Hverfið mitt, borgin okkar Birkir Ingibjartsson skrifar 7. maí 2022 07:00 Það er oft sagt að mestu verðmæti hverrar þjóðar séu falin í hinu byggða umhverfi. Þar verjum við mestum okkar tíma en ekki síður fjármunum. Það er kostnaðarsamt að byggja ný hús og hverfi en í núverandi byggingum, götum, ljósastaurum og görðum eru bundnar miklar fjárfestingar. Víða hefur það tekið þrjár til fimm kynslóðir borgarbúa að byggja upp og græða núverandi borgarlandslag. Styrkur Reykjavíkur felst í þeim fjölbreyttu hverfum sem eru í borginni, hver með sitt sérkenni. Þar býr mesti félagsauður borgarinnar, í íbúum og þeim samfélögum sem innan hennar þrífast og dafna. Stærð þeirra og hlutverk eru ólík og mörg en hverfi borgarinnar eru öll sterkar samfélagseiningar sem mikilvægt er að hlúa að og fjárfesta í. Við frambjóðendur og sjálfboðaliðar Samfylkingarinnar í Reykjavík höfum verið að ganga í hús í hverfum Reykjavíkur. Bankað uppá hjá íbúum og rætt við þau um málefni þeirra hverfis. Bæði í afmörkuðum málum sem snerta hverfin beint en einnig í samhengi við þróun Reykjavíkur og höfuðborgarsvæðisins í heild sinni. Húsnæðis- og samgöngumálin eru málaflokkar sem eru fólki ofarlega í huga en ekki síst loftslags- og umhverfismálin. Þar stöndum við frammi fyrir stórum úrlausnarefnum sem snerta okkur öll og mikilvægt er að taka föstum tökum. Mikilvægi þessara málaflokka krefst þess að við fjárfestum í núverandi hverfum borgarinnar og þéttum byggð innan þeirra. Með nýjum íbúum eykst fjölbreytileiki mannlífsins innan hverfanna. Það eykur breidd og styrk þeirra samfélaga sem þar eru fyrir en getur líka verið þörf innspýting til að bregðast við aukinni einsleitni sem fylgt hefur hækkandi aldri þjóðarinnar. Með nýjum og endurbættum innviðum auk fjölgun íbúa verða hverfin betur til þess fallin að takast á við áskoranir samtímans og framtíðarinnar. Við viljum öll öflugri nærþjónustu, sjálfbærari hverfi og meiri nánd okkar á milli. Þar skipta fjölbreytt og sterk hverfi miklu máli. Að búa til vel starfandi samfélög innan nýrra hverfa er hinsvegar ekki eitthvað sem hægt er að skilgreina á teikniborðinu. Það krefst áhuga, vilja, þátttöku og tíma frá íbúum hverfanna. Þau þarf að byggja upp frá grunni og viðhalda. Þar græða nýir íbúar hverfanna mest. Í eldri hverfum eru félagslegir innviðir til staðar sem hægt er að ganga inn í og byrja strax að taka þátt. Þar er mikil þekking og reynsla á málefnum hverfisins sem getur veitt nýjum íbúum mikla hjálp við að koma sér fyrir í nýju umhverfi. Það hefur verið gaman að hitta fólkið í borginni og okkur hjá Samfylkingunni verið vel tekið í okkar heimsóknum. Reykvíkingar eru stoltir af borginni sinni en horfa ekki síður með brennandi áhuga á sitt eigið nærumhverfi. Hverfin eru þeirra heimili og oft sú samfélagsmiðja sem þau skilgreina sig útfrá. Íbúar borgarinnar hafa sterkar skoðanir á þróun borgarinnar og eru oft mjög gagnrýnin á það sem er gallað og þarf að laga. Það er ekki vegna skorts á stolti, heldur einmitt vegna sterkra tilfinninga í garð borgarinnar og þess samfélags sem hér býr. Um helgina ætlum við í Samfylkingunni að ganga í hús í Vesturbæ og Hlíðum. Við hlökkum til að banka á dyr hjá ykkur og ræða málin. Höfundur er arkitekt og skipar 8. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Birkir Ingibjartsson Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Það er oft sagt að mestu verðmæti hverrar þjóðar séu falin í hinu byggða umhverfi. Þar verjum við mestum okkar tíma en ekki síður fjármunum. Það er kostnaðarsamt að byggja ný hús og hverfi en í núverandi byggingum, götum, ljósastaurum og görðum eru bundnar miklar fjárfestingar. Víða hefur það tekið þrjár til fimm kynslóðir borgarbúa að byggja upp og græða núverandi borgarlandslag. Styrkur Reykjavíkur felst í þeim fjölbreyttu hverfum sem eru í borginni, hver með sitt sérkenni. Þar býr mesti félagsauður borgarinnar, í íbúum og þeim samfélögum sem innan hennar þrífast og dafna. Stærð þeirra og hlutverk eru ólík og mörg en hverfi borgarinnar eru öll sterkar samfélagseiningar sem mikilvægt er að hlúa að og fjárfesta í. Við frambjóðendur og sjálfboðaliðar Samfylkingarinnar í Reykjavík höfum verið að ganga í hús í hverfum Reykjavíkur. Bankað uppá hjá íbúum og rætt við þau um málefni þeirra hverfis. Bæði í afmörkuðum málum sem snerta hverfin beint en einnig í samhengi við þróun Reykjavíkur og höfuðborgarsvæðisins í heild sinni. Húsnæðis- og samgöngumálin eru málaflokkar sem eru fólki ofarlega í huga en ekki síst loftslags- og umhverfismálin. Þar stöndum við frammi fyrir stórum úrlausnarefnum sem snerta okkur öll og mikilvægt er að taka föstum tökum. Mikilvægi þessara málaflokka krefst þess að við fjárfestum í núverandi hverfum borgarinnar og þéttum byggð innan þeirra. Með nýjum íbúum eykst fjölbreytileiki mannlífsins innan hverfanna. Það eykur breidd og styrk þeirra samfélaga sem þar eru fyrir en getur líka verið þörf innspýting til að bregðast við aukinni einsleitni sem fylgt hefur hækkandi aldri þjóðarinnar. Með nýjum og endurbættum innviðum auk fjölgun íbúa verða hverfin betur til þess fallin að takast á við áskoranir samtímans og framtíðarinnar. Við viljum öll öflugri nærþjónustu, sjálfbærari hverfi og meiri nánd okkar á milli. Þar skipta fjölbreytt og sterk hverfi miklu máli. Að búa til vel starfandi samfélög innan nýrra hverfa er hinsvegar ekki eitthvað sem hægt er að skilgreina á teikniborðinu. Það krefst áhuga, vilja, þátttöku og tíma frá íbúum hverfanna. Þau þarf að byggja upp frá grunni og viðhalda. Þar græða nýir íbúar hverfanna mest. Í eldri hverfum eru félagslegir innviðir til staðar sem hægt er að ganga inn í og byrja strax að taka þátt. Þar er mikil þekking og reynsla á málefnum hverfisins sem getur veitt nýjum íbúum mikla hjálp við að koma sér fyrir í nýju umhverfi. Það hefur verið gaman að hitta fólkið í borginni og okkur hjá Samfylkingunni verið vel tekið í okkar heimsóknum. Reykvíkingar eru stoltir af borginni sinni en horfa ekki síður með brennandi áhuga á sitt eigið nærumhverfi. Hverfin eru þeirra heimili og oft sú samfélagsmiðja sem þau skilgreina sig útfrá. Íbúar borgarinnar hafa sterkar skoðanir á þróun borgarinnar og eru oft mjög gagnrýnin á það sem er gallað og þarf að laga. Það er ekki vegna skorts á stolti, heldur einmitt vegna sterkra tilfinninga í garð borgarinnar og þess samfélags sem hér býr. Um helgina ætlum við í Samfylkingunni að ganga í hús í Vesturbæ og Hlíðum. Við hlökkum til að banka á dyr hjá ykkur og ræða málin. Höfundur er arkitekt og skipar 8. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun