Náum jafnvægi á húsnæðismarkaði Sigurður Ingi Jóhannsson og Orri Hlöðversson skrifa 11. maí 2022 13:15 Íbúar í Kópavogi eru tæpleg 39 þúsund eða ríflega 10% landsmanna. Bærinn hefur síðustu áratugina vaxið ört, ekki síst í tíð Sigurðar heitins Geirdal, bæjarstjóra Framsóknar í Kópavogi til fjölda ára. Forysta Kópavogs hefur í gegnum tíðina verið kraftmikil og byggt upp öflugt bæjarfélag með fjölbreyttu húsnæði sem fólk, ekki síst ungt fólk, hefur kosið að gera að sínu heimili. Hlutverk Kópavogs í uppbyggingu hefur verið mikið og verður það áfram. Bregðast verður við strax Brýnasta verkefni samfélagsins nú og næstu misseri er að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. Það er ljóst að skortur á nýjum lóðum og nýju húsnæði hefur ekki aðeins áhrif á ungt fólk og barnafjölskyldur sem eru að koma inn á markaðinn eða stækka við sig heldur einnig alvarleg áhrif á hækkun vísitölu og verðbólgu. Í kjölfarið kemur svo þrýstingur á vexti og laun. Hættan er því sú að til verði vítahringur sem verður öllu samfélaginu dýr. Nauðsynleg yfirsýn Ríkisstjórnin er að bregðast við því ójafnvægi sem hefur ríkt á húsnæðismarkaði. Húsnæðis- og skipulagsmál voru færð yfir í nýtt innviðaráðuneyti til að tryggja betri samhæfingu með sveitarfélögum og jafnvægi á húsnæðismarkaði. Nýtt innviðaráðuneytið gefur tækifæri til að skipuleggja húsnæðismálin upp á nýtt. Í fyrsta skipti hafa verið gerðar samræmdar húsnæðisáætlanir fyrir landið allt, byggt á raunþörf og þarfagreiningum sveitarfélagana, skipt niður á sveitarfélög og landshluta. Á næstu 10 árum þarf að byggja hvorki meira né minna en 35.000 íbúðir á landinu öllu. Þær munu þurfa að skiptast niður á landshluta þar sem tryggt er viðunandi húsnæði á viðráðanlegu verði. Sameiginleg sýn Til að stuðla að jafnvægi er mikilvægt að framboð húsnæðis sé í takt við þörf íbúa um allt land. Ein meginforsendan fyrir því að hægt sé að tryggja nauðsynlega uppbyggingu er að ríki og sveitarfélög sameinist um sýn og stefnu í húsnæðismálum. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og sveitarfélögin hafa það hlutverk að meta íbúðaþörf. Út frá því verður síðan að gera áætlanir til fjögurra ára, svokallaðar húsnæðisáætlanir, sem sýna fram á hvernig þörfinni fyrir húsnæði er mætt. Ein meginforsenda þess að stuðla að stöðugleika í húsnæðismálum og tryggja nauðsynlega uppbyggingu er að ríki og sveitarfélög sameinist um sýn og stefnu í húsnæðismálum til lengri tíma. Mikilvægar breytingar Nýtt innviðaráðuneyti skapar tækifæri til þess að láta skipulagsmál vinna í tak við húsnæðis- og samgöngumál. Það að hafa málefni sveitarfélaga, skipulags, húsnæðis, byggða og samgangna gefur einnig langþráð tækifæri til þess að samhæfa þessar áætlanir og einfalda og auka skilvirkni í afgreiðslu mála. Núna fara samskipti sveitarfélaga við ríkið í skipulags- og húsnæðismálum fram í gegnum mörg kerfi og stofnanir. Það er dýr og flókin stjórnsýsla. Með frekari samþættingu mun nást aukin yfirsýn, aukin hagkvæmni og markvissari áætlanagerð sem leiðir til aukins jafnvægis á húsnæðismarkaði. Öruggt húsnæði Næstu árin er mikilvægt að ríki og sveitarfélög taki höndum saman við að móta sameiginlega sýn og aðgerðir til þess að mæta þörfinni fyrir aukna uppbyggingu. Skipuleggja þarf lóðir fyrir fjölbreytt húsnæði sem tryggir öllum öruggt húsnæði. Það að hafa þak yfir höfuðið er eitt af grundvallaratriðunum í lífinu og má ekki verða svo fjárhagslega þungbært að fólk geti ekki notið lífsgæða. Félagsleg blöndun Með þeim breytingum sem orðið hafa með stofnun innviðaráðuneytis næst í fyrsta sinn nauðsynleg yfirsýn svo hægt verður að ná fram sameiginlegri sýn og stefnu ríkis og sveitarfélaga um það hversu mikið þarf að byggja, hvar og hvað þarf að byggja og stuðla þannig að jafnvægi á húsnæðismarkaði, þar með talið félagslegri blöndun. Því tengdu þá er mikilvægt að sveitarfélög hafi heimildir í lögum til að tryggja félagslega blöndun. Mikilvægar kosningar Ríki og sveitarfélög verða að taka sameiginlega ábyrgð á því að stuðla að stöðugleika í húsnæðismálum, gera ábyrgar áætlanir og fylgja þeim eftir. Þannig verður jafnvægi best tryggt. Það er mikilvægt að Kópavogur taki virkan þátt í því að bregðast við ójafnvæginu á húsnæðismarkaði. Sagan sýnir að krafturinn í bænum er mikill ef Framsókn er við stjórn. Þess vegna er mikilvægt að setja x við B í Kópavogi í kosningunum á laugardag. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður FramsóknarOrri Hlöðversson, oddviti Framsóknar í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Orri Hlöðversson Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsnæðismál Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Íbúar í Kópavogi eru tæpleg 39 þúsund eða ríflega 10% landsmanna. Bærinn hefur síðustu áratugina vaxið ört, ekki síst í tíð Sigurðar heitins Geirdal, bæjarstjóra Framsóknar í Kópavogi til fjölda ára. Forysta Kópavogs hefur í gegnum tíðina verið kraftmikil og byggt upp öflugt bæjarfélag með fjölbreyttu húsnæði sem fólk, ekki síst ungt fólk, hefur kosið að gera að sínu heimili. Hlutverk Kópavogs í uppbyggingu hefur verið mikið og verður það áfram. Bregðast verður við strax Brýnasta verkefni samfélagsins nú og næstu misseri er að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. Það er ljóst að skortur á nýjum lóðum og nýju húsnæði hefur ekki aðeins áhrif á ungt fólk og barnafjölskyldur sem eru að koma inn á markaðinn eða stækka við sig heldur einnig alvarleg áhrif á hækkun vísitölu og verðbólgu. Í kjölfarið kemur svo þrýstingur á vexti og laun. Hættan er því sú að til verði vítahringur sem verður öllu samfélaginu dýr. Nauðsynleg yfirsýn Ríkisstjórnin er að bregðast við því ójafnvægi sem hefur ríkt á húsnæðismarkaði. Húsnæðis- og skipulagsmál voru færð yfir í nýtt innviðaráðuneyti til að tryggja betri samhæfingu með sveitarfélögum og jafnvægi á húsnæðismarkaði. Nýtt innviðaráðuneytið gefur tækifæri til að skipuleggja húsnæðismálin upp á nýtt. Í fyrsta skipti hafa verið gerðar samræmdar húsnæðisáætlanir fyrir landið allt, byggt á raunþörf og þarfagreiningum sveitarfélagana, skipt niður á sveitarfélög og landshluta. Á næstu 10 árum þarf að byggja hvorki meira né minna en 35.000 íbúðir á landinu öllu. Þær munu þurfa að skiptast niður á landshluta þar sem tryggt er viðunandi húsnæði á viðráðanlegu verði. Sameiginleg sýn Til að stuðla að jafnvægi er mikilvægt að framboð húsnæðis sé í takt við þörf íbúa um allt land. Ein meginforsendan fyrir því að hægt sé að tryggja nauðsynlega uppbyggingu er að ríki og sveitarfélög sameinist um sýn og stefnu í húsnæðismálum. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og sveitarfélögin hafa það hlutverk að meta íbúðaþörf. Út frá því verður síðan að gera áætlanir til fjögurra ára, svokallaðar húsnæðisáætlanir, sem sýna fram á hvernig þörfinni fyrir húsnæði er mætt. Ein meginforsenda þess að stuðla að stöðugleika í húsnæðismálum og tryggja nauðsynlega uppbyggingu er að ríki og sveitarfélög sameinist um sýn og stefnu í húsnæðismálum til lengri tíma. Mikilvægar breytingar Nýtt innviðaráðuneyti skapar tækifæri til þess að láta skipulagsmál vinna í tak við húsnæðis- og samgöngumál. Það að hafa málefni sveitarfélaga, skipulags, húsnæðis, byggða og samgangna gefur einnig langþráð tækifæri til þess að samhæfa þessar áætlanir og einfalda og auka skilvirkni í afgreiðslu mála. Núna fara samskipti sveitarfélaga við ríkið í skipulags- og húsnæðismálum fram í gegnum mörg kerfi og stofnanir. Það er dýr og flókin stjórnsýsla. Með frekari samþættingu mun nást aukin yfirsýn, aukin hagkvæmni og markvissari áætlanagerð sem leiðir til aukins jafnvægis á húsnæðismarkaði. Öruggt húsnæði Næstu árin er mikilvægt að ríki og sveitarfélög taki höndum saman við að móta sameiginlega sýn og aðgerðir til þess að mæta þörfinni fyrir aukna uppbyggingu. Skipuleggja þarf lóðir fyrir fjölbreytt húsnæði sem tryggir öllum öruggt húsnæði. Það að hafa þak yfir höfuðið er eitt af grundvallaratriðunum í lífinu og má ekki verða svo fjárhagslega þungbært að fólk geti ekki notið lífsgæða. Félagsleg blöndun Með þeim breytingum sem orðið hafa með stofnun innviðaráðuneytis næst í fyrsta sinn nauðsynleg yfirsýn svo hægt verður að ná fram sameiginlegri sýn og stefnu ríkis og sveitarfélaga um það hversu mikið þarf að byggja, hvar og hvað þarf að byggja og stuðla þannig að jafnvægi á húsnæðismarkaði, þar með talið félagslegri blöndun. Því tengdu þá er mikilvægt að sveitarfélög hafi heimildir í lögum til að tryggja félagslega blöndun. Mikilvægar kosningar Ríki og sveitarfélög verða að taka sameiginlega ábyrgð á því að stuðla að stöðugleika í húsnæðismálum, gera ábyrgar áætlanir og fylgja þeim eftir. Þannig verður jafnvægi best tryggt. Það er mikilvægt að Kópavogur taki virkan þátt í því að bregðast við ójafnvæginu á húsnæðismarkaði. Sagan sýnir að krafturinn í bænum er mikill ef Framsókn er við stjórn. Þess vegna er mikilvægt að setja x við B í Kópavogi í kosningunum á laugardag. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður FramsóknarOrri Hlöðversson, oddviti Framsóknar í Kópavogi
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun