Græna borgin Reynir Heiðar Antonsson skrifar 10. maí 2022 16:00 Það hefur verið töluverður uppgangur á Akureyri að undanförnu. Eitt gleggsta merkið um það er að hér ríkir hálfgert Reykjavíkurástand í húsnæðismálum. Líklega þó ekki af sama tagi og í Reykjavík þar sem fasteignaverð hefur hækkað svo mjög vegna þeirra tilhneigingar verktaka að byggja svo dýrt húsnæði að venjulegt fólk hefur ekki haft efni á því. Þó líka spili inn í hversu erfitt það er að fá greiðslumat þannig að fólk neyðist til þess að leigja á sjöföldu evrópsku okurverði enda engar hömlur hér í lögum á leigumarkaðsverði. Mikilvægt er að sú uppbygging sem nú í pípunum er hér á Akureyri verði þannig að venjulegt fólk ráði við að kaupa eða leigja. Mjög mætti auka hér framboð á starfsemi óhagnaðardrifinna leigufélaga og húsnæðissamvinnufélaga. Annars er þessi húsnæðisvandi öðrum þræði til marks um að fólk vilji búa á Akureyri enda hefur bærinn auðvitað mikið aðdráttarafl. Hugmyndir eru uppi um að Akureyri verði svokölluð svæðisborg, en óljóst er hvað í því felst og verður það vonandi eitthvað meira heldur en hugmyndin um vetraríþróttarmiðstöð Íslands sem aldrei hefur almennilega komist á koppinn vegna þess að henni hefur ekki fylgt fjármagn. Sennilega er besta lausnin varðandi svæðisborgina að skipaður verði starfshópur ríkis og bæjaryfirvalda sem geri einhvers konar borgarsáttmála sín á milli og þeim sáttmála þyrfti að sjálfsögðu að fylgja skýrt afmarkað fjármagn. Með svæðisborg er þó engann veginn átt við að Akureyri verði yfir önnur sveitarfélög hafin heldur á hún að vera fremst meðal jafningja. Því miður er byggðaþróun á Íslandi meira í ætt við Kúveit eða Mongólíu heldur en þróuð lönd. Íslensk byggðaþróun er hvorki umhverfis- né efnahagslega hagkvæm því borgríkið við Faxaflóa getur aldrei orðið sjálfbært. Akureyri hefur að mörgu leyti unnið brautryðjandi starf í umhverfismálum t.d. urðum við meðal fyrstu sveitarfélaga til þess að flokka sorp, strætisvagnar hér ganga fyrir endurunnu rusli og reynt er að vinna markvisst gegn svifryki. Akureyri hefur alla burði til að verða græn svæðisborg sem ekki tekur neitt frá öðrum sveitarfélögum, heldur stendur í forystu fyri þeim fjölbreyttu landsbyggðum sem okkar stóra land samanstendur af. Höfundur er stjórnmálafræðingur og skipar 16. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið töluverður uppgangur á Akureyri að undanförnu. Eitt gleggsta merkið um það er að hér ríkir hálfgert Reykjavíkurástand í húsnæðismálum. Líklega þó ekki af sama tagi og í Reykjavík þar sem fasteignaverð hefur hækkað svo mjög vegna þeirra tilhneigingar verktaka að byggja svo dýrt húsnæði að venjulegt fólk hefur ekki haft efni á því. Þó líka spili inn í hversu erfitt það er að fá greiðslumat þannig að fólk neyðist til þess að leigja á sjöföldu evrópsku okurverði enda engar hömlur hér í lögum á leigumarkaðsverði. Mikilvægt er að sú uppbygging sem nú í pípunum er hér á Akureyri verði þannig að venjulegt fólk ráði við að kaupa eða leigja. Mjög mætti auka hér framboð á starfsemi óhagnaðardrifinna leigufélaga og húsnæðissamvinnufélaga. Annars er þessi húsnæðisvandi öðrum þræði til marks um að fólk vilji búa á Akureyri enda hefur bærinn auðvitað mikið aðdráttarafl. Hugmyndir eru uppi um að Akureyri verði svokölluð svæðisborg, en óljóst er hvað í því felst og verður það vonandi eitthvað meira heldur en hugmyndin um vetraríþróttarmiðstöð Íslands sem aldrei hefur almennilega komist á koppinn vegna þess að henni hefur ekki fylgt fjármagn. Sennilega er besta lausnin varðandi svæðisborgina að skipaður verði starfshópur ríkis og bæjaryfirvalda sem geri einhvers konar borgarsáttmála sín á milli og þeim sáttmála þyrfti að sjálfsögðu að fylgja skýrt afmarkað fjármagn. Með svæðisborg er þó engann veginn átt við að Akureyri verði yfir önnur sveitarfélög hafin heldur á hún að vera fremst meðal jafningja. Því miður er byggðaþróun á Íslandi meira í ætt við Kúveit eða Mongólíu heldur en þróuð lönd. Íslensk byggðaþróun er hvorki umhverfis- né efnahagslega hagkvæm því borgríkið við Faxaflóa getur aldrei orðið sjálfbært. Akureyri hefur að mörgu leyti unnið brautryðjandi starf í umhverfismálum t.d. urðum við meðal fyrstu sveitarfélaga til þess að flokka sorp, strætisvagnar hér ganga fyrir endurunnu rusli og reynt er að vinna markvisst gegn svifryki. Akureyri hefur alla burði til að verða græn svæðisborg sem ekki tekur neitt frá öðrum sveitarfélögum, heldur stendur í forystu fyri þeim fjölbreyttu landsbyggðum sem okkar stóra land samanstendur af. Höfundur er stjórnmálafræðingur og skipar 16. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun