Tími kominn á innhverfin Hjálmar Sveinsson skrifar 11. maí 2022 12:46 Reykjavík byggðist í marga áratugi út á við. Í meira en 50 ár fólst allur vöxtur borgarinnar í því að byggja ný og ný úthverfi. Sífellt meira land var brotið undir nýja byggð, vegalengdir jukust, erfiðara varð um alla þjónustu og kostnaður við gerð innviða jókst stöðugt. Við eigum mörg góða úthverfi. Við þurfum ekki fleiri í bili. Nú er kominn tími á innhverfin. Það er komið að hverfunum sem við búum í, nýjum og gömlum. Við þurfum að fjárfesta í þeim næstu 10 árin. Sú fjárfesting er reyndar hafin af fullum krafti. Bylting hefur átt sé stað í gerð hjólastíga um alla borg, enda hefur hjólreiðafólki fjölgað verulega, skólalóðir hafa verið endurbættar í stórum stíl, sama er segja um hverfissundlaugar, gerð hafa verið falleg torg, bókasöfn eru smám saman að breytast í menningarhús, fjölnota íþróttahús hafa risið og aðstaða fyrir fimleika stórbætt. Og framtíðarsýnin er skýr. Í Græna planinu, fjárfestingaáætlun Reykjavíkur til 2030, eru lagðar línur fyrir grænar fjárfestingar og kraftmikla innviðauppbyggingu í öllum hverfum. Það þýðir að á næstu árum verður fjárfest fyrir tugi milljarða í hverfunum sem við búum í nú þegar. Leikskólar og grunnskólar munu rísa í þeim hverfum innan borgarmarkanna sem nú eru að byggjast býsna hratt. Skólar í grónum hverfum verða stækkaðir, áhersla verður lögð á græn svæði, gott aðgengi, list og menningu, hverfiskjarna, torg, göngugötur borgargötur, hjólastíga, endurbætur á Ylströnd og sérakreinar fyrir Borgarlínu, náttúrulaug í Fossvogsdal og verulegar endurbætur á Laugardalslaug. Þetta eru fjárfestingar í lífgæðum í hverfunum okkar Hugmyndir um að hefja á ný útþenslu byggðarinnar og þar með dreifingu hennar ganga gegn þessari áætlun og munu kippa fótunum undan mikilvægri fjárfestingu í hverfunum okkar næstu 10 árin. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík byggðist í marga áratugi út á við. Í meira en 50 ár fólst allur vöxtur borgarinnar í því að byggja ný og ný úthverfi. Sífellt meira land var brotið undir nýja byggð, vegalengdir jukust, erfiðara varð um alla þjónustu og kostnaður við gerð innviða jókst stöðugt. Við eigum mörg góða úthverfi. Við þurfum ekki fleiri í bili. Nú er kominn tími á innhverfin. Það er komið að hverfunum sem við búum í, nýjum og gömlum. Við þurfum að fjárfesta í þeim næstu 10 árin. Sú fjárfesting er reyndar hafin af fullum krafti. Bylting hefur átt sé stað í gerð hjólastíga um alla borg, enda hefur hjólreiðafólki fjölgað verulega, skólalóðir hafa verið endurbættar í stórum stíl, sama er segja um hverfissundlaugar, gerð hafa verið falleg torg, bókasöfn eru smám saman að breytast í menningarhús, fjölnota íþróttahús hafa risið og aðstaða fyrir fimleika stórbætt. Og framtíðarsýnin er skýr. Í Græna planinu, fjárfestingaáætlun Reykjavíkur til 2030, eru lagðar línur fyrir grænar fjárfestingar og kraftmikla innviðauppbyggingu í öllum hverfum. Það þýðir að á næstu árum verður fjárfest fyrir tugi milljarða í hverfunum sem við búum í nú þegar. Leikskólar og grunnskólar munu rísa í þeim hverfum innan borgarmarkanna sem nú eru að byggjast býsna hratt. Skólar í grónum hverfum verða stækkaðir, áhersla verður lögð á græn svæði, gott aðgengi, list og menningu, hverfiskjarna, torg, göngugötur borgargötur, hjólastíga, endurbætur á Ylströnd og sérakreinar fyrir Borgarlínu, náttúrulaug í Fossvogsdal og verulegar endurbætur á Laugardalslaug. Þetta eru fjárfestingar í lífgæðum í hverfunum okkar Hugmyndir um að hefja á ný útþenslu byggðarinnar og þar með dreifingu hennar ganga gegn þessari áætlun og munu kippa fótunum undan mikilvægri fjárfestingu í hverfunum okkar næstu 10 árin. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar