Kjósum Þorgerði – um formannskjör Félags grunnskólakennara Silja Kristjánsdóttir skrifar 30. apríl 2022 19:30 Kæru grunnskólakennarar, Á mánudaginn hefjast kosningar til formanns Félags grunnskólakennara sem standa fram á laugardag. Við getum valið um 3 aðila og það er mikilvægt að við nýtum kosningaréttinn okkar. Ég styð Þorgerði Laufeyju Diðriksdóttur til áframhaldandi starfa, enda þykir mér hún hafa staðið sig með stakri príði sem formaður félagsins okkar. Þorgerður er réttsýn og ákveðin baráttukona, húmoristi, tilfinningavera og síðast en ekki síst sérfræðingur í kjara- og réttindamálum kennara. Hún er óhrædd við að fara í öll mál og tala máli kennara hvar og hvenær sem er. Þorgerður hefur ekki staðið ein í brúnni síðustu ár, með henni hefur starfað öflug stjórn sem ég er svo heppin að hafa fengið að tilheyra síðasta ½ árið eftir rúm 3 ár í samninganefnd. Með stjórninni er skólamálanefnd, samninganefnd, svæðaformenn og svæðastjórnir um allt land að ótöldum tæplega 200 trúnaðarmönnum sem starfa á vettvangi fyrir félagið. Þó að Covid hafi að sjálfsögðu litað síðustu 2 ár og tækifærin til að hittast og tengjast í raunheimum, hefur þessi hópur verið vakinn og sofinn yfir réttindum kennara og samstarfið öflugt og gott undir stjórn Þorgerðar. Ég er afar stollt af verkum forystu Félags grunnskólakennara, af öflugri réttindagæslu, að fá aftur verðmæti inn í kjarasamning án þess að selja neitt í staðinn, eftirfylgni mála og fagmennsku. Ég er stollt af öflum svæðastjórnum sem hafa unnið vel með okkur, veitt aðhald og stuðning. Ég er stollt af vel upplýstum trúnaðarmönnum sem vita hvert á að leita ef eitthvað kemur uppá. Ég er líka stollt af starfsmönnum félagsins sem leitast við að þjónusta félagsmenn hratt og vel. Um leið og ég hvet ykkur til að kjósa Þorgerði til formanns FG, harma ég þá umræðu sem upp hefur komið í þessari kosningabaráttu. Kennarar vita öllum betur hversu hræðilegt einelti er og hversu mikilvægt er að vinna úr málum sem upp koma af alúð og virðingu við alla aðila. Öllum getur orðið á enda erum við mannleg. Það mál sem hefur verið í umræðunni er nú í farvegi innan KÍ undir stjórn formanns sambandsins Magnúsar Þórs Jónssonar, með það að markmiði að sættir náist og samskipti verði á þann hátt að sómi sé að. Það eru stór verkefni framundan hjá Félagi grunnskólakennara, að koma nýgerðum kjarasamningi í framkvæmd. Að finna lausn á styttingu vinnuvikunnar og virkja sveigjanleika í starfi kennara. Það þarf að tryggja að ákvæði um jöfnun lífeyrisréttinda verði efnd og sjá til þess að kennarar hafi rödd í þeirri vinnu sem snýr að launasetningu kvennastétta. Þá þarf að halda áfram þeirri mikilvægu vinnu að skýra framkvæmd kjarasamningsatriða sem ágreiningur hefur verið um og tryggja að réttindi glatist ekki vegna vanþekkingar. Þetta veit Þorgerður, hún hefur sýnt það og sannað að hún ræður við verkefnin og hefur á þeim þekkingu og skilning. Kjósum Þorgerði og tryggjum áframhaldandi uppbyggingu á félaginu okkar og farsæla forystu. Með virðingu og vinsemd, Silja Kristjánsdóttir, textílkennari í Sjálandsskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Kæru grunnskólakennarar, Á mánudaginn hefjast kosningar til formanns Félags grunnskólakennara sem standa fram á laugardag. Við getum valið um 3 aðila og það er mikilvægt að við nýtum kosningaréttinn okkar. Ég styð Þorgerði Laufeyju Diðriksdóttur til áframhaldandi starfa, enda þykir mér hún hafa staðið sig með stakri príði sem formaður félagsins okkar. Þorgerður er réttsýn og ákveðin baráttukona, húmoristi, tilfinningavera og síðast en ekki síst sérfræðingur í kjara- og réttindamálum kennara. Hún er óhrædd við að fara í öll mál og tala máli kennara hvar og hvenær sem er. Þorgerður hefur ekki staðið ein í brúnni síðustu ár, með henni hefur starfað öflug stjórn sem ég er svo heppin að hafa fengið að tilheyra síðasta ½ árið eftir rúm 3 ár í samninganefnd. Með stjórninni er skólamálanefnd, samninganefnd, svæðaformenn og svæðastjórnir um allt land að ótöldum tæplega 200 trúnaðarmönnum sem starfa á vettvangi fyrir félagið. Þó að Covid hafi að sjálfsögðu litað síðustu 2 ár og tækifærin til að hittast og tengjast í raunheimum, hefur þessi hópur verið vakinn og sofinn yfir réttindum kennara og samstarfið öflugt og gott undir stjórn Þorgerðar. Ég er afar stollt af verkum forystu Félags grunnskólakennara, af öflugri réttindagæslu, að fá aftur verðmæti inn í kjarasamning án þess að selja neitt í staðinn, eftirfylgni mála og fagmennsku. Ég er stollt af öflum svæðastjórnum sem hafa unnið vel með okkur, veitt aðhald og stuðning. Ég er stollt af vel upplýstum trúnaðarmönnum sem vita hvert á að leita ef eitthvað kemur uppá. Ég er líka stollt af starfsmönnum félagsins sem leitast við að þjónusta félagsmenn hratt og vel. Um leið og ég hvet ykkur til að kjósa Þorgerði til formanns FG, harma ég þá umræðu sem upp hefur komið í þessari kosningabaráttu. Kennarar vita öllum betur hversu hræðilegt einelti er og hversu mikilvægt er að vinna úr málum sem upp koma af alúð og virðingu við alla aðila. Öllum getur orðið á enda erum við mannleg. Það mál sem hefur verið í umræðunni er nú í farvegi innan KÍ undir stjórn formanns sambandsins Magnúsar Þórs Jónssonar, með það að markmiði að sættir náist og samskipti verði á þann hátt að sómi sé að. Það eru stór verkefni framundan hjá Félagi grunnskólakennara, að koma nýgerðum kjarasamningi í framkvæmd. Að finna lausn á styttingu vinnuvikunnar og virkja sveigjanleika í starfi kennara. Það þarf að tryggja að ákvæði um jöfnun lífeyrisréttinda verði efnd og sjá til þess að kennarar hafi rödd í þeirri vinnu sem snýr að launasetningu kvennastétta. Þá þarf að halda áfram þeirri mikilvægu vinnu að skýra framkvæmd kjarasamningsatriða sem ágreiningur hefur verið um og tryggja að réttindi glatist ekki vegna vanþekkingar. Þetta veit Þorgerður, hún hefur sýnt það og sannað að hún ræður við verkefnin og hefur á þeim þekkingu og skilning. Kjósum Þorgerði og tryggjum áframhaldandi uppbyggingu á félaginu okkar og farsæla forystu. Með virðingu og vinsemd, Silja Kristjánsdóttir, textílkennari í Sjálandsskóla.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar