Ný móttökumiðstöð bylting í þjónustu Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 12. apríl 2022 10:30 Fólki sem sækir um alþjóðlega vernd hér á landi hefur fjölgað gríðarlega að undanförnu, ekki síst vegna innrásar rússneskra stjórnvalda í Úkraínu. Íslensk stjórnvöld leggja áherslu á að taka vel á móti fólki sem hingað leitar, en liður í því var að færa alla þjónustu við fólk sem hér sækir um alþjóðlega vernd til félags- og vinnumarkaðsráðuneytis frá dómsmálaráðuneyti. Þar með verður öll þjónusta við fólk fyrir og eftir að það fær vernd undir sama ráðuneyti. Fólk á flótta er að koma úr gríðarlega erfiðum aðstæðum þar sem það hefur þurft að yfirgefa heimili sín með skömmum fyrirvara og skilja við fyrra líf sitt. Mikilvægi þess að grípa þetta fólk og hlúa að því dylst því engum. Þess vegna er það ákaflega ánægjulegt að hafa nýlega opnað nýja móttökumiðstöð þar sem umsækjendur um alþjóðlega vernd fá alla helstu þjónustu sem það þarf við komuna til landsins á einum stað. Í móttökumiðstöðinni koma saman ólíkar stofnanir sem áður voru á mörgum stöðum, en vinna nú á sama stað með það að markmiði að taka sem best á móti því fólki sem hér sækir um alþjóðlega vernd og veita því skjóta og skilvirka þjónustu við komuna og stuðla jafnframt að jákvæðari upplifun fólks af þjónustunni. Í móttökumiðstöðinni sér lögreglan um skráningu og auðkenningu fólks, Útlendingastofnun tekur móttökuviðtöl, undirbýr fyrstu búsetu og í tilfelli umsækjenda frá Úkraínu afgreiðir stofnunin umsóknir þeirra yfirleitt samdægurs. Heilsugæslan framkvæmir fyrstu heilbrigðisskoðun og Fjölmenningarsetur gerir þarfagreiningu í tengslum við varanleg húsnæðisúrræði og miðlar jafnframt umsækjendum sem komnir eru með vernd í bráðabirgðahúsnæði. Þá mun Vinnumálastofnun einnig fá aðstöðu í móttökumiðstöðinni til að miðla upplýsingum um atvinnumöguleika hérlendis. Móttökumiðstöðin felur því í sér mun betri þjónusta við fólk sem hingað leitar og hún skapar hagræði og yfirsýn fyrir okkur sem veitum þjónustuna. Móttökumiðstöðin er því bylting í þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Ber ég miklar vonir til þess að hún sé komin til að vera. Höfundur er félag- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Hælisleitendur Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Fólki sem sækir um alþjóðlega vernd hér á landi hefur fjölgað gríðarlega að undanförnu, ekki síst vegna innrásar rússneskra stjórnvalda í Úkraínu. Íslensk stjórnvöld leggja áherslu á að taka vel á móti fólki sem hingað leitar, en liður í því var að færa alla þjónustu við fólk sem hér sækir um alþjóðlega vernd til félags- og vinnumarkaðsráðuneytis frá dómsmálaráðuneyti. Þar með verður öll þjónusta við fólk fyrir og eftir að það fær vernd undir sama ráðuneyti. Fólk á flótta er að koma úr gríðarlega erfiðum aðstæðum þar sem það hefur þurft að yfirgefa heimili sín með skömmum fyrirvara og skilja við fyrra líf sitt. Mikilvægi þess að grípa þetta fólk og hlúa að því dylst því engum. Þess vegna er það ákaflega ánægjulegt að hafa nýlega opnað nýja móttökumiðstöð þar sem umsækjendur um alþjóðlega vernd fá alla helstu þjónustu sem það þarf við komuna til landsins á einum stað. Í móttökumiðstöðinni koma saman ólíkar stofnanir sem áður voru á mörgum stöðum, en vinna nú á sama stað með það að markmiði að taka sem best á móti því fólki sem hér sækir um alþjóðlega vernd og veita því skjóta og skilvirka þjónustu við komuna og stuðla jafnframt að jákvæðari upplifun fólks af þjónustunni. Í móttökumiðstöðinni sér lögreglan um skráningu og auðkenningu fólks, Útlendingastofnun tekur móttökuviðtöl, undirbýr fyrstu búsetu og í tilfelli umsækjenda frá Úkraínu afgreiðir stofnunin umsóknir þeirra yfirleitt samdægurs. Heilsugæslan framkvæmir fyrstu heilbrigðisskoðun og Fjölmenningarsetur gerir þarfagreiningu í tengslum við varanleg húsnæðisúrræði og miðlar jafnframt umsækjendum sem komnir eru með vernd í bráðabirgðahúsnæði. Þá mun Vinnumálastofnun einnig fá aðstöðu í móttökumiðstöðinni til að miðla upplýsingum um atvinnumöguleika hérlendis. Móttökumiðstöðin felur því í sér mun betri þjónusta við fólk sem hingað leitar og hún skapar hagræði og yfirsýn fyrir okkur sem veitum þjónustuna. Móttökumiðstöðin er því bylting í þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Ber ég miklar vonir til þess að hún sé komin til að vera. Höfundur er félag- og vinnumarkaðsráðherra.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar