Framsókn til framtíðar í húsnæðismálum í Fjarðabyggð Jón Björn Hákonarson skrifar 7. maí 2022 12:01 Fjarðabyggð er sístækkandi samfélag þar sem vaxandi þörf hefur orðið eftir íbúðarhúsnæði á síðustu misserum. Það er því af sem áður var þegar dræm sala var á íbúðarhúsnæði og verð voru lág. Mikil eftirspurn er nú eftir íbúðarhúsnæði í Fjarðabyggð og auk þess hefur fjöldi úthlutaðra byggingarlóða ekki verið meiri um nokkuð langa hríð. Í fyrirsjánlegri framtíð er ljóst að eftirspurn mun aukast og ljóst að eitt af þeim fjölmörgu verkefnum sem bíður nýrrar bæjarstjórnar Fjarðabyggðar að loknum kosningum er að takast á við þetta verkefni og koma til móts við þessa þörf. Greiðum fyrir byggingu húsnæðis Framsókn í Fjarðabyggð mun á komandi kjörtímabili leggja höfuðáherslu á greiða fyrir byggingu húsnæðis í sveitarfélaginu eftir ýmsum leiðum. Mikil þörf er fyrir nýtt íbúðarhúsnæði í Fjarðabyggð til að hingað geti flutt nýjir íbúar. Þá er ekki síður þörf fyrir minna húsnæði fyrir þá íbúa sem vilja minnka við sig og selja stærri eignir ásamt því að efla leigumarkað í hverfum Fjarðabyggðar. Framsókn í Fjarðabyggð mun áfram leggja áherslu á að framhald verði á afslætti á gatnagerðargjöldum en síðustu ár hefur verið veittur 75% afsláttur af þeim til að liðka fyrir nýbyggingum í sveitarfélaginu. Þá þarf að tryggja áfram nægt framboð lóða í öllum hverfum. Skoða þarf alla möguleika í þeim efnum m.a. að þétta byggð í núverandi hverfum og byggja á lausum lóðum innan eldri byggðar. Þá þarf að meta þörf hverju sinni fyrir uppbyggingu nýrra hverfa og hefja undirbúning þess þar sem þess er þörf. Þá þarf einnig að kanna möguleika á því að útbúa lóðir, eftir þörfum, í minni hverfum Fjarðabyggðar þannig að þær verði tilbúnar til að byggja á þeim og liðka þannig fyrir uppbyggingu í þeim hverfum Fjarðabyggðar þar sem nýbyggingar hafa ekki risið um langt skeið. Við höfum látið verkin tala Framsókn hefur á þessu kjörtímabili unnið að þessum málum af krafti, og markverður árangur hefur náðst. Eitt af því sem unnið hefur verið að af upp á síðkastið er að koma á stað byggingum í samstarfi við opinbera aðila á leigumarkaði. Stigið var mikilvægt skref á liðnu hausti er Fjarðabyggð lagði íbúðir sínar inn í óhagnaðardrifna leigufélagið Bríet sem stjórnvöld höfðu stofnað. Með því eignaðist Fjarðabyggð hlut í Bríet og um leið renndi stoðum undir byggingu nýrra leiguíbúða í hverfum Fjarðabyggðar. Fyrstu verkefnin í þeim efnum litu svo ljós í vikunni sem er að líða er skrifað var undir samning milli Bríetar, Fjarðabyggðar, HMS og Búðinga ehf. um byggingu fjögurra leiguíbúða á Norðfirði sem rísa munu á sumri komanda, tveggja íbúða á Breiðdalsvík sem hafist verður handa við að byggja næsta haust og um leið keyptar tvær íbúðir á Fáskrúðsfirði sem tilbúnar verða í sumar. Er hér um mjög mikilvægt verkefni að ræða sem efla mun leigumarkað í Fjarðabyggð. Þá verður nú í maí hafist handa við undirbúning að viljayfirlýsingu um byggingu leiguíbúða á Eskifirði og Stöðvarfirði sem boðnar verða þá út á sumri komanda. Þá stóð Fjarðabyggð einnig að stofnun Brákar húsnæðissjálfseignarstofnunar í vetur með fleiri sveitarfélögum á landsbyggðinni. Brák húsnæðissjálfseignarstofnun mun byggja húsnæði fyrir tekjulægri hópa og er þegar hafin bygging fimm íbúða á vegum hennar á Reyðarfirði sem tilbúnar verða á komandi hausti og mikil þörf er fyrir. Þá Sótti Fjarðabyggð um stofnframlög til HMS, nú í vor, fyrir frekari slíka uppbyggingu á vegum Brákar á Eskifirði og Norðfirði og mun það liggja fyrir í júní næstkomandi hvort þau framlög fáist. Mun verða sótt um fleiri slík stofnframlög svo í framhaldi af því í fleiri hverfum sveitarfélagsins. Þannig verður brugðist við þörf fyrir slík úrræði sem víðast í sveitarfélaginu. Verk Framsóknar í Fjarðabyggð að undanförnu sína að okkur er treystandi til að halda vel á þessum málaflokki og sækja fram í húsnæðismálum í Fjarðabyggð. Framsókn í Fjarðabyggð mun halda því áfram á næstu árum, fáum við til þess stuðning, og tryggja að skortur á húsnæði hamli ekki því að Fjarðabyggð geti haldið áfram að vaxa og dafna. Því óskum við eftir stuðningi ykkar kæru sveitungar í sveitarstjórnarkosningunum þann 14.maí nk. Setjum X við B fyrir framsókn til framtíðar í húsnæðismálum í Fjarðabyggð. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar, og situr í 1. sæti á lista Framsóknar í Fjarðabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Björn Hákonarson Fjarðabyggð Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsnæðismál Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Fjarðabyggð er sístækkandi samfélag þar sem vaxandi þörf hefur orðið eftir íbúðarhúsnæði á síðustu misserum. Það er því af sem áður var þegar dræm sala var á íbúðarhúsnæði og verð voru lág. Mikil eftirspurn er nú eftir íbúðarhúsnæði í Fjarðabyggð og auk þess hefur fjöldi úthlutaðra byggingarlóða ekki verið meiri um nokkuð langa hríð. Í fyrirsjánlegri framtíð er ljóst að eftirspurn mun aukast og ljóst að eitt af þeim fjölmörgu verkefnum sem bíður nýrrar bæjarstjórnar Fjarðabyggðar að loknum kosningum er að takast á við þetta verkefni og koma til móts við þessa þörf. Greiðum fyrir byggingu húsnæðis Framsókn í Fjarðabyggð mun á komandi kjörtímabili leggja höfuðáherslu á greiða fyrir byggingu húsnæðis í sveitarfélaginu eftir ýmsum leiðum. Mikil þörf er fyrir nýtt íbúðarhúsnæði í Fjarðabyggð til að hingað geti flutt nýjir íbúar. Þá er ekki síður þörf fyrir minna húsnæði fyrir þá íbúa sem vilja minnka við sig og selja stærri eignir ásamt því að efla leigumarkað í hverfum Fjarðabyggðar. Framsókn í Fjarðabyggð mun áfram leggja áherslu á að framhald verði á afslætti á gatnagerðargjöldum en síðustu ár hefur verið veittur 75% afsláttur af þeim til að liðka fyrir nýbyggingum í sveitarfélaginu. Þá þarf að tryggja áfram nægt framboð lóða í öllum hverfum. Skoða þarf alla möguleika í þeim efnum m.a. að þétta byggð í núverandi hverfum og byggja á lausum lóðum innan eldri byggðar. Þá þarf að meta þörf hverju sinni fyrir uppbyggingu nýrra hverfa og hefja undirbúning þess þar sem þess er þörf. Þá þarf einnig að kanna möguleika á því að útbúa lóðir, eftir þörfum, í minni hverfum Fjarðabyggðar þannig að þær verði tilbúnar til að byggja á þeim og liðka þannig fyrir uppbyggingu í þeim hverfum Fjarðabyggðar þar sem nýbyggingar hafa ekki risið um langt skeið. Við höfum látið verkin tala Framsókn hefur á þessu kjörtímabili unnið að þessum málum af krafti, og markverður árangur hefur náðst. Eitt af því sem unnið hefur verið að af upp á síðkastið er að koma á stað byggingum í samstarfi við opinbera aðila á leigumarkaði. Stigið var mikilvægt skref á liðnu hausti er Fjarðabyggð lagði íbúðir sínar inn í óhagnaðardrifna leigufélagið Bríet sem stjórnvöld höfðu stofnað. Með því eignaðist Fjarðabyggð hlut í Bríet og um leið renndi stoðum undir byggingu nýrra leiguíbúða í hverfum Fjarðabyggðar. Fyrstu verkefnin í þeim efnum litu svo ljós í vikunni sem er að líða er skrifað var undir samning milli Bríetar, Fjarðabyggðar, HMS og Búðinga ehf. um byggingu fjögurra leiguíbúða á Norðfirði sem rísa munu á sumri komanda, tveggja íbúða á Breiðdalsvík sem hafist verður handa við að byggja næsta haust og um leið keyptar tvær íbúðir á Fáskrúðsfirði sem tilbúnar verða í sumar. Er hér um mjög mikilvægt verkefni að ræða sem efla mun leigumarkað í Fjarðabyggð. Þá verður nú í maí hafist handa við undirbúning að viljayfirlýsingu um byggingu leiguíbúða á Eskifirði og Stöðvarfirði sem boðnar verða þá út á sumri komanda. Þá stóð Fjarðabyggð einnig að stofnun Brákar húsnæðissjálfseignarstofnunar í vetur með fleiri sveitarfélögum á landsbyggðinni. Brák húsnæðissjálfseignarstofnun mun byggja húsnæði fyrir tekjulægri hópa og er þegar hafin bygging fimm íbúða á vegum hennar á Reyðarfirði sem tilbúnar verða á komandi hausti og mikil þörf er fyrir. Þá Sótti Fjarðabyggð um stofnframlög til HMS, nú í vor, fyrir frekari slíka uppbyggingu á vegum Brákar á Eskifirði og Norðfirði og mun það liggja fyrir í júní næstkomandi hvort þau framlög fáist. Mun verða sótt um fleiri slík stofnframlög svo í framhaldi af því í fleiri hverfum sveitarfélagsins. Þannig verður brugðist við þörf fyrir slík úrræði sem víðast í sveitarfélaginu. Verk Framsóknar í Fjarðabyggð að undanförnu sína að okkur er treystandi til að halda vel á þessum málaflokki og sækja fram í húsnæðismálum í Fjarðabyggð. Framsókn í Fjarðabyggð mun halda því áfram á næstu árum, fáum við til þess stuðning, og tryggja að skortur á húsnæði hamli ekki því að Fjarðabyggð geti haldið áfram að vaxa og dafna. Því óskum við eftir stuðningi ykkar kæru sveitungar í sveitarstjórnarkosningunum þann 14.maí nk. Setjum X við B fyrir framsókn til framtíðar í húsnæðismálum í Fjarðabyggð. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar, og situr í 1. sæti á lista Framsóknar í Fjarðabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 14. maí.
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun