Einkavæðingin „stórkostlegt tækifæri“ Stefán Már Gunnlaugsson skrifar 25. apríl 2022 14:32 Þegar meirihluti Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks í Hafnarfirði seldi 15.42% hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS veitum seinni hluta árs 2020, þá sagði bæjarstjórinn, Rósa Guðbjartsdóttir, að þetta væri „stórkostlegt tækifæri“ og ekki síst vegna þess að flestir Hafnfirðingar væru svo illa upplýstir, að þeir vissu ekki einu sinni, að bærinn ætti þennan hlut. Það þyrfti að bjarga fjárhag bæjarins sem væri kominn í þrot eftir langvarandi óstjórn Sjálfstæðisflokksins. Kviku banka var falið að selja, gerður var leynisamningur við bankann og neitað að upplýsa hve mikið var greitt fyrir umsýsluna og söluna. Þá hafnaði meirihlutinn ítrekuðum kröfum íbúa, félagasamtaka og Samfylkingarinnar um íbúakosningu um söluna. Eftir söluna jókst hagnaður HS veitna um 384 m. kr. árið 2021 eða um 68%. Súpum enn seyðið af fyrri einkavæðingu Sjálfstæðisflokksins Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn einkavæðir opinbera innviði í Hafnarfirði. Í fersku minni er þegar flokkarnir saman í meirihluta einkavæddu á árunum 1998-2002 grunn- og leikskóla sem varð dýrkeypt fyrir Hafnarfjarðarbæ. Eftir stórsigur í kosningunum 2002 tókst jafnaðarmönnum snúa þessu við og koma skólastarfinu í réttan farveg. Enn situr bærinn uppi með háar leigugreiðslur af skólabyggingum sem er arfur frá þessu ævintýri Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks.. Íslandsbanki og HS veitur - sala af sama meiði Hvergi var né er getið um einkavæðingu opinberra innviða í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. En þetta er hjartans mál fyrir Sjálfstæðisflokkinn, ekki aðeins í Hafnarfirði, heldur á landsvísu, að koma vel reknum opinberum innviðum í samfélagsþjónustu í hendur braskara á opnum markaði. Það finnst þeim „stórkostlegt tækifæri“ fyrir flokkinn og vildarvini. Salan á Íslandsbanka og spillingin sem þar viðgengst staðfestir það. Salan á HS veitum er af sama meiði. Hafnfirðingar hljóta því að íhuga: Hvað ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að selja næst? Höfnina, vatnsveituna, frárennsliskerfið eða á kannski að taka annan snúning á grunn- og leikskólunum? Hefjum sókn til velferðar Það eru gömul sannindi og ný að jafnaðarmenn standa vörð um grunn- og samfélagsþjónustu í eigu bæjarbúa. Eflum ábyrga fjármálastjórn. Hvergi á höfuðborgarsvæðinu er skuldsetning miðað við hvern íbúa meiri en í Hafnarfirði og þrátt fyrir söluna á HS veitum. Hér þarf að snúa við blaði. Hefja sókn til velferðar í Hafnarfirði og láta verkin tala. Það ætlum við jafnaðarmenn að gera með fólkinu í bænum. X-S að sjálfsögðu. Höfundur skipar 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Þegar meirihluti Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks í Hafnarfirði seldi 15.42% hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS veitum seinni hluta árs 2020, þá sagði bæjarstjórinn, Rósa Guðbjartsdóttir, að þetta væri „stórkostlegt tækifæri“ og ekki síst vegna þess að flestir Hafnfirðingar væru svo illa upplýstir, að þeir vissu ekki einu sinni, að bærinn ætti þennan hlut. Það þyrfti að bjarga fjárhag bæjarins sem væri kominn í þrot eftir langvarandi óstjórn Sjálfstæðisflokksins. Kviku banka var falið að selja, gerður var leynisamningur við bankann og neitað að upplýsa hve mikið var greitt fyrir umsýsluna og söluna. Þá hafnaði meirihlutinn ítrekuðum kröfum íbúa, félagasamtaka og Samfylkingarinnar um íbúakosningu um söluna. Eftir söluna jókst hagnaður HS veitna um 384 m. kr. árið 2021 eða um 68%. Súpum enn seyðið af fyrri einkavæðingu Sjálfstæðisflokksins Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn einkavæðir opinbera innviði í Hafnarfirði. Í fersku minni er þegar flokkarnir saman í meirihluta einkavæddu á árunum 1998-2002 grunn- og leikskóla sem varð dýrkeypt fyrir Hafnarfjarðarbæ. Eftir stórsigur í kosningunum 2002 tókst jafnaðarmönnum snúa þessu við og koma skólastarfinu í réttan farveg. Enn situr bærinn uppi með háar leigugreiðslur af skólabyggingum sem er arfur frá þessu ævintýri Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks.. Íslandsbanki og HS veitur - sala af sama meiði Hvergi var né er getið um einkavæðingu opinberra innviða í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. En þetta er hjartans mál fyrir Sjálfstæðisflokkinn, ekki aðeins í Hafnarfirði, heldur á landsvísu, að koma vel reknum opinberum innviðum í samfélagsþjónustu í hendur braskara á opnum markaði. Það finnst þeim „stórkostlegt tækifæri“ fyrir flokkinn og vildarvini. Salan á Íslandsbanka og spillingin sem þar viðgengst staðfestir það. Salan á HS veitum er af sama meiði. Hafnfirðingar hljóta því að íhuga: Hvað ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að selja næst? Höfnina, vatnsveituna, frárennsliskerfið eða á kannski að taka annan snúning á grunn- og leikskólunum? Hefjum sókn til velferðar Það eru gömul sannindi og ný að jafnaðarmenn standa vörð um grunn- og samfélagsþjónustu í eigu bæjarbúa. Eflum ábyrga fjármálastjórn. Hvergi á höfuðborgarsvæðinu er skuldsetning miðað við hvern íbúa meiri en í Hafnarfirði og þrátt fyrir söluna á HS veitum. Hér þarf að snúa við blaði. Hefja sókn til velferðar í Hafnarfirði og láta verkin tala. Það ætlum við jafnaðarmenn að gera með fólkinu í bænum. X-S að sjálfsögðu. Höfundur skipar 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun