Leikskóli á tímamótum Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 11. apríl 2022 09:31 Mönnunarvandi leikskólanna er ekki nýr af nálinni en staðan þyngist eftir því sem tíminn líður. Tvær lykilbreytur hafa haft mikil áhrif á þá stöðu. Annars vegar lög um eitt leyfisbréf þvert á skólastig sem tóku gildi árið 2020 og hins vegar innleiðing á styttingu vinnuvikunnar. Áhrifin gæta m.a. í því að leikskólakennarar færa sig í meiri mæli yfir í grunnskólann til starfa. Tölurnar tala sínu máli en á sama tíma og 298 leikskólakennarar kusu að færa sig yfir í grunnskóla voru það aðeins 97 grunnskólakennarar sem kusu að færa sig til og starfa í leikskólum. Við lagabreytinguna missti leikskólastigið 201 kennara í einni svipan. Það er þungt högg fyrir skólastig sem þegar berst í bökkum. Stór munur á starfsumhverfi Afleiðingarnar máttu öllum vera ljós, enda hefur starfsumhverfi grunnskólakennara lengi þótt eftirsóknarverðara en það sem leikskólinn býður upp á. Meginástæður þess að skólastigin eru misaðlaðandi fyrir kennara eru fyrst og fremst ólíkar starfsaðstæður og vinnutímafyrirkomulag. Við getum ekki lengur haldið áfram að tala um vandann, við þurfum að sýna ábyrgð og hafa kjark til að breyta kerfi sem er sprungið. Margir leikskólar þurfa að grípa til lokunar deilda vegna manneklu og ástandið kemur niður á öllum sem í hlut eiga. Börnum, starfsfólki og foreldrum. Tími breytinga er núna Við í Viðreisn viljum bæta ástandið og því lagði ég fram tillögu nýverið um alvöru breytingar í bæjarstjórn Garðabæjar. Kerfisbreytingar sem fela í sér endurskoðun á starfsumhverfi leikskólakennara með það að markmiði að samræma starfsumhverfi grunnskólakennara þannig að vinnutími leikskólakennara verði sambærilegur vinnutíma grunnskólakennara. Þetta er hægt að útfæra með ákveðnum skipulagsbreytingum og styttingu vinnuviku leikskólakennara, án mikils kostnaðar. Á móti fáum við fleiri kennara á leikskólastigið. Nýir tímar Vandi leikskólans sem við okkur blasir í dag verður ekki leystur með plástrum hér og þar. Það þarf fólk sem þorir að taka ákvarðanir um alvöru breytingar, kerfisbreytingar í takt við það umhverfi sem við búum við og höfum skapað leikskólum. Við í Viðreisn teljum Garðabæ hafa alla burði til að leiða þær breytingar og tala hátt fyrir þeim meðal allra sveitarfélaga. Tillagan mín verður send til umfjöllunar innan Sambands íslenskra sveitarfélaga sem og til Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, þar sem önnur sveitarfélög munu vonandi líka hafa kjark til að standa með þessum nauðsynlegu breytingum. Það er vor í lofti og ferskir vindar farnir að blása með Viðreisn í Garðabænum. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Garðabær Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Mönnunarvandi leikskólanna er ekki nýr af nálinni en staðan þyngist eftir því sem tíminn líður. Tvær lykilbreytur hafa haft mikil áhrif á þá stöðu. Annars vegar lög um eitt leyfisbréf þvert á skólastig sem tóku gildi árið 2020 og hins vegar innleiðing á styttingu vinnuvikunnar. Áhrifin gæta m.a. í því að leikskólakennarar færa sig í meiri mæli yfir í grunnskólann til starfa. Tölurnar tala sínu máli en á sama tíma og 298 leikskólakennarar kusu að færa sig yfir í grunnskóla voru það aðeins 97 grunnskólakennarar sem kusu að færa sig til og starfa í leikskólum. Við lagabreytinguna missti leikskólastigið 201 kennara í einni svipan. Það er þungt högg fyrir skólastig sem þegar berst í bökkum. Stór munur á starfsumhverfi Afleiðingarnar máttu öllum vera ljós, enda hefur starfsumhverfi grunnskólakennara lengi þótt eftirsóknarverðara en það sem leikskólinn býður upp á. Meginástæður þess að skólastigin eru misaðlaðandi fyrir kennara eru fyrst og fremst ólíkar starfsaðstæður og vinnutímafyrirkomulag. Við getum ekki lengur haldið áfram að tala um vandann, við þurfum að sýna ábyrgð og hafa kjark til að breyta kerfi sem er sprungið. Margir leikskólar þurfa að grípa til lokunar deilda vegna manneklu og ástandið kemur niður á öllum sem í hlut eiga. Börnum, starfsfólki og foreldrum. Tími breytinga er núna Við í Viðreisn viljum bæta ástandið og því lagði ég fram tillögu nýverið um alvöru breytingar í bæjarstjórn Garðabæjar. Kerfisbreytingar sem fela í sér endurskoðun á starfsumhverfi leikskólakennara með það að markmiði að samræma starfsumhverfi grunnskólakennara þannig að vinnutími leikskólakennara verði sambærilegur vinnutíma grunnskólakennara. Þetta er hægt að útfæra með ákveðnum skipulagsbreytingum og styttingu vinnuviku leikskólakennara, án mikils kostnaðar. Á móti fáum við fleiri kennara á leikskólastigið. Nýir tímar Vandi leikskólans sem við okkur blasir í dag verður ekki leystur með plástrum hér og þar. Það þarf fólk sem þorir að taka ákvarðanir um alvöru breytingar, kerfisbreytingar í takt við það umhverfi sem við búum við og höfum skapað leikskólum. Við í Viðreisn teljum Garðabæ hafa alla burði til að leiða þær breytingar og tala hátt fyrir þeim meðal allra sveitarfélaga. Tillagan mín verður send til umfjöllunar innan Sambands íslenskra sveitarfélaga sem og til Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, þar sem önnur sveitarfélög munu vonandi líka hafa kjark til að standa með þessum nauðsynlegu breytingum. Það er vor í lofti og ferskir vindar farnir að blása með Viðreisn í Garðabænum. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun