Er tilgangur ASÍ að berjast gegn Eflingu? Barbara Sawka skrifar 19. apríl 2022 09:01 Árið 2018 fengum við Eflingarfélagar tækifæri til að kjósa um formann í félaginu okkar í fyrsta sinn. Þá völdum við formann, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, til að vinna fyrir okkur. Það gerði hún svo sannarlega: Hún hefur undirbúið, skipulagt og leitt raunverulega baráttu fyrir okkur. Við höfum fengið von um að ef við stöndum saman þá eru okkur allir vegi færir. Því miður hafa frá 2018 verið endalaus vandræði frá starfsfólki skrifstofu Eflingar. Það hefur ekki verið borin virðing fyrir forystu láglaunafólks í þeirra eigin félagi og bæði almennir starfsmenn og stjórnendur hafa vaðið uppi með ótrúlegri frekju. Trúnaður hefur ekki verið virtur og kúganir hafa verið notaðar. Þegar þetta var orðið óbærilegt haustið 2021 þá tók Sólveig rétta ákvörðun um að segja af sér. Mjög sorglegt hefur verið að fylgjast með bandalaginu sem þá varð til milli forystu ASÍ, hörðustu andstæðinga Sólveigar úr röðum starfsfólks og fyrrverandi formanns og varaformanns Eflingar. Með aðstoð ASÍ tókst fyrrum formanni og varaformanni ásamt lögmanni félagsins að tefja aðalfund, þannig að hægt var að nota tímann til að koma í umferð alls konar fáránlegum en mjög alvarlegum ásökunum gegn Sólveigu, til dæmis um fjárdrátt. Þetta hefur forysta ASÍ stutt og tekið undir. Með þessu hafa andstæðingar Sólveigar Önnu sýnt að þeim er ekkert heilagt, ekki einu sinni orðspor félagsins okkar. Framkoman á aðalfundinum fyrr í þessum mánuði, sem vakið hefur athygli, var til skammar. Að starfsfólk félagsins, fyrrverandi formaður þess, starfsfólk, lögmaður og forysta ASÍ hafi tekið þátt í þessu finnst mér ótrúlegt. Mér finnst að þeir sem ganga harðast fram gegn stjórn Eflingar ættu að líta í eigin barm, til dæmis forseti Alþýðusambandsins. Hún tjáði sig ekki um þjófnað glæpafyrirtækisins Init á peningum okkar félagsmanna í verkalýðsfélögum í gegnum lífeyrissjóðinn okkar. Hún samþykkti leynilegt samkomulag við ríkisstjórnina um “Grænbók” þar sem á að taka af okkur samningsrétt og verkfallsvopnið. Það er stór skrítið að við félagsmenn séum að greiða meirihlutann af kostnaði við rekstur ASÍ þegar sambandið vinnur opinskátt á móti félaginu okkar og hagsmunum verkafólks. Hvenær er komið gott af árásum á Eflingu, fordæmingum á formanni okkar og afskiptum af löglegum ákvörðunum stjórnar? Hvernig væri að fara að snúa sér að hinum raunverulegu glæpamönnum Íslands, þeim sem til dæmis stela bönkum og ræna úr vösum verkafólks á hverjum degi? Þessu finnst mér að leiðtogar í verkalýðshreyfingunni mættu velta fyrir sér. Höfundur er félagi í Eflingu - stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Sjá meira
Árið 2018 fengum við Eflingarfélagar tækifæri til að kjósa um formann í félaginu okkar í fyrsta sinn. Þá völdum við formann, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, til að vinna fyrir okkur. Það gerði hún svo sannarlega: Hún hefur undirbúið, skipulagt og leitt raunverulega baráttu fyrir okkur. Við höfum fengið von um að ef við stöndum saman þá eru okkur allir vegi færir. Því miður hafa frá 2018 verið endalaus vandræði frá starfsfólki skrifstofu Eflingar. Það hefur ekki verið borin virðing fyrir forystu láglaunafólks í þeirra eigin félagi og bæði almennir starfsmenn og stjórnendur hafa vaðið uppi með ótrúlegri frekju. Trúnaður hefur ekki verið virtur og kúganir hafa verið notaðar. Þegar þetta var orðið óbærilegt haustið 2021 þá tók Sólveig rétta ákvörðun um að segja af sér. Mjög sorglegt hefur verið að fylgjast með bandalaginu sem þá varð til milli forystu ASÍ, hörðustu andstæðinga Sólveigar úr röðum starfsfólks og fyrrverandi formanns og varaformanns Eflingar. Með aðstoð ASÍ tókst fyrrum formanni og varaformanni ásamt lögmanni félagsins að tefja aðalfund, þannig að hægt var að nota tímann til að koma í umferð alls konar fáránlegum en mjög alvarlegum ásökunum gegn Sólveigu, til dæmis um fjárdrátt. Þetta hefur forysta ASÍ stutt og tekið undir. Með þessu hafa andstæðingar Sólveigar Önnu sýnt að þeim er ekkert heilagt, ekki einu sinni orðspor félagsins okkar. Framkoman á aðalfundinum fyrr í þessum mánuði, sem vakið hefur athygli, var til skammar. Að starfsfólk félagsins, fyrrverandi formaður þess, starfsfólk, lögmaður og forysta ASÍ hafi tekið þátt í þessu finnst mér ótrúlegt. Mér finnst að þeir sem ganga harðast fram gegn stjórn Eflingar ættu að líta í eigin barm, til dæmis forseti Alþýðusambandsins. Hún tjáði sig ekki um þjófnað glæpafyrirtækisins Init á peningum okkar félagsmanna í verkalýðsfélögum í gegnum lífeyrissjóðinn okkar. Hún samþykkti leynilegt samkomulag við ríkisstjórnina um “Grænbók” þar sem á að taka af okkur samningsrétt og verkfallsvopnið. Það er stór skrítið að við félagsmenn séum að greiða meirihlutann af kostnaði við rekstur ASÍ þegar sambandið vinnur opinskátt á móti félaginu okkar og hagsmunum verkafólks. Hvenær er komið gott af árásum á Eflingu, fordæmingum á formanni okkar og afskiptum af löglegum ákvörðunum stjórnar? Hvernig væri að fara að snúa sér að hinum raunverulegu glæpamönnum Íslands, þeim sem til dæmis stela bönkum og ræna úr vösum verkafólks á hverjum degi? Þessu finnst mér að leiðtogar í verkalýðshreyfingunni mættu velta fyrir sér. Höfundur er félagi í Eflingu - stéttarfélagi.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar