Saman erum við óstöðvandi Hilda Jana Gísladóttir skrifar 19. apríl 2022 11:01 Eitt af því sem ég er hvað stoltust af á kjörtímabilinu er að hafa fengið að leiða starf landshlutasamtakanna okkar sem formaður SSNE, samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra. Eftir áralangar tilraunir tókst okkur að sameina krafta landshlutasamtaka og atvinnuþróunarfélaga beggja vegna Vaðlaheiðarinnar. Það kostaði þrotlausa vinnu en afrakstur erfiðisins hefur nú birst okkur í kröftugu og markvissu starfi SSNE, þökk sé góðu samstarfi og frábæru starfsfólki. SSNE hefur tekið þátt í fjölbreyttu samstarfi og staðið fyrir og styrkt fjölmörg verkefni. Svo nokkur dæmi séu tekin þá má nefna: Niceair; nýtt flugfélag, uppbyggingu velferðartækniklasa, Norðurslóðamiðstöð Íslands, Eimur; fyrir sjálfbæru samfélagi, listnám á háskólastigi og fjárfestahátíð á Siglufirði. Við hjá SSNE höfum tekið hlutverki okkar alvarlega er varðar samráð, aðhald og samstarf við ríkisvaldið, þar sem margvíslegur árangur hefur náðst. Þá hafa sveitarfélög nýtt sameiginlegan vettvang SSNE vegna ýmissa verkefna og má nefna að nú er unnið að gerð samgöngustefnu og innviðagreiningu, svæðisáætlun um meðhöndlun sorps, samstarfi safna og hagkvæmnimati á uppbyggingu líforkuvers. Sem stjórnarformaður SSNE hef ég frá upphafi lagt ríka áherslu á sameiginlega hagsmuni í landshlutanum, samhliða því að taka tillit til ólíkra aðstæðna. Ómálefnanlegur hrepparígur þarf að heyra sögunni til, enda sjáum við að með því að nýta sameiginlegan slagkraft landshlutans þá erum við óstöðvandi. Það er hreinlega nauðsynlegt að á næsta kjörtímabili haldist pólitísk samstaða um að byggja ofan á þann trausta grunn sem við höfum lagt og býð ég fram krafta mína til að halda því verkefni áfram. Höfundur er stjórnarformaður SSNE og oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hilda Jana Gísladóttir Akureyri Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Sjá meira
Eitt af því sem ég er hvað stoltust af á kjörtímabilinu er að hafa fengið að leiða starf landshlutasamtakanna okkar sem formaður SSNE, samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra. Eftir áralangar tilraunir tókst okkur að sameina krafta landshlutasamtaka og atvinnuþróunarfélaga beggja vegna Vaðlaheiðarinnar. Það kostaði þrotlausa vinnu en afrakstur erfiðisins hefur nú birst okkur í kröftugu og markvissu starfi SSNE, þökk sé góðu samstarfi og frábæru starfsfólki. SSNE hefur tekið þátt í fjölbreyttu samstarfi og staðið fyrir og styrkt fjölmörg verkefni. Svo nokkur dæmi séu tekin þá má nefna: Niceair; nýtt flugfélag, uppbyggingu velferðartækniklasa, Norðurslóðamiðstöð Íslands, Eimur; fyrir sjálfbæru samfélagi, listnám á háskólastigi og fjárfestahátíð á Siglufirði. Við hjá SSNE höfum tekið hlutverki okkar alvarlega er varðar samráð, aðhald og samstarf við ríkisvaldið, þar sem margvíslegur árangur hefur náðst. Þá hafa sveitarfélög nýtt sameiginlegan vettvang SSNE vegna ýmissa verkefna og má nefna að nú er unnið að gerð samgöngustefnu og innviðagreiningu, svæðisáætlun um meðhöndlun sorps, samstarfi safna og hagkvæmnimati á uppbyggingu líforkuvers. Sem stjórnarformaður SSNE hef ég frá upphafi lagt ríka áherslu á sameiginlega hagsmuni í landshlutanum, samhliða því að taka tillit til ólíkra aðstæðna. Ómálefnanlegur hrepparígur þarf að heyra sögunni til, enda sjáum við að með því að nýta sameiginlegan slagkraft landshlutans þá erum við óstöðvandi. Það er hreinlega nauðsynlegt að á næsta kjörtímabili haldist pólitísk samstaða um að byggja ofan á þann trausta grunn sem við höfum lagt og býð ég fram krafta mína til að halda því verkefni áfram. Höfundur er stjórnarformaður SSNE og oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar