Skólar sem efla öll börn Þórdís Sigurðardóttir skrifar 26. apríl 2022 11:01 Við erum heppin hér á landi að við eigum nokkra framúrskarandi skóla. Það er hins vegar staðreynd að við verðum að gera miklu miklu betur í að styðja við það skólastarf sem verður æ flóknara með hverju degi. Það er skýlaus krafa að efla öll börn og það er fátt sem eflir börn og samfélag meira en góðir skólar. Það hlutverk liggur hjá kennurum og stjórnendum skólans og þau vita hvað þarf til. Hlustum á kennara og skólastjórnendur Í samtölum mínum við kennara og stjórnendur nefna þau flest að það skortir tilfinnanlega á að á þau sé hlustað. Snilldin við það að hlusta er að þannig er hægt að læra. Það sem meira er, er að aðeins þannig er hægt að mæta þeim þörfum sem þarf til að skólar okkar geti verið framúrskarandi. Það skortir á stuðning til að mæta því flókna hlutverki sem það er að efla hvert og einasta barn. Yfirstjórn og stjórnsýsla skólamála í Reykjavík er svo flólin að skólastjórnendur vita jafnvel ekki hvert á að leita eftir stuðningi – og þegar það kemur í ljós þá hefst biðin. Rannsóknir um hvernig á að styðja kennara Þetta kemur heim og saman við rannsókn sem unnin var af kennaradeildinni í Háskólanum á Akureyri. Niðurstaða þeirrar rannsóknar er að stuðningur og ráðgjöf við kennara er víkjandi hjá skólaþjónustu sveitarfélaganna. Skólaþjónustan hefur þróast meira og meira út í það að vera klínísk síðastliðin 25 ár. Niðurstöðurnar sýna meðal annars að þjónustan hefur þróast út í að taka á vanda nemenda og að greina þá, en kennslufræðilegur stuðningur við kennara er víkjandi. Það þýðir að kennarar upplifa sig eina með það flókna verkefni sem mætir þeim í að mæta ólíkum börnum með ólíkar þarfir. Það vantar stuðning til kennara til að þau geti í sínu daglega starfi mætt öllum börnum til að efla öll börn. Lausnin er sjálfræði skólanna Lausnin er til staðar og það er að hlusta á kennara sem þekkja best vandann sem blasir við á hverjum degi. Með því að færa valdið og ákvörðunartöku til þeirra verður hægt að aðlaga allt kerfið þannig að það þjóni kennurum og börnum í skólunum sjálfum. Niðurstaða af slíkri valdeflingu gæti t.d. orðið að það þurfi að bæta við meiri sérfræðiþekkingu innan skólanna og þannig verður meiri og heildstæðari þjónusta á þeirra hendi. Þannig fá kennarar aukið svigrúm að sinna sínu hlutverki sem er að mennta börnin, fylgjast með þroska, líðan og almennri velferð á sama tíma og skólinn í heild sinni nær að efla öll börn. Fræðasamfélagið Við ættum líka að hlusta betur á fræðasamfélagið. Það hafa verið unnar margar rannsóknir á starfsumhverfi kennara eins og sú sem ég vitna í hér að ofan. Einnig eru aðrar rannsóknir sem sýna mörg rauð flögg í skólakerfinu eins og Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands (KÍ) og Svava Þórhildur Hjaltalín kennari hafa tjáð sig um. Það er hægt að hraða jákvæðri þróun með því að nýta niðurstöður úr rýndum rannsóknum sem benda á stórkostlega veikleika í skólakerfinu en ekki bara að bíða þangað til stjórnkerfið áttar sig á þeim og finnur hjá sjálfu sér hvernig þetta eigi að bregðast við - lausnin er ekki þar. Breytingar nauðsynlegar í pólitíkinni Við í Viðreisn biðjum um umboð til gagngerra breytinga á skólakerfinu sem felur í sér að hrista upp í kerfinu. Okkar nálgun er sú að valdið fari til skólanna og þjónustan verði undir þeirra forræði. Þegar kemur að skólamálum hefur Samfylkingin og fyrirrennar hennar verið við völd nánast samfleytt í 28 ár í Reykjavík. Það er kominn tími til að gefa nýjum hugmyndum og annarri nálgun tækifæri. Við í Viðreisn viljum skóla sem efla öll börn og við ætlum að hefja samtal og aðgerðir þeirra aðila sem geta látið það gerast. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Sigurðardóttir Viðreisn Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Við erum heppin hér á landi að við eigum nokkra framúrskarandi skóla. Það er hins vegar staðreynd að við verðum að gera miklu miklu betur í að styðja við það skólastarf sem verður æ flóknara með hverju degi. Það er skýlaus krafa að efla öll börn og það er fátt sem eflir börn og samfélag meira en góðir skólar. Það hlutverk liggur hjá kennurum og stjórnendum skólans og þau vita hvað þarf til. Hlustum á kennara og skólastjórnendur Í samtölum mínum við kennara og stjórnendur nefna þau flest að það skortir tilfinnanlega á að á þau sé hlustað. Snilldin við það að hlusta er að þannig er hægt að læra. Það sem meira er, er að aðeins þannig er hægt að mæta þeim þörfum sem þarf til að skólar okkar geti verið framúrskarandi. Það skortir á stuðning til að mæta því flókna hlutverki sem það er að efla hvert og einasta barn. Yfirstjórn og stjórnsýsla skólamála í Reykjavík er svo flólin að skólastjórnendur vita jafnvel ekki hvert á að leita eftir stuðningi – og þegar það kemur í ljós þá hefst biðin. Rannsóknir um hvernig á að styðja kennara Þetta kemur heim og saman við rannsókn sem unnin var af kennaradeildinni í Háskólanum á Akureyri. Niðurstaða þeirrar rannsóknar er að stuðningur og ráðgjöf við kennara er víkjandi hjá skólaþjónustu sveitarfélaganna. Skólaþjónustan hefur þróast meira og meira út í það að vera klínísk síðastliðin 25 ár. Niðurstöðurnar sýna meðal annars að þjónustan hefur þróast út í að taka á vanda nemenda og að greina þá, en kennslufræðilegur stuðningur við kennara er víkjandi. Það þýðir að kennarar upplifa sig eina með það flókna verkefni sem mætir þeim í að mæta ólíkum börnum með ólíkar þarfir. Það vantar stuðning til kennara til að þau geti í sínu daglega starfi mætt öllum börnum til að efla öll börn. Lausnin er sjálfræði skólanna Lausnin er til staðar og það er að hlusta á kennara sem þekkja best vandann sem blasir við á hverjum degi. Með því að færa valdið og ákvörðunartöku til þeirra verður hægt að aðlaga allt kerfið þannig að það þjóni kennurum og börnum í skólunum sjálfum. Niðurstaða af slíkri valdeflingu gæti t.d. orðið að það þurfi að bæta við meiri sérfræðiþekkingu innan skólanna og þannig verður meiri og heildstæðari þjónusta á þeirra hendi. Þannig fá kennarar aukið svigrúm að sinna sínu hlutverki sem er að mennta börnin, fylgjast með þroska, líðan og almennri velferð á sama tíma og skólinn í heild sinni nær að efla öll börn. Fræðasamfélagið Við ættum líka að hlusta betur á fræðasamfélagið. Það hafa verið unnar margar rannsóknir á starfsumhverfi kennara eins og sú sem ég vitna í hér að ofan. Einnig eru aðrar rannsóknir sem sýna mörg rauð flögg í skólakerfinu eins og Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands (KÍ) og Svava Þórhildur Hjaltalín kennari hafa tjáð sig um. Það er hægt að hraða jákvæðri þróun með því að nýta niðurstöður úr rýndum rannsóknum sem benda á stórkostlega veikleika í skólakerfinu en ekki bara að bíða þangað til stjórnkerfið áttar sig á þeim og finnur hjá sjálfu sér hvernig þetta eigi að bregðast við - lausnin er ekki þar. Breytingar nauðsynlegar í pólitíkinni Við í Viðreisn biðjum um umboð til gagngerra breytinga á skólakerfinu sem felur í sér að hrista upp í kerfinu. Okkar nálgun er sú að valdið fari til skólanna og þjónustan verði undir þeirra forræði. Þegar kemur að skólamálum hefur Samfylkingin og fyrirrennar hennar verið við völd nánast samfleytt í 28 ár í Reykjavík. Það er kominn tími til að gefa nýjum hugmyndum og annarri nálgun tækifæri. Við í Viðreisn viljum skóla sem efla öll börn og við ætlum að hefja samtal og aðgerðir þeirra aðila sem geta látið það gerast. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun