Hreinsuðu 190 tonn af rusli upp úr sjónum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. apríl 2022 14:00 Strendur Mallorca hreinsaðar í febrúar sl. Vísir/Getty Spænskir sjómenn hreinsuðu 190 tonn af rusli upp úr sjónum í veiðiferðum sínum á síðasta ári. Spænsk ferðaþjónusta virðist ætla að rétta mjög hratt úr kútnum eftir Covid19-farsóttina. Alls tóku 2.600 spænskir sjómenn á 573 skipum og bátum þátt í átakinu, og að meðaltali komu þeir með tvö kíló af rusli í land í hverjum túr. Samanlagt náðu þeir því að fjarlægja 190 þúsund kíló af strandsvæðum Spánar og munar um minna. Hreinustu strendur í heimi Þetta hreinsunarátak hófst árið 2015, fyrir tilstuðlan tvennra umhverfisverndarsamtaka. Þá tóku þrjú skip þátt í hreinsuninni. Talsmenn samtakanna segja sjómennina vinna óeigingjarnt starf í vinnu sinni, meðfram því að draga fisk úr sjó séu þeir stanslaust að hreinsa strendurnar og hafið. Endanlegt markmið átaksins sé ekki að hreinsa sjóinn af öllu rusli, heldur að vekja fólks til umhugsunar svo það hætti að skíta hafið út. Og það er mikið í húfi, líka út frá efnahagslegum þáttum. Ekkert land í heiminum státar af eins mörgum ströndum sem hafa fengið hæstu gæðavottun, sem kallast „blái fáninn“. Þetta er alþjóðleg gæðavottun sem einungis er veitt ströndum í hæsta gæðaflokki. Á Spáni eru 615 slíkar strendur, fleiri en í nokkru öðru landi. Þær liggja flestar að Miðjarðarhafinu, í héruðum Valensíu og Andalúsíu, ellegar að Atlantshafinu í Galisíu. Túrisminn er að ná sér á strik Ferðaþjónustan sem er ein helsta lífæð Spánar, virðist ætla að rétta hratt úr kútnum eftir hörmungar Covid19-faraldursins. Ferðaþjónustan var 12,4% af þjóðarframleiðslu Spánar fyrir faraldurinn, en hrapaði niður í um 5% í fyrra. Á fyrstu tveimur mánuðum ársins komu rúmlega 5,6 milljónir ferðamanna til Spánar, sem er um 70% af þeim fjölda sem heimsótti landið í byrjun 2019, en þúsund prósentum fleiri en heimsóttu landið á sama tíma í fyrra, sem þýðir að fjöldi ferðamanna hefur 11-faldast. Þetta eykur mönnum bjartsýni á að sumarið verði gott og að ferðamenn flykkist á strendur og til borga Spánar, eins og þeir gerðu áður. Nú þegar er búist við miklum fjölda ferðaþyrstra Evrópubúa um páskana sem verður nokkurs konar prófsteinn á það sem koma skal. Af þeim sökum sagði formaður Félags farsóttarlækna, Elena Vanessa Martínez, í vikunni að ekki væri rétt að aflétta grímuskyldu innanhúss fyrr en eftir páska. Spánn Umhverfismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Alls tóku 2.600 spænskir sjómenn á 573 skipum og bátum þátt í átakinu, og að meðaltali komu þeir með tvö kíló af rusli í land í hverjum túr. Samanlagt náðu þeir því að fjarlægja 190 þúsund kíló af strandsvæðum Spánar og munar um minna. Hreinustu strendur í heimi Þetta hreinsunarátak hófst árið 2015, fyrir tilstuðlan tvennra umhverfisverndarsamtaka. Þá tóku þrjú skip þátt í hreinsuninni. Talsmenn samtakanna segja sjómennina vinna óeigingjarnt starf í vinnu sinni, meðfram því að draga fisk úr sjó séu þeir stanslaust að hreinsa strendurnar og hafið. Endanlegt markmið átaksins sé ekki að hreinsa sjóinn af öllu rusli, heldur að vekja fólks til umhugsunar svo það hætti að skíta hafið út. Og það er mikið í húfi, líka út frá efnahagslegum þáttum. Ekkert land í heiminum státar af eins mörgum ströndum sem hafa fengið hæstu gæðavottun, sem kallast „blái fáninn“. Þetta er alþjóðleg gæðavottun sem einungis er veitt ströndum í hæsta gæðaflokki. Á Spáni eru 615 slíkar strendur, fleiri en í nokkru öðru landi. Þær liggja flestar að Miðjarðarhafinu, í héruðum Valensíu og Andalúsíu, ellegar að Atlantshafinu í Galisíu. Túrisminn er að ná sér á strik Ferðaþjónustan sem er ein helsta lífæð Spánar, virðist ætla að rétta hratt úr kútnum eftir hörmungar Covid19-faraldursins. Ferðaþjónustan var 12,4% af þjóðarframleiðslu Spánar fyrir faraldurinn, en hrapaði niður í um 5% í fyrra. Á fyrstu tveimur mánuðum ársins komu rúmlega 5,6 milljónir ferðamanna til Spánar, sem er um 70% af þeim fjölda sem heimsótti landið í byrjun 2019, en þúsund prósentum fleiri en heimsóttu landið á sama tíma í fyrra, sem þýðir að fjöldi ferðamanna hefur 11-faldast. Þetta eykur mönnum bjartsýni á að sumarið verði gott og að ferðamenn flykkist á strendur og til borga Spánar, eins og þeir gerðu áður. Nú þegar er búist við miklum fjölda ferðaþyrstra Evrópubúa um páskana sem verður nokkurs konar prófsteinn á það sem koma skal. Af þeim sökum sagði formaður Félags farsóttarlækna, Elena Vanessa Martínez, í vikunni að ekki væri rétt að aflétta grímuskyldu innanhúss fyrr en eftir páska.
Spánn Umhverfismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira