Einkavæðingin „stórkostlegt tækifæri“ Stefán Már Gunnlaugsson skrifar 25. apríl 2022 14:32 Þegar meirihluti Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks í Hafnarfirði seldi 15.42% hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS veitum seinni hluta árs 2020, þá sagði bæjarstjórinn, Rósa Guðbjartsdóttir, að þetta væri „stórkostlegt tækifæri“ og ekki síst vegna þess að flestir Hafnfirðingar væru svo illa upplýstir, að þeir vissu ekki einu sinni, að bærinn ætti þennan hlut. Það þyrfti að bjarga fjárhag bæjarins sem væri kominn í þrot eftir langvarandi óstjórn Sjálfstæðisflokksins. Kviku banka var falið að selja, gerður var leynisamningur við bankann og neitað að upplýsa hve mikið var greitt fyrir umsýsluna og söluna. Þá hafnaði meirihlutinn ítrekuðum kröfum íbúa, félagasamtaka og Samfylkingarinnar um íbúakosningu um söluna. Eftir söluna jókst hagnaður HS veitna um 384 m. kr. árið 2021 eða um 68%. Súpum enn seyðið af fyrri einkavæðingu Sjálfstæðisflokksins Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn einkavæðir opinbera innviði í Hafnarfirði. Í fersku minni er þegar flokkarnir saman í meirihluta einkavæddu á árunum 1998-2002 grunn- og leikskóla sem varð dýrkeypt fyrir Hafnarfjarðarbæ. Eftir stórsigur í kosningunum 2002 tókst jafnaðarmönnum snúa þessu við og koma skólastarfinu í réttan farveg. Enn situr bærinn uppi með háar leigugreiðslur af skólabyggingum sem er arfur frá þessu ævintýri Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks.. Íslandsbanki og HS veitur - sala af sama meiði Hvergi var né er getið um einkavæðingu opinberra innviða í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. En þetta er hjartans mál fyrir Sjálfstæðisflokkinn, ekki aðeins í Hafnarfirði, heldur á landsvísu, að koma vel reknum opinberum innviðum í samfélagsþjónustu í hendur braskara á opnum markaði. Það finnst þeim „stórkostlegt tækifæri“ fyrir flokkinn og vildarvini. Salan á Íslandsbanka og spillingin sem þar viðgengst staðfestir það. Salan á HS veitum er af sama meiði. Hafnfirðingar hljóta því að íhuga: Hvað ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að selja næst? Höfnina, vatnsveituna, frárennsliskerfið eða á kannski að taka annan snúning á grunn- og leikskólunum? Hefjum sókn til velferðar Það eru gömul sannindi og ný að jafnaðarmenn standa vörð um grunn- og samfélagsþjónustu í eigu bæjarbúa. Eflum ábyrga fjármálastjórn. Hvergi á höfuðborgarsvæðinu er skuldsetning miðað við hvern íbúa meiri en í Hafnarfirði og þrátt fyrir söluna á HS veitum. Hér þarf að snúa við blaði. Hefja sókn til velferðar í Hafnarfirði og láta verkin tala. Það ætlum við jafnaðarmenn að gera með fólkinu í bænum. X-S að sjálfsögðu. Höfundur skipar 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þegar meirihluti Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks í Hafnarfirði seldi 15.42% hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS veitum seinni hluta árs 2020, þá sagði bæjarstjórinn, Rósa Guðbjartsdóttir, að þetta væri „stórkostlegt tækifæri“ og ekki síst vegna þess að flestir Hafnfirðingar væru svo illa upplýstir, að þeir vissu ekki einu sinni, að bærinn ætti þennan hlut. Það þyrfti að bjarga fjárhag bæjarins sem væri kominn í þrot eftir langvarandi óstjórn Sjálfstæðisflokksins. Kviku banka var falið að selja, gerður var leynisamningur við bankann og neitað að upplýsa hve mikið var greitt fyrir umsýsluna og söluna. Þá hafnaði meirihlutinn ítrekuðum kröfum íbúa, félagasamtaka og Samfylkingarinnar um íbúakosningu um söluna. Eftir söluna jókst hagnaður HS veitna um 384 m. kr. árið 2021 eða um 68%. Súpum enn seyðið af fyrri einkavæðingu Sjálfstæðisflokksins Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn einkavæðir opinbera innviði í Hafnarfirði. Í fersku minni er þegar flokkarnir saman í meirihluta einkavæddu á árunum 1998-2002 grunn- og leikskóla sem varð dýrkeypt fyrir Hafnarfjarðarbæ. Eftir stórsigur í kosningunum 2002 tókst jafnaðarmönnum snúa þessu við og koma skólastarfinu í réttan farveg. Enn situr bærinn uppi með háar leigugreiðslur af skólabyggingum sem er arfur frá þessu ævintýri Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks.. Íslandsbanki og HS veitur - sala af sama meiði Hvergi var né er getið um einkavæðingu opinberra innviða í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. En þetta er hjartans mál fyrir Sjálfstæðisflokkinn, ekki aðeins í Hafnarfirði, heldur á landsvísu, að koma vel reknum opinberum innviðum í samfélagsþjónustu í hendur braskara á opnum markaði. Það finnst þeim „stórkostlegt tækifæri“ fyrir flokkinn og vildarvini. Salan á Íslandsbanka og spillingin sem þar viðgengst staðfestir það. Salan á HS veitum er af sama meiði. Hafnfirðingar hljóta því að íhuga: Hvað ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að selja næst? Höfnina, vatnsveituna, frárennsliskerfið eða á kannski að taka annan snúning á grunn- og leikskólunum? Hefjum sókn til velferðar Það eru gömul sannindi og ný að jafnaðarmenn standa vörð um grunn- og samfélagsþjónustu í eigu bæjarbúa. Eflum ábyrga fjármálastjórn. Hvergi á höfuðborgarsvæðinu er skuldsetning miðað við hvern íbúa meiri en í Hafnarfirði og þrátt fyrir söluna á HS veitum. Hér þarf að snúa við blaði. Hefja sókn til velferðar í Hafnarfirði og láta verkin tala. Það ætlum við jafnaðarmenn að gera með fólkinu í bænum. X-S að sjálfsögðu. Höfundur skipar 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar