Einn milljarður í frístundarstyrki og sérstakan sjóð fyrir hvert hverfi Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 6. maí 2022 08:16 Skipulagt íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og ungmenni er ein besta forvörn sem til er. Þetta vita foreldrar og aðstandendur barna enda ekkert eins dýrmætt þegar ungviðið finnur sína fjöl í skipulögðu frístundastarfi. Þátttaka er góð leið til að tilheyra samfélaginu fyrir alla en sérstaklega fyrir börn af erlendum uppruna og foreldra þeirra. Þátttakan styrkir samskipti og myndun félagslegra tengsla við aðra krakka, börn verða hluti af stærri og fjölbreyttari vinahópi og mynda stærra tengslanet. Við viljum öll tilheyra hópi, vera virkir samfélagsþegnar og vaxa í umhverfi sem okkur líður vel. Þess vegna er svo mikilvægt að öll börn fái tækifæri til þátttöku óháð uppruna, félagslegri stöðu og tekjum foreldra. Á árinu 2021 var um 991 milljón króna ráðstafað í frístundastyrki barna í borginni á aldrinum sex til átján ára. Rúmlega 693 milljónir, eða 70 prósent af heildar upphæðinni, voru greiddar til 161 félaga sem skiptast í frístund, íþróttir, lista og menningarstarfsemi, líkamsrækt og annað. Mesta nýtingin er fram að tólf ára aldri en svo línulega dregur úr þátttöku barna og ungmenna til átján ára aldurs. Þetta þýðir líka að 30 prósent var óráðstafað eða um 297 milljónir króna sem ekki voru nýttir eða voru nýttir að hluta. Gott er til þess að vita að 75 prósent barna í borginni nýttu frístundastyrkinn á síðasta ári en það þýðir líka að um 25 prósent barna í borginni nýttu hann ekki. Þar vill Samfylkingin jafna leikinn. Frístundastyrkir hækkaðir í 75 þúsund Það var Samfylkingin í Hafnarfirði sem tók fyrst upp frístundastyrk til barna. Styrkurinn var hugsaður til að til að tryggja börnum og ungmennum möguleika á að taka þátt í frístundarstarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Samkomutakmarkanir síðustu tveggja ára hafa dregið úr félagslegri þátttöku beggja kynja og þá sérstaklega stúlkna. Þar liggja sóknarfærin. Samfylkingin vill betri borg fyrir börn. Við ætlum að hækka frístundastyrkinn í 75 þúsund krónur og 100 þúsund fyrir tekjulægri fjölskyldur. Þannig jöfnum við tækifærin fyrir börnin í borginni enn betur. Hærri frístundastyrkur er ein leið í því. Nýr stuðnings- og styrktarsjóður, sem við í Samfylkingunni viljum koma á fyrir öll hverfi borgarinnar, mun fá þetta vannýtta fé frístundakortsins með að markmiði að auka tækifæri og möguleika fleiri barna og fjölskyldna þeirra innan hverfanna. Góð reynsla í Breiðholti Samfylkingin setti í stefnu sína fyrir kosningarnar 2018 að safna saman í svona sjóð vannýttu fjármagni frístundakortsins, sem héldist innan hverfisins. Góð reynsla er af sjóði sem settur var á laggirnar í Breiðholti til stuðnings við þátttöku verkefnið - Frístundir í Breiðholti. Sjóðnum þar er ætlað að koma til móts við viðbótarkostnað sem kann að falla til í viðburðum, kaupum eða leigu á búnaði, þeim umfram kostnaði sem getur skapast vegna þátttöku barna og ungmenna í frístundum. Nú teljum við tímabært að sambærilegur sjóður verði innleiddur í öll hverfi borgarinnar til að styðja við börn innan hverfisins til að auka þátttöku þeirra. Betri borg fyrir börn Við í Samfylkingunni vitum að fjárhagslegar skorður geta hindrað þátttöku barna og ungmenna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Við viljum jafna leikinn - jafna tækifærin. Fáum við skýrt umboð frá borgarbúum í kosningunum 14. maí nk munum við áfram forgangsraða í þágu barna enda ekkert eins mikilvægara og að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til þátttöku þannig sköpum við betri borg fyrir börn. Setjum X- við S þann 14. maí 2022. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, búsett í Breiðholti og skipar 7. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Íþróttir barna Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Skipulagt íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og ungmenni er ein besta forvörn sem til er. Þetta vita foreldrar og aðstandendur barna enda ekkert eins dýrmætt þegar ungviðið finnur sína fjöl í skipulögðu frístundastarfi. Þátttaka er góð leið til að tilheyra samfélaginu fyrir alla en sérstaklega fyrir börn af erlendum uppruna og foreldra þeirra. Þátttakan styrkir samskipti og myndun félagslegra tengsla við aðra krakka, börn verða hluti af stærri og fjölbreyttari vinahópi og mynda stærra tengslanet. Við viljum öll tilheyra hópi, vera virkir samfélagsþegnar og vaxa í umhverfi sem okkur líður vel. Þess vegna er svo mikilvægt að öll börn fái tækifæri til þátttöku óháð uppruna, félagslegri stöðu og tekjum foreldra. Á árinu 2021 var um 991 milljón króna ráðstafað í frístundastyrki barna í borginni á aldrinum sex til átján ára. Rúmlega 693 milljónir, eða 70 prósent af heildar upphæðinni, voru greiddar til 161 félaga sem skiptast í frístund, íþróttir, lista og menningarstarfsemi, líkamsrækt og annað. Mesta nýtingin er fram að tólf ára aldri en svo línulega dregur úr þátttöku barna og ungmenna til átján ára aldurs. Þetta þýðir líka að 30 prósent var óráðstafað eða um 297 milljónir króna sem ekki voru nýttir eða voru nýttir að hluta. Gott er til þess að vita að 75 prósent barna í borginni nýttu frístundastyrkinn á síðasta ári en það þýðir líka að um 25 prósent barna í borginni nýttu hann ekki. Þar vill Samfylkingin jafna leikinn. Frístundastyrkir hækkaðir í 75 þúsund Það var Samfylkingin í Hafnarfirði sem tók fyrst upp frístundastyrk til barna. Styrkurinn var hugsaður til að til að tryggja börnum og ungmennum möguleika á að taka þátt í frístundarstarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Samkomutakmarkanir síðustu tveggja ára hafa dregið úr félagslegri þátttöku beggja kynja og þá sérstaklega stúlkna. Þar liggja sóknarfærin. Samfylkingin vill betri borg fyrir börn. Við ætlum að hækka frístundastyrkinn í 75 þúsund krónur og 100 þúsund fyrir tekjulægri fjölskyldur. Þannig jöfnum við tækifærin fyrir börnin í borginni enn betur. Hærri frístundastyrkur er ein leið í því. Nýr stuðnings- og styrktarsjóður, sem við í Samfylkingunni viljum koma á fyrir öll hverfi borgarinnar, mun fá þetta vannýtta fé frístundakortsins með að markmiði að auka tækifæri og möguleika fleiri barna og fjölskyldna þeirra innan hverfanna. Góð reynsla í Breiðholti Samfylkingin setti í stefnu sína fyrir kosningarnar 2018 að safna saman í svona sjóð vannýttu fjármagni frístundakortsins, sem héldist innan hverfisins. Góð reynsla er af sjóði sem settur var á laggirnar í Breiðholti til stuðnings við þátttöku verkefnið - Frístundir í Breiðholti. Sjóðnum þar er ætlað að koma til móts við viðbótarkostnað sem kann að falla til í viðburðum, kaupum eða leigu á búnaði, þeim umfram kostnaði sem getur skapast vegna þátttöku barna og ungmenna í frístundum. Nú teljum við tímabært að sambærilegur sjóður verði innleiddur í öll hverfi borgarinnar til að styðja við börn innan hverfisins til að auka þátttöku þeirra. Betri borg fyrir börn Við í Samfylkingunni vitum að fjárhagslegar skorður geta hindrað þátttöku barna og ungmenna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Við viljum jafna leikinn - jafna tækifærin. Fáum við skýrt umboð frá borgarbúum í kosningunum 14. maí nk munum við áfram forgangsraða í þágu barna enda ekkert eins mikilvægara og að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til þátttöku þannig sköpum við betri borg fyrir börn. Setjum X- við S þann 14. maí 2022. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, búsett í Breiðholti og skipar 7. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun