Fíllinn í herberginu Hulda Sólveig Jóhannsdóttir skrifar 26. apríl 2022 16:01 Bæjarlistinn hefur beitt sér undanfarin fjögur ár fyrir aukinni sérfræðiaðstoð inn í skólana. Tillaga okkar um iðjuþjálfun inn í grunnskólana var samþykkt í síðustu fjárhagsáætlun en betur má ef duga skal. Skóli án aðgreiningar er stefna sem unnið er eftir í skólum landsins. Mikið hefur verið fjallað um þessa stefnu og sitt sýnist hverjum hvort vel hefur tekist að framfylgja markmiðum hennar sem eru að: skapa framtíðarsamfélag fjölbreytninnar mæta þörfum allra nemenda leggja áherslu á stöðu nemenda með sérþarfir og að þeir eigi möguleika á að vera í venjulegum námshópum/bekkjum. Til að hægt sé að framfylgja þessum markmiðum er mikilvægt að hafa góða skilvirka stoðþjónustu í skólunum og virk úrræði í verkfærakistu kennarans. Úrræði kennarans þurfa að vera fjölbreytt, aðgengileg og skilvirk. Eins og staðan er í dag þá þarf að bæta aðgengi nemenda að viðeigandi sérfræðiúrræðum, s.s. sérkennara, þroskaþjálfara, talmeinafræðinga, iðjuþjálfa, sálfræðinga og félagsráðgjafa. Sérfræðiaðstoðin verður að vera nálægt nemendunum og nemendur verða að fá viðunandi sérfræðiaðstoð þegar þeir þurfa á henni að halda. Hingað til hefur mikið verið lagt uppúr stuðningi við einstaka nemendur og foreldra í skólakerfinu sem snýr einkum að greiningum. Lítil eftirfylgni hefur verið með hvernig niðurstöður greininga eru útfærðar eða nýtast í skólastarfinu, þ.e. þegar greiningar liggja fyrir tekur oft við bið eftir viðeigandi úrræði, bið sem ekki er hægt að sætta sig við. Bæjarlistinn vill efla stoðþjónustu í skólum bæjarins og tryggja að nemendur fái þá aðstoð sem þeir þurfa. Hagsmunir nemenda og kennara fara saman. Með bættri þjónustu við nemendur inn í skólana aukast viðeigandi úrræði í verkfærakistu kennarans. Höfundur skipar 2. sæti Bæjarlistans í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Bæjarlistinn hefur beitt sér undanfarin fjögur ár fyrir aukinni sérfræðiaðstoð inn í skólana. Tillaga okkar um iðjuþjálfun inn í grunnskólana var samþykkt í síðustu fjárhagsáætlun en betur má ef duga skal. Skóli án aðgreiningar er stefna sem unnið er eftir í skólum landsins. Mikið hefur verið fjallað um þessa stefnu og sitt sýnist hverjum hvort vel hefur tekist að framfylgja markmiðum hennar sem eru að: skapa framtíðarsamfélag fjölbreytninnar mæta þörfum allra nemenda leggja áherslu á stöðu nemenda með sérþarfir og að þeir eigi möguleika á að vera í venjulegum námshópum/bekkjum. Til að hægt sé að framfylgja þessum markmiðum er mikilvægt að hafa góða skilvirka stoðþjónustu í skólunum og virk úrræði í verkfærakistu kennarans. Úrræði kennarans þurfa að vera fjölbreytt, aðgengileg og skilvirk. Eins og staðan er í dag þá þarf að bæta aðgengi nemenda að viðeigandi sérfræðiúrræðum, s.s. sérkennara, þroskaþjálfara, talmeinafræðinga, iðjuþjálfa, sálfræðinga og félagsráðgjafa. Sérfræðiaðstoðin verður að vera nálægt nemendunum og nemendur verða að fá viðunandi sérfræðiaðstoð þegar þeir þurfa á henni að halda. Hingað til hefur mikið verið lagt uppúr stuðningi við einstaka nemendur og foreldra í skólakerfinu sem snýr einkum að greiningum. Lítil eftirfylgni hefur verið með hvernig niðurstöður greininga eru útfærðar eða nýtast í skólastarfinu, þ.e. þegar greiningar liggja fyrir tekur oft við bið eftir viðeigandi úrræði, bið sem ekki er hægt að sætta sig við. Bæjarlistinn vill efla stoðþjónustu í skólum bæjarins og tryggja að nemendur fái þá aðstoð sem þeir þurfa. Hagsmunir nemenda og kennara fara saman. Með bættri þjónustu við nemendur inn í skólana aukast viðeigandi úrræði í verkfærakistu kennarans. Höfundur skipar 2. sæti Bæjarlistans í Hafnarfirði.
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun