Fjölbreytni til framtíðar í Garðabæ Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 12. apríl 2022 07:31 Fjölbreytni er mikilvægt leiðarstef í sýn Garðabæjarlistans fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Fjölbreytt samfélag er sannarlega verðugt markmið í sjálfu sér og ákall okkar um aukna fjölbreytni nær til margra málaflokka sveitarfélagsins. Hugtakið er þannig mikilvægur hlekkur í stefnu Garðabæjarlistans í meðal annars menningarmálum, íþrótta- og æskulýðsmálum og mannréttindamálum. Hér mun ég tæpa á því helsta sem viðkemur fjölbreytni í húsnæðisuppbyggingu og í samgöngum. Garðabær er á tímamótum. Mikil fólksfjölgun hefur orðið í bænum að undanförnu og frekari uppbygging er fyrirhuguð. Það er mikilvægt að tækifærin sem bærinn hefur núna séu nýtt til þess að mæta þeim þörfum sem samfélagið okkar hefur. Það á að vera hægt að leigja í Garðabæ. Það á að vera hægt að kaupa sína fyrstu eign í Garðabæ. Það er tímabært að kynslóðirnar geti allar búið saman í bænum, óháð aldri og tekjum. Við þurfum fjölbreyttari valkosti. Fjölbreytni í húsnæðisuppbyggingu þýðir ekki einungis að byggja þurfi bæði fjölbýli og sérbýli, íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði, heldur einnig að dágóður hluti uppbyggingarinnar fari til óhagnaðardrifinna leigu- og búseturéttarfélaga, í félagslegt húsnæði og í húsnæði sem sérstaklega er ætlað ungu fólki. Þetta hefur skort lengi í Garðabæ og skökk íbúasamsetningin, þar sem fólk á aldrinum 20-40 ára vantar hlutfallslega í bæjarfélagið, er afleiðing þeirrar einsleitnisstefnu sem rekin hefur verið leynt og ljóst í Garðabæ síðustu áratugina. Samhliða þessu þarf að standa vörð um sérstöðu hverfa og tryggja greitt aðgengi íbúa að grænum svæðum og þeirri stórkostlegu náttúru sem umlykur okkur hér í bænum. Samgöngur eru annar málaflokkur þar sem Garðabær þarf nauðsynlega að taka skref í átt að fjölbreytni. Líkt og í flestum sveitarfélögum landsins hefur ósagða stefnan verið sú að gera fólki á einkabíl lífið eins auðvelt og hægt er. Garðabæjarlistinn leggur áherslu á að fjölbreyttir, virkir og vistvænir ferðamátar verði líka raunverulegur valkostur fyrir íbúa og að innviðir séu byggðir upp og framkvæmdum forgangsraðað með það í huga. Börnin okkar eiga að komast fótgangandi á öruggan hátt í skóla og frístundir. Fólk á að eiga þess kost að geta hjólað í vinnuna á þægilegum og aðgreindum hjólastígum. Við eigum ekki öll að þurfa tvo bíla á heimili til að geta komist í gegnum hversdagsleikann. Það er langtímaverkefni að koma upp öruggum og skilvirkum innviðum fyrir virka ferðamáta um allt bæjarfélagið, en við þurfum að taka skrefin. Það er staðreynd að það kjósa æ fleiri að nýta virka ferðamáta, við hvetjum börnin okkar til þess að hjóla í skólann, í sund eða í frístundir. Það er gleðiefni að æ fleiri kjósa að nota reiðhjól, rafhjól og rafmagnshlaupahjól til þess að fara á milli staða en það skiptir máli að innviðir styðji við þessa jákvæðu þróun. Garðabæjarlistinn vill koma upp yfirbyggðum, öruggum og myndavélavöktuðum skýlum fyrir minni farartæki við alla skóla og íþróttamannvirki og styðja þannig við fjölbreytni í samgöngum með alvöru aðgerðum - og fækka mögulega nokkrum ‘hjólinu var stolið’ póstum á íbúasíðum Garðabæjar í leiðinni. Garðabær stendur á krossgötum og tækifærin eru fyrir hendi. Þann 14. maí nk. fáum við að velja hvernig samfélagið okkar á að líta út til framtíðar. Garðabæjarlistinn velur fjölbreytni, í allri sinni stórkostlegu mynd, og við óskum eftir umboði Garðbæinga til þess að vinna henni veg í bæjarstjórn á næsta kjörtímabili. Höfundur er oddviti X-G, Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Fjölbreytni er mikilvægt leiðarstef í sýn Garðabæjarlistans fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Fjölbreytt samfélag er sannarlega verðugt markmið í sjálfu sér og ákall okkar um aukna fjölbreytni nær til margra málaflokka sveitarfélagsins. Hugtakið er þannig mikilvægur hlekkur í stefnu Garðabæjarlistans í meðal annars menningarmálum, íþrótta- og æskulýðsmálum og mannréttindamálum. Hér mun ég tæpa á því helsta sem viðkemur fjölbreytni í húsnæðisuppbyggingu og í samgöngum. Garðabær er á tímamótum. Mikil fólksfjölgun hefur orðið í bænum að undanförnu og frekari uppbygging er fyrirhuguð. Það er mikilvægt að tækifærin sem bærinn hefur núna séu nýtt til þess að mæta þeim þörfum sem samfélagið okkar hefur. Það á að vera hægt að leigja í Garðabæ. Það á að vera hægt að kaupa sína fyrstu eign í Garðabæ. Það er tímabært að kynslóðirnar geti allar búið saman í bænum, óháð aldri og tekjum. Við þurfum fjölbreyttari valkosti. Fjölbreytni í húsnæðisuppbyggingu þýðir ekki einungis að byggja þurfi bæði fjölbýli og sérbýli, íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði, heldur einnig að dágóður hluti uppbyggingarinnar fari til óhagnaðardrifinna leigu- og búseturéttarfélaga, í félagslegt húsnæði og í húsnæði sem sérstaklega er ætlað ungu fólki. Þetta hefur skort lengi í Garðabæ og skökk íbúasamsetningin, þar sem fólk á aldrinum 20-40 ára vantar hlutfallslega í bæjarfélagið, er afleiðing þeirrar einsleitnisstefnu sem rekin hefur verið leynt og ljóst í Garðabæ síðustu áratugina. Samhliða þessu þarf að standa vörð um sérstöðu hverfa og tryggja greitt aðgengi íbúa að grænum svæðum og þeirri stórkostlegu náttúru sem umlykur okkur hér í bænum. Samgöngur eru annar málaflokkur þar sem Garðabær þarf nauðsynlega að taka skref í átt að fjölbreytni. Líkt og í flestum sveitarfélögum landsins hefur ósagða stefnan verið sú að gera fólki á einkabíl lífið eins auðvelt og hægt er. Garðabæjarlistinn leggur áherslu á að fjölbreyttir, virkir og vistvænir ferðamátar verði líka raunverulegur valkostur fyrir íbúa og að innviðir séu byggðir upp og framkvæmdum forgangsraðað með það í huga. Börnin okkar eiga að komast fótgangandi á öruggan hátt í skóla og frístundir. Fólk á að eiga þess kost að geta hjólað í vinnuna á þægilegum og aðgreindum hjólastígum. Við eigum ekki öll að þurfa tvo bíla á heimili til að geta komist í gegnum hversdagsleikann. Það er langtímaverkefni að koma upp öruggum og skilvirkum innviðum fyrir virka ferðamáta um allt bæjarfélagið, en við þurfum að taka skrefin. Það er staðreynd að það kjósa æ fleiri að nýta virka ferðamáta, við hvetjum börnin okkar til þess að hjóla í skólann, í sund eða í frístundir. Það er gleðiefni að æ fleiri kjósa að nota reiðhjól, rafhjól og rafmagnshlaupahjól til þess að fara á milli staða en það skiptir máli að innviðir styðji við þessa jákvæðu þróun. Garðabæjarlistinn vill koma upp yfirbyggðum, öruggum og myndavélavöktuðum skýlum fyrir minni farartæki við alla skóla og íþróttamannvirki og styðja þannig við fjölbreytni í samgöngum með alvöru aðgerðum - og fækka mögulega nokkrum ‘hjólinu var stolið’ póstum á íbúasíðum Garðabæjar í leiðinni. Garðabær stendur á krossgötum og tækifærin eru fyrir hendi. Þann 14. maí nk. fáum við að velja hvernig samfélagið okkar á að líta út til framtíðar. Garðabæjarlistinn velur fjölbreytni, í allri sinni stórkostlegu mynd, og við óskum eftir umboði Garðbæinga til þess að vinna henni veg í bæjarstjórn á næsta kjörtímabili. Höfundur er oddviti X-G, Garðabæjarlistans.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun