Hvetja foreldra til að elska börnin sín skilyrðislaust Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifa 10. maí 2022 22:19 Systur á blaðamannafundi í Tórínó rétt í þessu. Vísir Systurnar Elín, Beta og Sigga Eyþórsdætur stóðu sig með mikilli prýði á blaðamannafundinum eftir keppnina. Hvert atriði sem komst áfram fékk tvær spurningar og svöruðu stelpurnar af miklu öryggi og yfirvegun. Jens Geerst var með fyrstu spurninguna fyrir systurnar og vinnur hjá OutTV sem er hinsegin fjölmiðill. Jens er trans og þakkaði þeim innilega fyrir að vekja athygli á mikilvægu málefni. Í kjölfarið spurði Jens hvort það væri ástæða á bak við það að þær vildu vekja athygli á málefnum trans fólks. Sigga svaraði og sagði ástæðuna meðal annars að hún sé sjálf foreldri trans barns. Þegar barnið hennar kom út sem trans segist hún í kjölfarið hafa áttað sig á fáfræði og fordómum hjá mörgum og sagði að þær vildu með þessum sýnileika og skilaboðum hvetja foreldra til að elska börnin sín skilyrðislaust og reyna að koma í veg fyrir fáfræði og fordóma. Danskur fjölmiðlamaður spurði Systur út í lagið, sem hafði ekki verið verið ofarlega í veðbönkum, út í einstaka íslenska hljóðið og hvort þetta hefði komið þeim á óvart. Sigga svaraði að lög þurfi ekki alltaf að vera risastór. Ísland sjálft sé til dæmis lítið og þær hafi náð með sanni að vera samkvæmar sjálfum sér í þessu atriði. Skilaboð lagsins séu mikilvægasti fókusinn og Systur vilji veita fólki von. Fólki sem sé til dæmis ekki frjálst, eins og fólk í Úkraínu. „Við ættum öll að standa saman og við megum ekki láta fjölmiðla normalísera stríðið.“ Systur drógu upp úr skálinni að þær verða í seinni hluta lokakvölds Eurovision á laugardag. Lagið Með hækkandi sól verður flutt aftur á Eurovision sviðinu á laugardag.Vísir/Sylvía Rut Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum. Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi. Eurovision Júrógarðurinn Málefni trans fólks Ástin og lífið Börn og uppeldi Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur með Systrum Systur flugu áfram upp úr fyrri undanúrslitum Eurovision í kvöld og snúa aftur á lokakvöldinu á laugardag. 10. maí 2022 21:19 Systur snúa aftur á úrslitakvöldinu Framlag Íslands í Eurovision í flutningi Siggu, Betu og Elínar Eyþórsdætra komst áfram í fyrri undanúrslitum keppninnar í kvöld og tryggðu þær sér þátttökurétt á úrslitakvöldinu á laugardag. 10. maí 2022 21:06 Twitter um kvöldið: Ísland í úrslit og Danir fara heim Íslendingar virðast almennt mjög ánægðir með flutning Systra á lagi sínu Með hækkandi sól í fyrri undanúrslitum Eurovision. 10. maí 2022 20:50 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Jens Geerst var með fyrstu spurninguna fyrir systurnar og vinnur hjá OutTV sem er hinsegin fjölmiðill. Jens er trans og þakkaði þeim innilega fyrir að vekja athygli á mikilvægu málefni. Í kjölfarið spurði Jens hvort það væri ástæða á bak við það að þær vildu vekja athygli á málefnum trans fólks. Sigga svaraði og sagði ástæðuna meðal annars að hún sé sjálf foreldri trans barns. Þegar barnið hennar kom út sem trans segist hún í kjölfarið hafa áttað sig á fáfræði og fordómum hjá mörgum og sagði að þær vildu með þessum sýnileika og skilaboðum hvetja foreldra til að elska börnin sín skilyrðislaust og reyna að koma í veg fyrir fáfræði og fordóma. Danskur fjölmiðlamaður spurði Systur út í lagið, sem hafði ekki verið verið ofarlega í veðbönkum, út í einstaka íslenska hljóðið og hvort þetta hefði komið þeim á óvart. Sigga svaraði að lög þurfi ekki alltaf að vera risastór. Ísland sjálft sé til dæmis lítið og þær hafi náð með sanni að vera samkvæmar sjálfum sér í þessu atriði. Skilaboð lagsins séu mikilvægasti fókusinn og Systur vilji veita fólki von. Fólki sem sé til dæmis ekki frjálst, eins og fólk í Úkraínu. „Við ættum öll að standa saman og við megum ekki láta fjölmiðla normalísera stríðið.“ Systur drógu upp úr skálinni að þær verða í seinni hluta lokakvölds Eurovision á laugardag. Lagið Með hækkandi sól verður flutt aftur á Eurovision sviðinu á laugardag.Vísir/Sylvía Rut Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum. Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi.
Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum. Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi.
Eurovision Júrógarðurinn Málefni trans fólks Ástin og lífið Börn og uppeldi Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur með Systrum Systur flugu áfram upp úr fyrri undanúrslitum Eurovision í kvöld og snúa aftur á lokakvöldinu á laugardag. 10. maí 2022 21:19 Systur snúa aftur á úrslitakvöldinu Framlag Íslands í Eurovision í flutningi Siggu, Betu og Elínar Eyþórsdætra komst áfram í fyrri undanúrslitum keppninnar í kvöld og tryggðu þær sér þátttökurétt á úrslitakvöldinu á laugardag. 10. maí 2022 21:06 Twitter um kvöldið: Ísland í úrslit og Danir fara heim Íslendingar virðast almennt mjög ánægðir með flutning Systra á lagi sínu Með hækkandi sól í fyrri undanúrslitum Eurovision. 10. maí 2022 20:50 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Bein útsending: Blaðamannafundur með Systrum Systur flugu áfram upp úr fyrri undanúrslitum Eurovision í kvöld og snúa aftur á lokakvöldinu á laugardag. 10. maí 2022 21:19
Systur snúa aftur á úrslitakvöldinu Framlag Íslands í Eurovision í flutningi Siggu, Betu og Elínar Eyþórsdætra komst áfram í fyrri undanúrslitum keppninnar í kvöld og tryggðu þær sér þátttökurétt á úrslitakvöldinu á laugardag. 10. maí 2022 21:06
Twitter um kvöldið: Ísland í úrslit og Danir fara heim Íslendingar virðast almennt mjög ánægðir með flutning Systra á lagi sínu Með hækkandi sól í fyrri undanúrslitum Eurovision. 10. maí 2022 20:50