Þegar björgunarskipið siglir fram hjá Helga Þórðardóttir og Kolbrún Baldursdóttir skrifa 5. maí 2022 07:31 Eitt af helstu baráttumálum Flokks fólksins er að útrýma biðlistum í borginni. Biðlistar eru rótgróið mein í Reykjavík. Aðeins hafa skitnar 140 milljónir verið settar til að stemma stigu við lengingu listanna sem hafa fimmfaldast á kjörtímabilinu. Um 1900 börn bíða nú eftir aðstoð fagaðila s.s. sálfræðinga og talmeinafræðinga hjá Skólaþjónustu borgarinnar. Covid faraldurinn leiddi til aukningar á tilvísunum til fagfólks skóla sem þyngdi enn frekar ástandið sem var slæmt fyrir. Tökum dæmi: Nú er tveggja ára bið í þroskamat hjá skólasálfræðingi hjá borginni sem kallast frumgreining. Liggi slík undurstöðugreining ekki fyrir er oft rennt algerlega blint í sjóinn með réttu viðbrögðin og úrræðin fyrir barnið. Tugir barna eru á þessum biðlista með sterkar vísbendingar um ADHD vanda. Dæmi eru um að börn séu útskrifuð úr grunnskóla þegar röðin kemur að þeim. Ekki þarf að spyrja um afleiðingarnar. Þessi mismunun og ójöfnuður hefur aukist á vakt Samfylkingar sem vill þó láta kalla sig jafnaðarmannaflokk. Sláandi dæmi um óréttlætið undir forystu Samfylkingar er að á meðan börn efnaminna fólks og fátækra foreldra bíða mánuðum og árum saman eftir að fá þörfum sínum og vanda mætt, geta efnameiri foreldrar farið með barn sitt á einkarekna stofu. Kostnaður við skimun og greiningu hleypur á 200 þúsundum og viðtal hjá sálfræðingi út í bæ kostar um 20.000 kr. Biðlistar drepa Til þess að hægt sé að halda úti hugmyndafræðinni „skóla án aðgreiningar“ svo að sómi sé að, duga ekki orð heldur verður fjármagn að fylgja. Annars er einfaldlega ekki hægt að ráða fagfólk til að sinna mismunandi þörfum barna. Þess vegna er stoðþjónusta og önnur sértæk þjónusta við börn ófullnægjandi í Reykjavík. Auk þess eru börn af erlendum uppruna, sem eru útsettur hópur vegna tungumálaerfiðleika, á biðlista eftir að komast í íslenskuver. Sýndarmennskan sem felst í því að ætla kennurum að uppfylla drauma stjórnmálamanna um „skóla án aðgreiningar“í fjársveltu skólakerfi er svo skaðleg gagnvart foreldrum og börnum sem gera sér væntingar um allt annað. Bið eftir nauðsynlegri fagþjónustu getur valdið óbætanlegu tjóni fyrir viðkvæma einstaklinga og getur hreinlega kostað líf. Meðan börnin bíða siglir björgunarskipið framhjá og þau svamla í ísköldum sjónum bjargarlaus. Barnasáttmálinn Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hefur ekki enn verið innleiddur í Reykjavík. Nýlega lagði Flokkur fólksins til að skipaður verði stýrihópur sem leggi mat á hvað þurfi til til að Reykjavík geti farið í innleiðingaferli á Barnasáttmálanum líkt og gert var í Kópavogi. Tillögunni var vísað til borgarráðs þar sem hún er enn óafgreidd. Mörgum tugum mála, sem Flokkur fólksins hefur lagt fram á tímabilinu, hefur ýmist verið vísað frá eða þau felld. En er fjölda tillagna og fyrirspurna ósvarað. Fái Flokkur fólksins umboð kjósanda í komandi borgarstjórnarkosningum verður hans fyrsta verk að útdeila fjármagni borgarsjóðs í að bæta þjónustu og vinna niður biðlista Skólaþjónustunnar. Skortur á fjármagni er ekki vandamálið heldur hvernig því er dreift til verkefna, sumra fjárfrekra sem geta beðið betri tíma. Taka þarf á bruðli og sóun sem víða má finna í borgarkerfinu. Það hefur þanist út einna helst í miðlægri stjórnsýslu og á þjónustu- og nýsköpunarsviði, borgarbúum að engu gagni. Flokkur fólksins hefur í fjögur ár barist með kjafti og klóm fyrir auknum lífsgæðum þeirra sem búa við skort og er tilbúinn að berjast áfram fái hann umboð borgarbúa. Fólkið fyrst – svo allt hitt! Helga Þórðardóttir, varaþingmaður og kennari við Barnaspítala Hringsins, skipar 2. sætið á framboðslista Flokks fólksins í komandi borgarstjórnarkosningumKolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins og sálfræðingur, skipar 1. sætið á framboðslista Flokks fólksins í komandi borgarstjórnarkosningum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Flokkur fólksins Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Helga Þórðardóttir Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af helstu baráttumálum Flokks fólksins er að útrýma biðlistum í borginni. Biðlistar eru rótgróið mein í Reykjavík. Aðeins hafa skitnar 140 milljónir verið settar til að stemma stigu við lengingu listanna sem hafa fimmfaldast á kjörtímabilinu. Um 1900 börn bíða nú eftir aðstoð fagaðila s.s. sálfræðinga og talmeinafræðinga hjá Skólaþjónustu borgarinnar. Covid faraldurinn leiddi til aukningar á tilvísunum til fagfólks skóla sem þyngdi enn frekar ástandið sem var slæmt fyrir. Tökum dæmi: Nú er tveggja ára bið í þroskamat hjá skólasálfræðingi hjá borginni sem kallast frumgreining. Liggi slík undurstöðugreining ekki fyrir er oft rennt algerlega blint í sjóinn með réttu viðbrögðin og úrræðin fyrir barnið. Tugir barna eru á þessum biðlista með sterkar vísbendingar um ADHD vanda. Dæmi eru um að börn séu útskrifuð úr grunnskóla þegar röðin kemur að þeim. Ekki þarf að spyrja um afleiðingarnar. Þessi mismunun og ójöfnuður hefur aukist á vakt Samfylkingar sem vill þó láta kalla sig jafnaðarmannaflokk. Sláandi dæmi um óréttlætið undir forystu Samfylkingar er að á meðan börn efnaminna fólks og fátækra foreldra bíða mánuðum og árum saman eftir að fá þörfum sínum og vanda mætt, geta efnameiri foreldrar farið með barn sitt á einkarekna stofu. Kostnaður við skimun og greiningu hleypur á 200 þúsundum og viðtal hjá sálfræðingi út í bæ kostar um 20.000 kr. Biðlistar drepa Til þess að hægt sé að halda úti hugmyndafræðinni „skóla án aðgreiningar“ svo að sómi sé að, duga ekki orð heldur verður fjármagn að fylgja. Annars er einfaldlega ekki hægt að ráða fagfólk til að sinna mismunandi þörfum barna. Þess vegna er stoðþjónusta og önnur sértæk þjónusta við börn ófullnægjandi í Reykjavík. Auk þess eru börn af erlendum uppruna, sem eru útsettur hópur vegna tungumálaerfiðleika, á biðlista eftir að komast í íslenskuver. Sýndarmennskan sem felst í því að ætla kennurum að uppfylla drauma stjórnmálamanna um „skóla án aðgreiningar“í fjársveltu skólakerfi er svo skaðleg gagnvart foreldrum og börnum sem gera sér væntingar um allt annað. Bið eftir nauðsynlegri fagþjónustu getur valdið óbætanlegu tjóni fyrir viðkvæma einstaklinga og getur hreinlega kostað líf. Meðan börnin bíða siglir björgunarskipið framhjá og þau svamla í ísköldum sjónum bjargarlaus. Barnasáttmálinn Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hefur ekki enn verið innleiddur í Reykjavík. Nýlega lagði Flokkur fólksins til að skipaður verði stýrihópur sem leggi mat á hvað þurfi til til að Reykjavík geti farið í innleiðingaferli á Barnasáttmálanum líkt og gert var í Kópavogi. Tillögunni var vísað til borgarráðs þar sem hún er enn óafgreidd. Mörgum tugum mála, sem Flokkur fólksins hefur lagt fram á tímabilinu, hefur ýmist verið vísað frá eða þau felld. En er fjölda tillagna og fyrirspurna ósvarað. Fái Flokkur fólksins umboð kjósanda í komandi borgarstjórnarkosningum verður hans fyrsta verk að útdeila fjármagni borgarsjóðs í að bæta þjónustu og vinna niður biðlista Skólaþjónustunnar. Skortur á fjármagni er ekki vandamálið heldur hvernig því er dreift til verkefna, sumra fjárfrekra sem geta beðið betri tíma. Taka þarf á bruðli og sóun sem víða má finna í borgarkerfinu. Það hefur þanist út einna helst í miðlægri stjórnsýslu og á þjónustu- og nýsköpunarsviði, borgarbúum að engu gagni. Flokkur fólksins hefur í fjögur ár barist með kjafti og klóm fyrir auknum lífsgæðum þeirra sem búa við skort og er tilbúinn að berjast áfram fái hann umboð borgarbúa. Fólkið fyrst – svo allt hitt! Helga Þórðardóttir, varaþingmaður og kennari við Barnaspítala Hringsins, skipar 2. sætið á framboðslista Flokks fólksins í komandi borgarstjórnarkosningumKolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins og sálfræðingur, skipar 1. sætið á framboðslista Flokks fólksins í komandi borgarstjórnarkosningum
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun