Opnum hliðin – stækkum dalinn Stefán Pálsson skrifar 23. apríl 2022 12:00 Fyrir 65 árum tók bæjarstjórn Reykjavíkur þá ákvörðun að friða gömlu bæjarhúsin í Árbæ. Jafnframt var ákveðið að þangað skyldi flytja ýmis þau hús sem talin væru sögulega mikilvæg en þyrftu að víkja fyrir nýbyggingum. Hinu nýja Árbæjarsafni var jafnframt ætlað að miðla gömlum verkháttum í trúverðugu umhverfi. Stofnun safnsins var mikil gæfa því þannig tókst að bjarga ómetanlegum menningarverðmætum undan jarðýtum og skóflukjöftum. Síðar áttu þó viðhorf í húsaverndunarmálum eftir að þroskast enn frekar og sú stefna varð almennt ofaná að reyna að vernda hús í sínu upprunalega umhverfi eða sem næst því. Fyrstu árin hefði Árbæjarsafn vart getað verið meira í alfaraleið þar sem sjálfur Suðurlandsvegurinn til og frá Reykjavík lá um hlaðið. Nýjar vegatengingar og uppbygging Árbæjar- og Ártúnshverfa hafa hins vegar gert það að verkum að aðkoman að safninu er fjarri því eins áberandi nú um stundir og áður var. Árbæjarsafnið er perla, en spurningin er hvort ekki megi leita leiða til að lyfta því enn frekar og um leið nýta það til að styrkja Elliðaárdalinn, sem er eitt mikilvægasta útivistarsvæði borgarbúa. Frábærar gönguleiðir Við í Vinstri grænum viljum láta kanna alvarlega þann möguleika að opna safnsvæðið og láta það og stígakerfi þess verða hluta af göngu- og hjólastígum Elliðaárdalsins. Þannig gætu borgarbúar rölt sér til ánægju innan um hin gömlu og fallegu hús. Það sem helst hefur staðið í veginum fyrir því að girðingunum umhverfis Árbæjarsafn verði einfaldlega rutt úr vegi er sú staðreynd að safninu er gert að afla sér tekna með miðasölu. Með nútímatækni ætti það þó ekki lengur að vera vandamál. Auðveldlega mætti selja inn í einstök hús eða sýningar með einföldum tæknilegum lausnum þótt svæðið sjálft yrði opnað. Aukin umferð um safnsvæðið gæti líka styrkt veitingasölu í kaffihúsi safnsins, Dillonshúsi – en lengi hefur verið kallað eftir veitingasölu í Elliðaárdal. Með því að hætta að líta á Árbæjarsafn sem einangraða eyju en skipuleggja safnsvæðið þess í stað sem hluta af stærri heild, má ætla að margfalt fleira fólk skoði hin sögufrægu hús að utan. Það mun væntanlega kveikja áhuga enn fleiri en nú er á að fá að fræðast um sögu þeirra og kynna sér þau að innan. Sláum tvær flugur í einu höggi og styrkjum eina okkar mikilvægustu menningarstofnunum og eflum um leið dýrmætt útivistarsvæði. Höfundur er sagnfræðingur og skipar 2. sætið á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsavernd Söfn Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Sjá meira
Fyrir 65 árum tók bæjarstjórn Reykjavíkur þá ákvörðun að friða gömlu bæjarhúsin í Árbæ. Jafnframt var ákveðið að þangað skyldi flytja ýmis þau hús sem talin væru sögulega mikilvæg en þyrftu að víkja fyrir nýbyggingum. Hinu nýja Árbæjarsafni var jafnframt ætlað að miðla gömlum verkháttum í trúverðugu umhverfi. Stofnun safnsins var mikil gæfa því þannig tókst að bjarga ómetanlegum menningarverðmætum undan jarðýtum og skóflukjöftum. Síðar áttu þó viðhorf í húsaverndunarmálum eftir að þroskast enn frekar og sú stefna varð almennt ofaná að reyna að vernda hús í sínu upprunalega umhverfi eða sem næst því. Fyrstu árin hefði Árbæjarsafn vart getað verið meira í alfaraleið þar sem sjálfur Suðurlandsvegurinn til og frá Reykjavík lá um hlaðið. Nýjar vegatengingar og uppbygging Árbæjar- og Ártúnshverfa hafa hins vegar gert það að verkum að aðkoman að safninu er fjarri því eins áberandi nú um stundir og áður var. Árbæjarsafnið er perla, en spurningin er hvort ekki megi leita leiða til að lyfta því enn frekar og um leið nýta það til að styrkja Elliðaárdalinn, sem er eitt mikilvægasta útivistarsvæði borgarbúa. Frábærar gönguleiðir Við í Vinstri grænum viljum láta kanna alvarlega þann möguleika að opna safnsvæðið og láta það og stígakerfi þess verða hluta af göngu- og hjólastígum Elliðaárdalsins. Þannig gætu borgarbúar rölt sér til ánægju innan um hin gömlu og fallegu hús. Það sem helst hefur staðið í veginum fyrir því að girðingunum umhverfis Árbæjarsafn verði einfaldlega rutt úr vegi er sú staðreynd að safninu er gert að afla sér tekna með miðasölu. Með nútímatækni ætti það þó ekki lengur að vera vandamál. Auðveldlega mætti selja inn í einstök hús eða sýningar með einföldum tæknilegum lausnum þótt svæðið sjálft yrði opnað. Aukin umferð um safnsvæðið gæti líka styrkt veitingasölu í kaffihúsi safnsins, Dillonshúsi – en lengi hefur verið kallað eftir veitingasölu í Elliðaárdal. Með því að hætta að líta á Árbæjarsafn sem einangraða eyju en skipuleggja safnsvæðið þess í stað sem hluta af stærri heild, má ætla að margfalt fleira fólk skoði hin sögufrægu hús að utan. Það mun væntanlega kveikja áhuga enn fleiri en nú er á að fá að fræðast um sögu þeirra og kynna sér þau að innan. Sláum tvær flugur í einu höggi og styrkjum eina okkar mikilvægustu menningarstofnunum og eflum um leið dýrmætt útivistarsvæði. Höfundur er sagnfræðingur og skipar 2. sætið á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík.
Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar