í því að grípa sem fyrst inn í málefni barna og koma í veg fyrir að þau vindi upp á sig og verði ill leysanleg. Gerum gott betra Alltaf er hægt að gera gott betra og það er hjartans mál fyrir Áfram Árborg að styðja við fjölskyldusvið og tryggja það að sú góða og dýrmæta vinna sem nú þegar hefur verið unnin haldi sér, vaxi og dafni. Áfram Árborg vill tryggja að leikskólar og grunnskólar fái stuðning frá sviðinu til þess að innleiða Farsældarlögin að fullu svo þjónustan skili sér þangað sem hennar er þörf. Áfram Árborg telur mikilvægt að styðja við það öfluga frumkvöðlastarf sem fram hefur farið á vettvangi frítímans í Árborg þannig að þar sé hægt að halda áfram að vera til staðar fyrir börn og fjölskyldur þeirra ásamt því að vera stuðningur við félags- og fræðslumál. Áfram Árborg vill skapa fjölskylduvænt samfélag, efla menntun ásamt félagslegum- og frístunda úrræðum fyrir fjölskylduna í heild. Áfram Árborg vill færa þjónustuna nær íbúum og uppfæra þjónustuna í takt í fjölbreyttar þarfir íbúa. Framtíðin er núna! Setjum X við Á þann 14. maí næstkomandi! Höfundar eru frambjóðendur í félagsmálanefnd fyrir Áfram Árborg.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar