Ein Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 23. apríl 2022 07:32 Það er staðreynd að samfélög þar sem samstaða og samhjálp er mikil, ná lengra sem heild en samfélög þar sem fólk hugsar fyrst og fremst um eigin hag. Það er samfélög með sterkt velferðarkerfi. Ég er því stolt af þeim skrefum sem við í meirihluta Borgarstjórnar höfum tekið á þessu kjörtímabili til að stuðla að velferð Reykvíkinga því það getur skipt öllu máli að fá stuðning og hjálp á réttu augnabliki. Börn og fjölskyldur Í Reykjavík settum við saman aðgerðaáætlun til vinna gegn því samfélagsmeini sem sárafátækt er. Við horfðum sérstaklega til þess hvernig forða má börnum frá því að alast upp við fátækt. Stærsta aðgerðin var því að tryggja börnum notenda fjárhagsaðstoðar gjaldfrjálsa leikskóladvöl og dvöl á frístundaheimili auk skólamáltíða. Áður höfðum við lækkað greiðslur þannig að barnmargar fjölskyldur greiða nú aðeins námsgjald fyrir eitt barn og fæðisgjald fyrir tvö börn, þvert á skólastig óháð barnafjölda. Námsgögn eru nú afhent í skólunum og þar geta börn nálgast túrvörur. Á þessu ári er verið að innleiða breytt verklag í þjónustu við börn sem þurfa aukinn stuðning um alla borg, það felur í sér þverfaglegan stuðning sem veittur er hratt og vel í umhverfi barnanna. Fjárframlög til skóla hafa verið hækkuð og eru nú einnig ákvörðuð út frá félagslegri samsetningu hverfis þannig að þar sem áskoranir eru meiri sé til fjármagn til að mæta þeim. Á kjörtímabilinu höfum við styrkt stuðningsþjónustu til barna en þar eru fjölmörg tækifæri til að tryggja öllum börnum tækifæri til að taka þátt í frístundum, stykja sig og sína hæfileika. Stuðningur þegar þarf Sett var á laggirnar sérstakt húsnæðisúrræði fyrir unga einstæða foreldra á fjárhagsaðstoð þar sem þeim býðst húsnæði og stuðningur. Við höfum komið upp sérstöku Virknihúsi til að styðja notendur fjárhagsaðstoðar til virkni og vinnu, á þeirra forsendum. Þar eru fjölmörg námsúrræði og sértæk verkefni fyrir ákveðna hópa fólks. Þannig vinnur borgin með fólki sem þarf aukinn stuðning, styður fólk til að finna styrkleika sýna og nýta þá. Á þessari braut er mikilvægt að halda áfram, valdefla fólk í erfiðum aðstæðum. Þegar atvinnuleysi jókst þá fjölgaði störfum tímabundið hjá Reykjavík því við í Samfylkingunni vitum að vinna er líka velferð. Húsnæðisöryggi Á kjörtímabilinu hækkuðum við tekjumörk vegna sérstaks húsnæðisstuðnings umfram tekjumörk í leiðbeiningum ráðuneytis til sveitarfélaga. Tilgangurinn var að stækka þann hóp tekjulágra sem rétt eiga á þessum stuðningi sem tókst því á síðasta ári fengu 4400 heimili sértækar húsnæðisbætur sem er 1000 heimilum fleiri en 2019. Helmingur þeirra heimila leigja á almennum markaði og hinn helmingurinn hjá Félagsbústöðum en þar hefur íbúðum fjölgað um 607 íbúðir frá janúar 2018 en þær eru nú 3012 eða 5,1% af íbúðum í Reykjavík. Það skiptir máli til að tryggja húsnæðisöryggi þeirra sem eru með lægstu tekjurnar því leiguverð er að jafnaði um 30 % lægra hjá félagsbústöðum en á almennum markaði. Um helmingi færri bíða nú eftir íbúð hjá félagsbústöðum en í upphafi kjörtímabils og mikilvægt að haldið sé áfram á sömu braut til að tryggja öllum sem þurfa húsnæði. Heimili fyrir okkur öll Samfylkingin hefur lagt áherslu á að það eru mannréttindi að eiga heimili, við höfum haft forystu um að innleiða „húsnæði fyrst“ stefnu um að veita heimilislausu fólki tækifæri til að reka eigið heimili en um 100 einstaklingar hafa fengið slíkt tækifæri á þessu kjörtímabili. Fyrir tekjulægri hópa höfum við lagt áherslu á að 25% íbúðauppbyggingar í borginni sé leiguhúsnæði rekið án hagnaðarsjónarmiða og það hefur verið að ganga eftir. Þar má nefna Bjarg, íbúðafélag verkalýðshreyfingarinnar sem hefur byggt upp af krafti og mun á næstu tveim árum klára að byggja þær 1000 íbúðir sem samið var um 2016. Uppbygging á húsnæði fyrir fatlað fólk hefur staðist áætlanir en rúmlega 200 fatlaðir einstaklingar hafa fengið úthlutað húsnæði það sem af er þessu kjörtímabili. Verið er að endurskoða uppbyggingaráætlun þar sem fötluðu fólki fjölgar í Reykjavík umfram spár og mikilvægt að haldið verði áfram á sömu braut, þ.e að byggja húsnæði fyrir okkur öll. Minn draumur er að á íslandi þróist velferðarsamfélag sem styður hratt og vel við fólk sem þarf stuðning. Samfélag fólks sem finnur til samkenndar. Til að það takist þarf að halda áfram að vinna að jöfnum tækifærum í Reykjavík og stuðningi fyrir fólk sem þarf á honum að halda. Til þess er mikilvægt að Samfylkingin sé áfram við stjórn í borginni. Tölum ekki um þessa eða hina Reykjavík. Það er bara ein Reykjavík og það er okkar að tryggja að hún sé fyrir okkur öll. Höfundur er borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Sjá meira
Það er staðreynd að samfélög þar sem samstaða og samhjálp er mikil, ná lengra sem heild en samfélög þar sem fólk hugsar fyrst og fremst um eigin hag. Það er samfélög með sterkt velferðarkerfi. Ég er því stolt af þeim skrefum sem við í meirihluta Borgarstjórnar höfum tekið á þessu kjörtímabili til að stuðla að velferð Reykvíkinga því það getur skipt öllu máli að fá stuðning og hjálp á réttu augnabliki. Börn og fjölskyldur Í Reykjavík settum við saman aðgerðaáætlun til vinna gegn því samfélagsmeini sem sárafátækt er. Við horfðum sérstaklega til þess hvernig forða má börnum frá því að alast upp við fátækt. Stærsta aðgerðin var því að tryggja börnum notenda fjárhagsaðstoðar gjaldfrjálsa leikskóladvöl og dvöl á frístundaheimili auk skólamáltíða. Áður höfðum við lækkað greiðslur þannig að barnmargar fjölskyldur greiða nú aðeins námsgjald fyrir eitt barn og fæðisgjald fyrir tvö börn, þvert á skólastig óháð barnafjölda. Námsgögn eru nú afhent í skólunum og þar geta börn nálgast túrvörur. Á þessu ári er verið að innleiða breytt verklag í þjónustu við börn sem þurfa aukinn stuðning um alla borg, það felur í sér þverfaglegan stuðning sem veittur er hratt og vel í umhverfi barnanna. Fjárframlög til skóla hafa verið hækkuð og eru nú einnig ákvörðuð út frá félagslegri samsetningu hverfis þannig að þar sem áskoranir eru meiri sé til fjármagn til að mæta þeim. Á kjörtímabilinu höfum við styrkt stuðningsþjónustu til barna en þar eru fjölmörg tækifæri til að tryggja öllum börnum tækifæri til að taka þátt í frístundum, stykja sig og sína hæfileika. Stuðningur þegar þarf Sett var á laggirnar sérstakt húsnæðisúrræði fyrir unga einstæða foreldra á fjárhagsaðstoð þar sem þeim býðst húsnæði og stuðningur. Við höfum komið upp sérstöku Virknihúsi til að styðja notendur fjárhagsaðstoðar til virkni og vinnu, á þeirra forsendum. Þar eru fjölmörg námsúrræði og sértæk verkefni fyrir ákveðna hópa fólks. Þannig vinnur borgin með fólki sem þarf aukinn stuðning, styður fólk til að finna styrkleika sýna og nýta þá. Á þessari braut er mikilvægt að halda áfram, valdefla fólk í erfiðum aðstæðum. Þegar atvinnuleysi jókst þá fjölgaði störfum tímabundið hjá Reykjavík því við í Samfylkingunni vitum að vinna er líka velferð. Húsnæðisöryggi Á kjörtímabilinu hækkuðum við tekjumörk vegna sérstaks húsnæðisstuðnings umfram tekjumörk í leiðbeiningum ráðuneytis til sveitarfélaga. Tilgangurinn var að stækka þann hóp tekjulágra sem rétt eiga á þessum stuðningi sem tókst því á síðasta ári fengu 4400 heimili sértækar húsnæðisbætur sem er 1000 heimilum fleiri en 2019. Helmingur þeirra heimila leigja á almennum markaði og hinn helmingurinn hjá Félagsbústöðum en þar hefur íbúðum fjölgað um 607 íbúðir frá janúar 2018 en þær eru nú 3012 eða 5,1% af íbúðum í Reykjavík. Það skiptir máli til að tryggja húsnæðisöryggi þeirra sem eru með lægstu tekjurnar því leiguverð er að jafnaði um 30 % lægra hjá félagsbústöðum en á almennum markaði. Um helmingi færri bíða nú eftir íbúð hjá félagsbústöðum en í upphafi kjörtímabils og mikilvægt að haldið sé áfram á sömu braut til að tryggja öllum sem þurfa húsnæði. Heimili fyrir okkur öll Samfylkingin hefur lagt áherslu á að það eru mannréttindi að eiga heimili, við höfum haft forystu um að innleiða „húsnæði fyrst“ stefnu um að veita heimilislausu fólki tækifæri til að reka eigið heimili en um 100 einstaklingar hafa fengið slíkt tækifæri á þessu kjörtímabili. Fyrir tekjulægri hópa höfum við lagt áherslu á að 25% íbúðauppbyggingar í borginni sé leiguhúsnæði rekið án hagnaðarsjónarmiða og það hefur verið að ganga eftir. Þar má nefna Bjarg, íbúðafélag verkalýðshreyfingarinnar sem hefur byggt upp af krafti og mun á næstu tveim árum klára að byggja þær 1000 íbúðir sem samið var um 2016. Uppbygging á húsnæði fyrir fatlað fólk hefur staðist áætlanir en rúmlega 200 fatlaðir einstaklingar hafa fengið úthlutað húsnæði það sem af er þessu kjörtímabili. Verið er að endurskoða uppbyggingaráætlun þar sem fötluðu fólki fjölgar í Reykjavík umfram spár og mikilvægt að haldið verði áfram á sömu braut, þ.e að byggja húsnæði fyrir okkur öll. Minn draumur er að á íslandi þróist velferðarsamfélag sem styður hratt og vel við fólk sem þarf stuðning. Samfélag fólks sem finnur til samkenndar. Til að það takist þarf að halda áfram að vinna að jöfnum tækifærum í Reykjavík og stuðningi fyrir fólk sem þarf á honum að halda. Til þess er mikilvægt að Samfylkingin sé áfram við stjórn í borginni. Tölum ekki um þessa eða hina Reykjavík. Það er bara ein Reykjavík og það er okkar að tryggja að hún sé fyrir okkur öll. Höfundur er borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun