Farsæld Árborgar Dagbjört Harðardóttir og Lieselot Simoen skrifa 11. maí 2022 16:02 Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna tóku gildi nú um áramót, farsældar lögin svokölluðu. Þau hafa það að markmiði að börn og fjölskyldur þeirra hafi greiðan aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Á mannamáli þýðir það að fjölskyldur eigi rétt á því að fá þjónustu við sitt hæfi þar sem þverfaglegt teymi tekur utan um mál barnsins. Forðast þarf að fjölskyldur finnst mál þeirra í lausu lofti. Árborg í góðri stöðu Óhætt er að segja að fjölskyldusvið sveitarfélagsins Árborgar hafi unnið frábært starf á þessum vettvangi frá stofnun þess árið 2019. Þá voru skólaþjónusta, félagsþjónusta og frístunda- og menningarsvið sameinuð í eitt stórt svið. Sviðið var stofnað með því markmiði meðal annars að móta samfellda þjónustu fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Farsældarlögin miðast við samspil félagsþjónustu, skólamála og frítímaþjónustu og því hægt að segja að sameiningin hafi verið fyrsta skrefið í þágu farsældar barna í Árborg. Árborg var því í mjög góðri stöðu og langt á veg komin með þessa samþættingu þegar lögin voru samþykkt á Alþingi. Staðan hefur verið það góð innan sveitarfélagsins eftir breytingarnar að eftir því hefur verið tekið og önnur sveitarfélög líta til Árborgar sem fyrirmyndar í útfærslu laganna. Unnið hefur verið markvisst með snemmtæka íhlutun, hún felst í því að grípa sem fyrst inn í málefni barna og koma í veg fyrir að þau vindi upp á sig og verði ill leysanleg. Gerum gott betra Alltaf er hægt að gera gott betra og það er hjartans mál fyrir Áfram Árborg að styðja við fjölskyldusvið og tryggja það að sú góða og dýrmæta vinna sem nú þegar hefur verið unnin haldi sér, vaxi og dafni. Áfram Árborg vill tryggja að leikskólar og grunnskólar fái stuðning frá sviðinu til þess að innleiða Farsældarlögin að fullu svo þjónustan skili sér þangað sem hennar er þörf. Áfram Árborg telur mikilvægt að styðja við það öfluga frumkvöðlastarf sem fram hefur farið á vettvangi frítímans í Árborg þannig að þar sé hægt að halda áfram að vera til staðar fyrir börn og fjölskyldur þeirra ásamt því að vera stuðningur við félags- og fræðslumál. Áfram Árborg vill skapa fjölskylduvænt samfélag, efla menntun ásamt félagslegum- og frístunda úrræðum fyrir fjölskylduna í heild. Áfram Árborg vill færa þjónustuna nær íbúum og uppfæra þjónustuna í takt í fjölbreyttar þarfir íbúa. Framtíðin er núna! Setjum X við Á þann 14. maí næstkomandi! Höfundar eru frambjóðendur í félagsmálanefnd fyrir Áfram Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna tóku gildi nú um áramót, farsældar lögin svokölluðu. Þau hafa það að markmiði að börn og fjölskyldur þeirra hafi greiðan aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Á mannamáli þýðir það að fjölskyldur eigi rétt á því að fá þjónustu við sitt hæfi þar sem þverfaglegt teymi tekur utan um mál barnsins. Forðast þarf að fjölskyldur finnst mál þeirra í lausu lofti. Árborg í góðri stöðu Óhætt er að segja að fjölskyldusvið sveitarfélagsins Árborgar hafi unnið frábært starf á þessum vettvangi frá stofnun þess árið 2019. Þá voru skólaþjónusta, félagsþjónusta og frístunda- og menningarsvið sameinuð í eitt stórt svið. Sviðið var stofnað með því markmiði meðal annars að móta samfellda þjónustu fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Farsældarlögin miðast við samspil félagsþjónustu, skólamála og frítímaþjónustu og því hægt að segja að sameiningin hafi verið fyrsta skrefið í þágu farsældar barna í Árborg. Árborg var því í mjög góðri stöðu og langt á veg komin með þessa samþættingu þegar lögin voru samþykkt á Alþingi. Staðan hefur verið það góð innan sveitarfélagsins eftir breytingarnar að eftir því hefur verið tekið og önnur sveitarfélög líta til Árborgar sem fyrirmyndar í útfærslu laganna. Unnið hefur verið markvisst með snemmtæka íhlutun, hún felst í því að grípa sem fyrst inn í málefni barna og koma í veg fyrir að þau vindi upp á sig og verði ill leysanleg. Gerum gott betra Alltaf er hægt að gera gott betra og það er hjartans mál fyrir Áfram Árborg að styðja við fjölskyldusvið og tryggja það að sú góða og dýrmæta vinna sem nú þegar hefur verið unnin haldi sér, vaxi og dafni. Áfram Árborg vill tryggja að leikskólar og grunnskólar fái stuðning frá sviðinu til þess að innleiða Farsældarlögin að fullu svo þjónustan skili sér þangað sem hennar er þörf. Áfram Árborg telur mikilvægt að styðja við það öfluga frumkvöðlastarf sem fram hefur farið á vettvangi frítímans í Árborg þannig að þar sé hægt að halda áfram að vera til staðar fyrir börn og fjölskyldur þeirra ásamt því að vera stuðningur við félags- og fræðslumál. Áfram Árborg vill skapa fjölskylduvænt samfélag, efla menntun ásamt félagslegum- og frístunda úrræðum fyrir fjölskylduna í heild. Áfram Árborg vill færa þjónustuna nær íbúum og uppfæra þjónustuna í takt í fjölbreyttar þarfir íbúa. Framtíðin er núna! Setjum X við Á þann 14. maí næstkomandi! Höfundar eru frambjóðendur í félagsmálanefnd fyrir Áfram Árborg.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar