Besti vinur mannsins eða vinalegur óvinur? Ásta Sigríður Guðjónsdóttir og Rakel Steinberg Sölvadóttir skrifa 5. maí 2022 12:01 Fyrstu hundarnir á Íslandi komu hingað með landnámsmönnum í kringum árið 870. Síðan þá hefur stofninn þróast og stækkað, tegundum fjölgað og getum við verið stolt af okkar eigin tegund, Íslenska fjárhundinum, sem nýtur töluverðar sérstöðu þar sem afbrigðið var lengi vel einangrað frá öðrum afbrigðum. Þrátt fyrir að hundurinn hafi fylgt okkur íslendingum allt frá því land byggðist upplifa hundaeigendur sig oft óvelkomna í samfélaginu með sínum besta vini. Fá svæði eru fyrir hunda til að ganga lausir, hundasvæði þar sem eigendur geta hist með hundana sína eru örfá, hundar eru ekki velkomnir nema á örfáa opinbera staði og alls ekki í fjölbýlishús nema með samþykki 2/3 íbúa. Að ónefndu ofnæmi fyrir hundum sem virðist hrjá allt of marga íslendinga og trónum við væntanlega á toppnum þar miðað við höfðatölu. Það er því ekki að undra að hundaeigendur upplifi sig sem annars flokks, á jaðrinum, í hæfilegri fjarlægð frá „hundalausum“ einstaklingum. Þjónustum eigendur og besta vin þeirra betur Í Reykjavík eru skráðir um 2.000 hundar en talið er að 9.000 hundar séu í borginni samkvæmt skýrslu stýrihóps um þjónustu við gæludýr. Garðabær hefur ekki farið í þá vinnu að greina þjónustu við gæludýr en ætla má að svipað hlutfall sé skráð hér í Garðabæ. Árið 2020 voru skráðir um 550 hundar í Garðabæ og miða við hlutfall í Reykjavík getum við áætlað að það hafi verið um 2.500 hundar í bænum árið 2020. Garðabær er því að fara á mis við á milli 14 og 28 milljónir á ári í skráningargjöld. Það þarf að skoða í hverju vandinn leynist þegar kemur að skráningu en það þarf klárlega að bæta þjónustuna til þess að auka skráningu. Það er sár vöntun á svæðum fyrir hunda og raddir hundaeigenda í Garðabæ um úrbætur ekki fengið hljómgrunn. Hundar þurfa að geta hlaupið frjálsir og leikið við aðra hunda.Það þarf að útbúa leiksvæði fyrir hunda til að fá frelsi, til að fá tækifæri til að umgangast aðra hunda og fyrir hundaeigendur til að koma saman. Svæði þar sem einnig væri hægt að bjóða upp á námskeið í uppeldi og þjálfun. Þetta er ekkert nýtt á nálinni þar sem slík svæði þekkjast vel í í öðrum löndum og nýtast vel. Við í Viðreisn í Garðabæ viljum koma til móts við hundaeigendur og skapa umhverfi í Garðabæ þar sem besti vinur mannsins er velkominn en ekki vinalegur óvinur. Rakel Steinberg Sölvadóttir, frumkvöðull og skipar 3ja sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ.Ásta Sigríður Guðjónsdóttir, verkefnastjóri stafrænna miðla og skipar 5. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Hundar Gæludýr Sveitarstjórnarkosningar 2022 Garðabær Rakel Steinberg Sölvadóttir Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Fyrstu hundarnir á Íslandi komu hingað með landnámsmönnum í kringum árið 870. Síðan þá hefur stofninn þróast og stækkað, tegundum fjölgað og getum við verið stolt af okkar eigin tegund, Íslenska fjárhundinum, sem nýtur töluverðar sérstöðu þar sem afbrigðið var lengi vel einangrað frá öðrum afbrigðum. Þrátt fyrir að hundurinn hafi fylgt okkur íslendingum allt frá því land byggðist upplifa hundaeigendur sig oft óvelkomna í samfélaginu með sínum besta vini. Fá svæði eru fyrir hunda til að ganga lausir, hundasvæði þar sem eigendur geta hist með hundana sína eru örfá, hundar eru ekki velkomnir nema á örfáa opinbera staði og alls ekki í fjölbýlishús nema með samþykki 2/3 íbúa. Að ónefndu ofnæmi fyrir hundum sem virðist hrjá allt of marga íslendinga og trónum við væntanlega á toppnum þar miðað við höfðatölu. Það er því ekki að undra að hundaeigendur upplifi sig sem annars flokks, á jaðrinum, í hæfilegri fjarlægð frá „hundalausum“ einstaklingum. Þjónustum eigendur og besta vin þeirra betur Í Reykjavík eru skráðir um 2.000 hundar en talið er að 9.000 hundar séu í borginni samkvæmt skýrslu stýrihóps um þjónustu við gæludýr. Garðabær hefur ekki farið í þá vinnu að greina þjónustu við gæludýr en ætla má að svipað hlutfall sé skráð hér í Garðabæ. Árið 2020 voru skráðir um 550 hundar í Garðabæ og miða við hlutfall í Reykjavík getum við áætlað að það hafi verið um 2.500 hundar í bænum árið 2020. Garðabær er því að fara á mis við á milli 14 og 28 milljónir á ári í skráningargjöld. Það þarf að skoða í hverju vandinn leynist þegar kemur að skráningu en það þarf klárlega að bæta þjónustuna til þess að auka skráningu. Það er sár vöntun á svæðum fyrir hunda og raddir hundaeigenda í Garðabæ um úrbætur ekki fengið hljómgrunn. Hundar þurfa að geta hlaupið frjálsir og leikið við aðra hunda.Það þarf að útbúa leiksvæði fyrir hunda til að fá frelsi, til að fá tækifæri til að umgangast aðra hunda og fyrir hundaeigendur til að koma saman. Svæði þar sem einnig væri hægt að bjóða upp á námskeið í uppeldi og þjálfun. Þetta er ekkert nýtt á nálinni þar sem slík svæði þekkjast vel í í öðrum löndum og nýtast vel. Við í Viðreisn í Garðabæ viljum koma til móts við hundaeigendur og skapa umhverfi í Garðabæ þar sem besti vinur mannsins er velkominn en ekki vinalegur óvinur. Rakel Steinberg Sölvadóttir, frumkvöðull og skipar 3ja sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ.Ásta Sigríður Guðjónsdóttir, verkefnastjóri stafrænna miðla og skipar 5. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun