Viðreisn vill skóla fyrir alla Karólína Helga Símonardóttir skrifar 7. maí 2022 15:30 Ítrekað hefur verið kallað eftir því, bæði frá foreldrum sem og skólastéttinni, að innan bæjarins sé aukinn metnaður í stefnu bæjarins á einstaklingsmiðuðu námi. Enn og aftur virðist það vefjast fyrir skólayfirvöldum hvernig eigi mögulega að snúa sér í þessari stefnu, með alla þessa flóru barna. Ég furða mig á því, verandi grunnskóla foreldri núna í samanlagt næstum 16 ár að við erum enn þá að reyna finna upp hjólið, meira en það, við erum að slökkva mun stærri elda en voru hérna þegar mitt elsta barn byrjaði sína skólagöngu. En hvað er hægt að gera? Um daginn spurði mig foreldri: „hvað ætlar pólitíkin að gera? Hvernig ætlið þið að mæta þörfum barnsins míns? Og allra hinna 24 nemendanna í kennslustofnunni?“. Ég skil spurninguna vel. Hér er ekki við kennara og starfsfólk skólanna að saka. Hér hefur vantað, í alltof langan tíma, metnaðarfulla framtíðarsýn í skólamálum. Það er ekki nóg að búa til stefnur og innleiða hugmyndir nema að því fylgi almennilegt fjármagn og stuðningur. Og markvissar aðgerðir. Við í Viðreisn Hafnarfirði ætlum að taka metnaðarfull skref í átt að því að skólar séu fyrir einstaklinga, að meginmarkmið á öllum skólastigum Hafnarfjarðar sé að efla sjálfsmynd einstaklinganna. Það er mikilvægt að börnunum okkar líði vel á þessum vinnustað sem þau eru föst á marga klukkutíma á dag. Veltu fyrir þér, ef þér hefur liðið illa á vinnustað; hvernig gekk þér í þeirri vinnu? Vellíðan barna er nauðsynleg til þess að þau geti raunverulega lært. Að líða vel og hafa gaman að námi ýtir undir áhuga og bætir árangur. Með þessu viljum við undirbúa forvitna, lífsglaða og sjálfsörugga einstaklinga sem hafa getu til að standa á eigin fótum, rýna sér til gagns og taka virkan þátt í lýðræðissamfélagi. Við ætlum að auka frelsi grunn- og leikskóla Hafnarfjarðar og draga úr miðstýringu. Við viljum færa valdið aftur inn í skólanna til stjórnenda og kennara. Eflum það frábæra fólk sem starfar innan skólakerfisins, búum til umgjörð þar sem það hefur meira rými til að gera það sem það gerir best; fræða og þroska börnin. Vellíðan þeirra er líka grundvöllur á árangursríkum skólum. Við viljum efla til muna stoðþjónustu leik- og grunnskóla þar sem höfuðáhersla verður lögð á snemmtæka íhlutun og ekki síður eftirfylgni. Við viljum að lagt sé fjármagn í það að fjölga stöðugildum innan skólanna til að styðja við skólastarfið, horft sé til þess að bæta inn fagmenntuðum iðju- og þroskaþjálfum, talmeinafræðingum sem og sálfræðingum. Meira frelsi, meiri Viðreisn Höfundur skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Viðreisn Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ítrekað hefur verið kallað eftir því, bæði frá foreldrum sem og skólastéttinni, að innan bæjarins sé aukinn metnaður í stefnu bæjarins á einstaklingsmiðuðu námi. Enn og aftur virðist það vefjast fyrir skólayfirvöldum hvernig eigi mögulega að snúa sér í þessari stefnu, með alla þessa flóru barna. Ég furða mig á því, verandi grunnskóla foreldri núna í samanlagt næstum 16 ár að við erum enn þá að reyna finna upp hjólið, meira en það, við erum að slökkva mun stærri elda en voru hérna þegar mitt elsta barn byrjaði sína skólagöngu. En hvað er hægt að gera? Um daginn spurði mig foreldri: „hvað ætlar pólitíkin að gera? Hvernig ætlið þið að mæta þörfum barnsins míns? Og allra hinna 24 nemendanna í kennslustofnunni?“. Ég skil spurninguna vel. Hér er ekki við kennara og starfsfólk skólanna að saka. Hér hefur vantað, í alltof langan tíma, metnaðarfulla framtíðarsýn í skólamálum. Það er ekki nóg að búa til stefnur og innleiða hugmyndir nema að því fylgi almennilegt fjármagn og stuðningur. Og markvissar aðgerðir. Við í Viðreisn Hafnarfirði ætlum að taka metnaðarfull skref í átt að því að skólar séu fyrir einstaklinga, að meginmarkmið á öllum skólastigum Hafnarfjarðar sé að efla sjálfsmynd einstaklinganna. Það er mikilvægt að börnunum okkar líði vel á þessum vinnustað sem þau eru föst á marga klukkutíma á dag. Veltu fyrir þér, ef þér hefur liðið illa á vinnustað; hvernig gekk þér í þeirri vinnu? Vellíðan barna er nauðsynleg til þess að þau geti raunverulega lært. Að líða vel og hafa gaman að námi ýtir undir áhuga og bætir árangur. Með þessu viljum við undirbúa forvitna, lífsglaða og sjálfsörugga einstaklinga sem hafa getu til að standa á eigin fótum, rýna sér til gagns og taka virkan þátt í lýðræðissamfélagi. Við ætlum að auka frelsi grunn- og leikskóla Hafnarfjarðar og draga úr miðstýringu. Við viljum færa valdið aftur inn í skólanna til stjórnenda og kennara. Eflum það frábæra fólk sem starfar innan skólakerfisins, búum til umgjörð þar sem það hefur meira rými til að gera það sem það gerir best; fræða og þroska börnin. Vellíðan þeirra er líka grundvöllur á árangursríkum skólum. Við viljum efla til muna stoðþjónustu leik- og grunnskóla þar sem höfuðáhersla verður lögð á snemmtæka íhlutun og ekki síður eftirfylgni. Við viljum að lagt sé fjármagn í það að fjölga stöðugildum innan skólanna til að styðja við skólastarfið, horft sé til þess að bæta inn fagmenntuðum iðju- og þroskaþjálfum, talmeinafræðingum sem og sálfræðingum. Meira frelsi, meiri Viðreisn Höfundur skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun