Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. desember 2025 09:23 Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage hefur sagt sig frá trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn þar sem hún hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn í Reykjavík. Vísir/Vilhelm/aðsend Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage, uppeldis- og menntunarfræðingur, hefur sagt sig frá trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn þar sem hún hefur hug á að bjóða fram fyrir Miðflokkinn í komandi sveitarstjórnarkosningum. Kristín var á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í síðustu Alþingiskosningum og varaformaður Hvatar, félags Sjálfstæðiskvenna í Reykjavík. Frá þessu greinir Kristín í færslu á Facebook í gærkvöldi. Þar segist hún hafa tekið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í Alþingiskosningunum í fyrra eftir hvatningu Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur. Kosningabaráttan hafi verið skemmtileg og lærdómsrík og hún hafi kveikt enn frekari áhuga til að halda áfram í pólitík. „Það má segja að pólitíska bakterían hafi fundið sér fasta bólsetu hjá mér og hef ég mikinn áhuga og löngun í að nýta krafta mína áfram á þeim vettvangi,“ skrifar Kristín í færslunni. „Senn líður að sveitarstjórnarkosningum og finnst mér verkefnin sem bíða í Ráðhúsinu afar aðkallandi og hef ég sem borgarbúi mikinn áhuga á að leggja mitt að mörkum þar. Ég tel að reynsla mín í starfi innan leik - og grunnskóla, hvort tveggja í sjálfstætt starfandi skólum sem og borgarreknum leikskólum nýtist þar afar vel. Einnig hef ég þurft að nota ýmsa þjónustu á sviði velferðarmála bæði í vinnu og í tengslum við son minn og má segja að þar sé hægt að auka skilvirkni svo um munar.“ Þrátt fyrir virka þátttöku innan Sjálfstæðisflokksins hyggist hún söðla um og gefa kost á sér fyrir Miðflokkinn. „Mig langar því að bjóða fram krafta mína í komandi kosningum. Að þessu sinni innan Miðflokksins. Ég tel að hugmyndir mínar og skoðanir á sviði þeirra mála sem ég brenn einna helst fyrir rími betur við stefnu þeirra,“ skrifar Kristín. „Ég segi mig því hér með frá trúnaðarstörfum innan Sjálfstæðisflokksins, þar með talið varaformennsku í Hvöt og málefnavinnu og vil nota tækifærið til að þakka fyrir samstarfið og ómetanlega reynslu undanfarna mánuði.“ Reykjavík Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Frá þessu greinir Kristín í færslu á Facebook í gærkvöldi. Þar segist hún hafa tekið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í Alþingiskosningunum í fyrra eftir hvatningu Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur. Kosningabaráttan hafi verið skemmtileg og lærdómsrík og hún hafi kveikt enn frekari áhuga til að halda áfram í pólitík. „Það má segja að pólitíska bakterían hafi fundið sér fasta bólsetu hjá mér og hef ég mikinn áhuga og löngun í að nýta krafta mína áfram á þeim vettvangi,“ skrifar Kristín í færslunni. „Senn líður að sveitarstjórnarkosningum og finnst mér verkefnin sem bíða í Ráðhúsinu afar aðkallandi og hef ég sem borgarbúi mikinn áhuga á að leggja mitt að mörkum þar. Ég tel að reynsla mín í starfi innan leik - og grunnskóla, hvort tveggja í sjálfstætt starfandi skólum sem og borgarreknum leikskólum nýtist þar afar vel. Einnig hef ég þurft að nota ýmsa þjónustu á sviði velferðarmála bæði í vinnu og í tengslum við son minn og má segja að þar sé hægt að auka skilvirkni svo um munar.“ Þrátt fyrir virka þátttöku innan Sjálfstæðisflokksins hyggist hún söðla um og gefa kost á sér fyrir Miðflokkinn. „Mig langar því að bjóða fram krafta mína í komandi kosningum. Að þessu sinni innan Miðflokksins. Ég tel að hugmyndir mínar og skoðanir á sviði þeirra mála sem ég brenn einna helst fyrir rími betur við stefnu þeirra,“ skrifar Kristín. „Ég segi mig því hér með frá trúnaðarstörfum innan Sjálfstæðisflokksins, þar með talið varaformennsku í Hvöt og málefnavinnu og vil nota tækifærið til að þakka fyrir samstarfið og ómetanlega reynslu undanfarna mánuði.“
Reykjavík Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent