Afsakaðu Gísli Marteinn! Jósteinn Þorgrímsson skrifar 23. apríl 2022 16:37 Í sjónvarpsþætti sínum Vikan með Gísla Marteini nú á föstudagskvöldið fór þáttastjórnandi að venju yfir fréttir vikunnar á sinn hátt. Sagði hann meðal annars frá bílslysi sem Ómar oddviti okkar Miðflokksmanna í Reykjavík lenti í. Var áreksturinn harkalegur og Ómar meiddist lítillega og hefur þurft á sjúkraþjálfun að halda eftir það. Gísli kaus að segja þannig frá atvikinu að Ómar hafi valdið árekstrinum og síðan hafi Ómar átt að hafa sagt að áreksturinn væri Degi borgarstjóra að kenna því það vantaði mislæg gatnamót. Atvikalýsing er einföld og auðskilin en einhvern veginn tókst Gísla að afbaka málið. Hugsanlega haft í huga hið fornkveðna að frásögnin eigi ekki að gjalda sannleikans. Staðreyndin er sú að keyrt var aftan á bíl Ómars og fjölskyldu hans af töluverðu afli. Bíll Ómars lenti svo á bílnum fyrir framan og úr varð þriggja bíla árekstur. Meiddist Ómar á baki og háls en ætlar ekki að láta það trufla sig í kosningabaráttunni. Vinur minn Ómar var sjálfum sér líkur og fór að hlúa að fólki í hinum bílum og aðstoðaði eins vel og hann gat. Hefði Gísli Marteinn lesið textann sem fylgdi myndinni sem hann birti í þættinum þá hefði „brandarinn” ekki verið að þjóna markmiðinu. En þessi hliðrun sannleikans hjá Gísla er hluti af stærra vandamáli. Það verður að viðurkennast að það verður erfiðara að fá jákvæða umfjöllun um stefnumál Miðflokksins þegar áhrifavaldar eins og Gísli Marteinn ráða umfjöllun hjá RÚV. En þegar Gísli er farinn að segja ósatt um umferðaróhapp sem Ómar oddviti okkar verður fyrir og kenna honum um hann er mér öllum lokið. Það veit alþjóð að Gísli Marteinn hefur litlar mætur á Miðflokknum og óvild hans í garð formannsins er öllum kunn. Þetta ágerist nú þar sem Miðflokkurinn einn flokka er á móti Borgarlínu og vill verja flugvöllinn í Vatnsmýri. Gísli stýrir þrýstihóp sem hann kallar „samtök um bíllausan lífsstíl”, jafnframt hefur hann lýst yfir stuðningi við Borgarlínu og vill að flugvöllurinn í Vatnsmýri fari. Þetta fer ekki framhjá þeim sem horfa á RÚV. Fjölmiðlamaður eins og Gísli Marteinn sem berst fyrir því að borgin sjái honum fyrir fari um borgina hefur sinn vettvang með sínum samtökum. Skoðanir sínar má hann eiga og halda sína fundi, en ég frábið mér það að hann noti ríkisfjölmiðilinn til að sjónvarpa andúð sínni á andstæðingum sínum á kaupi frá mér. Er til of mikils mælst að hann fari rétt með? Við í Miðflokknum viljum að fjölskyldufólk geti sinnt skyldum sínum og komist um borgina hratt og örugglega. Við viljum ekki vera þvinguð til að bíða eftir að áhrifavaldar búi til einhvern óraunhæfan veruleika um samgöngukerfi sem einhverjir fáir ætla að nýta sér eða nýti sér starf í skemmtiþætti til að úthúða þeim sem ekki eru á skoðun sem honum er þóknanleg. En auðvitað eru það ekki bara samgöngumálin sem okkur eru hugleikin þó svo að þau skipi stóran sess í málefnaskrá flokksins í Reykjavík, stóraukið lóðaframboð er forsenda framfara í borginni fyrir komandi kynslóðir, og einnig ætlum við að búa foreldrum okkar áhyggjulaust ævikvöld, málefni sem snerta okkur öll. Við þurfum að hafa skólana ómyglaða og o.s.frv. En fyrst og fremst að borgin verði ekki gjaldþrota vegna draumkenndra áætlana sem borgin hefur ekki bolmagn til þess að ráðast í. Höfundur er viðskiptafræðingur og skipar 2. sæti Miðflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í sjónvarpsþætti sínum Vikan með Gísla Marteini nú á föstudagskvöldið fór þáttastjórnandi að venju yfir fréttir vikunnar á sinn hátt. Sagði hann meðal annars frá bílslysi sem Ómar oddviti okkar Miðflokksmanna í Reykjavík lenti í. Var áreksturinn harkalegur og Ómar meiddist lítillega og hefur þurft á sjúkraþjálfun að halda eftir það. Gísli kaus að segja þannig frá atvikinu að Ómar hafi valdið árekstrinum og síðan hafi Ómar átt að hafa sagt að áreksturinn væri Degi borgarstjóra að kenna því það vantaði mislæg gatnamót. Atvikalýsing er einföld og auðskilin en einhvern veginn tókst Gísla að afbaka málið. Hugsanlega haft í huga hið fornkveðna að frásögnin eigi ekki að gjalda sannleikans. Staðreyndin er sú að keyrt var aftan á bíl Ómars og fjölskyldu hans af töluverðu afli. Bíll Ómars lenti svo á bílnum fyrir framan og úr varð þriggja bíla árekstur. Meiddist Ómar á baki og háls en ætlar ekki að láta það trufla sig í kosningabaráttunni. Vinur minn Ómar var sjálfum sér líkur og fór að hlúa að fólki í hinum bílum og aðstoðaði eins vel og hann gat. Hefði Gísli Marteinn lesið textann sem fylgdi myndinni sem hann birti í þættinum þá hefði „brandarinn” ekki verið að þjóna markmiðinu. En þessi hliðrun sannleikans hjá Gísla er hluti af stærra vandamáli. Það verður að viðurkennast að það verður erfiðara að fá jákvæða umfjöllun um stefnumál Miðflokksins þegar áhrifavaldar eins og Gísli Marteinn ráða umfjöllun hjá RÚV. En þegar Gísli er farinn að segja ósatt um umferðaróhapp sem Ómar oddviti okkar verður fyrir og kenna honum um hann er mér öllum lokið. Það veit alþjóð að Gísli Marteinn hefur litlar mætur á Miðflokknum og óvild hans í garð formannsins er öllum kunn. Þetta ágerist nú þar sem Miðflokkurinn einn flokka er á móti Borgarlínu og vill verja flugvöllinn í Vatnsmýri. Gísli stýrir þrýstihóp sem hann kallar „samtök um bíllausan lífsstíl”, jafnframt hefur hann lýst yfir stuðningi við Borgarlínu og vill að flugvöllurinn í Vatnsmýri fari. Þetta fer ekki framhjá þeim sem horfa á RÚV. Fjölmiðlamaður eins og Gísli Marteinn sem berst fyrir því að borgin sjái honum fyrir fari um borgina hefur sinn vettvang með sínum samtökum. Skoðanir sínar má hann eiga og halda sína fundi, en ég frábið mér það að hann noti ríkisfjölmiðilinn til að sjónvarpa andúð sínni á andstæðingum sínum á kaupi frá mér. Er til of mikils mælst að hann fari rétt með? Við í Miðflokknum viljum að fjölskyldufólk geti sinnt skyldum sínum og komist um borgina hratt og örugglega. Við viljum ekki vera þvinguð til að bíða eftir að áhrifavaldar búi til einhvern óraunhæfan veruleika um samgöngukerfi sem einhverjir fáir ætla að nýta sér eða nýti sér starf í skemmtiþætti til að úthúða þeim sem ekki eru á skoðun sem honum er þóknanleg. En auðvitað eru það ekki bara samgöngumálin sem okkur eru hugleikin þó svo að þau skipi stóran sess í málefnaskrá flokksins í Reykjavík, stóraukið lóðaframboð er forsenda framfara í borginni fyrir komandi kynslóðir, og einnig ætlum við að búa foreldrum okkar áhyggjulaust ævikvöld, málefni sem snerta okkur öll. Við þurfum að hafa skólana ómyglaða og o.s.frv. En fyrst og fremst að borgin verði ekki gjaldþrota vegna draumkenndra áætlana sem borgin hefur ekki bolmagn til þess að ráðast í. Höfundur er viðskiptafræðingur og skipar 2. sæti Miðflokksins í Reykjavík.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun