Af hverju pólitík... Díana Hilmarsdóttir skrifar 5. maí 2022 13:31 Í ljósi þess að sveitastjórnarkosningar eru á næsta leyti, og Alþingiskosningar tiltölulega nýafstaðnar, hef ég velt því fyrir mér af hverju pólitík. Fyrir fjórum árum taldi ég mig ekki vera pólitíska og umræðan um pólitík fannst mér frekar leiðinleg og þurr ef ég á að vera hreinskilin. Ég ákvað nú samt að láta slag standa og tók ákvörðun í lok árs 2017 eftir að til mín var leitað að gefa kost á mér. Framsókn varð fyrir valinu af ýmsum ástæðum, sú veigamesta er fólkið í flokknum sem var topp fólk með skýra framtíðarsýn með hagsmuni svæðisins og íbúa í forgrunni. Þessi fjögur ár sem ég hef setið í bæjarstjórn hafa verið lærdómsrík en einnig mjög krefjandi. Að vera bæjarfulltrúi er mikil vinna. Það er ótal margt sem þarf að læra, kynna sér og vita um hin ýmsu málefni. Það skiptir því miklu máli að vera með hæft og traust fólk í nefndum og ráðum. Margt hefur áunnist á kjörtímabilinu sem er að ljúka og langar mig að nefna nokkur atriði; Stóriðja í Helguvík burt, þeim slag er því miður ekki lokið en Framsókn mun áfram halda sínu striki og segja nei við stóriðju í Helguvík. Nýr og glæsilegur Stapaskóli var byggður án lántöku.· Fjölnotaíþróttahúss og sundlaug eru í byggingu. Flóðlýstur gervigrasvöllur við Afreksbraut og áframhaldandi uppbygging framundan. Hvatagreiðslur voru hækkaðar. Stuðningur við íþróttafélögin stóraukin, ráðnir voru tveir íþróttastjórar. Starfsmannaaðstaða í leik- og grunnskólum bætt til muna. Tveir leikskólar stækkaðir og undirbúningur á byggingu 3ja nýrra leikskóla. Frístundarúta ekur börnum í skipulagt íþrótta- og tómstundastarf. Grenndargámar eru komnir á nokkra staði í bæjarfélaginu. Að sjálfsögðu er eitthvað sem hefði mátt gera betur og eitthvað sem hefði mátt gera öðruvísi, það er alltaf þannig. Ég lagði af stað í þessa vegferð með það fyrir augum að vinna af heilindum, með það að markmiði að gera gott samfélag betra. Fall flugfélagsins WOW og heimsfaraldurinn Covid-19 sem hertók heimsbyggðina í febrúar 2020 og það gríðarlega atvinnuleysi sem fylgdi í kjölfarið setti stórt strik í reikninginn í þeim áætlunum sem hafði verið lagt upp með af meirihlutanum. Við í Framsókn erum með öflugan lista af drífandi, ábyrgu og heilsteyptu fólki sem bjóða fram krafta sína með það að markmiði að bærinn okkar og íbúar hans haldi áfram að blómstra. Þau málefni sem við leggjum mesta áherslu á eru; Framsón vill áframhaldandi umbótastarf í skólamálum. Framsókn vill styðja enn frekar við íþrótta- og tómstundastarf. Framsókn vill frekari stuðning við dagforeldra og efla fyrsta skólastigið þannig að foreldrar komist út á vinnumarkaðinn að loknu fæðingarorlofi. Framsókn vill setja miðbæinn á dagskrá og huga að uppbyggingu nýs þjónustukjarna. Framsókn vill styðja við fjölbreytta afþreyingu og virkni fyrir fjölskyldur. Framsókn vill efla samstarf um aðgengi að sálfræðiþjónustu HSS, stytta biðlista og efla heildræna samvinnu í velferðarmálum. Framsókn vill styðja við virkni eldra fólks, tryggja ólíka valkosti og aukna þjónustu, í því felast aukin lífsgæði. Framsókn vill stórefla ræktun og uppbyggingu til þess að stuðla að kolefnisjöfnun og fjölbreyttum útivistarmöguleikum. Framsókn vill vinna í átt að sjálfbærni og vinna að vistvænu samfélagi með m.a frekari flokkun. Framsókn vill kröftuga uppbyggingu í hverfum bæjarins og horfum við sérstaklega á Ásbrú. Framsókn vill fjölbreytt atvinnulíf og skapa fyrirtækjum framúrskarandi starfsumhverfi, það þarf að tryggja raforkuöryggi með Suðurnesjalínu 2. Við óskum því eftir þínum stuðningi kæri íbúi á kosningadaginn 14.maí næstkomandi og biðjum þig um að setja X við B. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar og skipar 3. sæti B-lista Framsóknar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjanesbær Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Í ljósi þess að sveitastjórnarkosningar eru á næsta leyti, og Alþingiskosningar tiltölulega nýafstaðnar, hef ég velt því fyrir mér af hverju pólitík. Fyrir fjórum árum taldi ég mig ekki vera pólitíska og umræðan um pólitík fannst mér frekar leiðinleg og þurr ef ég á að vera hreinskilin. Ég ákvað nú samt að láta slag standa og tók ákvörðun í lok árs 2017 eftir að til mín var leitað að gefa kost á mér. Framsókn varð fyrir valinu af ýmsum ástæðum, sú veigamesta er fólkið í flokknum sem var topp fólk með skýra framtíðarsýn með hagsmuni svæðisins og íbúa í forgrunni. Þessi fjögur ár sem ég hef setið í bæjarstjórn hafa verið lærdómsrík en einnig mjög krefjandi. Að vera bæjarfulltrúi er mikil vinna. Það er ótal margt sem þarf að læra, kynna sér og vita um hin ýmsu málefni. Það skiptir því miklu máli að vera með hæft og traust fólk í nefndum og ráðum. Margt hefur áunnist á kjörtímabilinu sem er að ljúka og langar mig að nefna nokkur atriði; Stóriðja í Helguvík burt, þeim slag er því miður ekki lokið en Framsókn mun áfram halda sínu striki og segja nei við stóriðju í Helguvík. Nýr og glæsilegur Stapaskóli var byggður án lántöku.· Fjölnotaíþróttahúss og sundlaug eru í byggingu. Flóðlýstur gervigrasvöllur við Afreksbraut og áframhaldandi uppbygging framundan. Hvatagreiðslur voru hækkaðar. Stuðningur við íþróttafélögin stóraukin, ráðnir voru tveir íþróttastjórar. Starfsmannaaðstaða í leik- og grunnskólum bætt til muna. Tveir leikskólar stækkaðir og undirbúningur á byggingu 3ja nýrra leikskóla. Frístundarúta ekur börnum í skipulagt íþrótta- og tómstundastarf. Grenndargámar eru komnir á nokkra staði í bæjarfélaginu. Að sjálfsögðu er eitthvað sem hefði mátt gera betur og eitthvað sem hefði mátt gera öðruvísi, það er alltaf þannig. Ég lagði af stað í þessa vegferð með það fyrir augum að vinna af heilindum, með það að markmiði að gera gott samfélag betra. Fall flugfélagsins WOW og heimsfaraldurinn Covid-19 sem hertók heimsbyggðina í febrúar 2020 og það gríðarlega atvinnuleysi sem fylgdi í kjölfarið setti stórt strik í reikninginn í þeim áætlunum sem hafði verið lagt upp með af meirihlutanum. Við í Framsókn erum með öflugan lista af drífandi, ábyrgu og heilsteyptu fólki sem bjóða fram krafta sína með það að markmiði að bærinn okkar og íbúar hans haldi áfram að blómstra. Þau málefni sem við leggjum mesta áherslu á eru; Framsón vill áframhaldandi umbótastarf í skólamálum. Framsókn vill styðja enn frekar við íþrótta- og tómstundastarf. Framsókn vill frekari stuðning við dagforeldra og efla fyrsta skólastigið þannig að foreldrar komist út á vinnumarkaðinn að loknu fæðingarorlofi. Framsókn vill setja miðbæinn á dagskrá og huga að uppbyggingu nýs þjónustukjarna. Framsókn vill styðja við fjölbreytta afþreyingu og virkni fyrir fjölskyldur. Framsókn vill efla samstarf um aðgengi að sálfræðiþjónustu HSS, stytta biðlista og efla heildræna samvinnu í velferðarmálum. Framsókn vill styðja við virkni eldra fólks, tryggja ólíka valkosti og aukna þjónustu, í því felast aukin lífsgæði. Framsókn vill stórefla ræktun og uppbyggingu til þess að stuðla að kolefnisjöfnun og fjölbreyttum útivistarmöguleikum. Framsókn vill vinna í átt að sjálfbærni og vinna að vistvænu samfélagi með m.a frekari flokkun. Framsókn vill kröftuga uppbyggingu í hverfum bæjarins og horfum við sérstaklega á Ásbrú. Framsókn vill fjölbreytt atvinnulíf og skapa fyrirtækjum framúrskarandi starfsumhverfi, það þarf að tryggja raforkuöryggi með Suðurnesjalínu 2. Við óskum því eftir þínum stuðningi kæri íbúi á kosningadaginn 14.maí næstkomandi og biðjum þig um að setja X við B. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar og skipar 3. sæti B-lista Framsóknar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí næstkomandi.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun