Bréf til Svandísar Svavarsdóttur um brotastafsemi, dýraníð og skemmdarverk á ímynd Íslands Ole Anton Bieltvedt skrifar 5. apríl 2022 08:00 Við í Jarðarvinum höfum rekið tvö sakamál gegn forráðamönnum Hvals hf, vegna brota þeirra á reglugerðum fyrir matvælaöryggi við verkun hvals og skilyrðum og ákvæðum hvalveiðileyfa, þar sem sekt forráðamanna félagsins hefur sannast. Er annars vegar um lögreglumál nr. 313-2018-19923 að ræða, þar sem það sannaðist, að Hvalur hf hafði í nær áratug brotið ákvæði 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 489/2009 um það, að hval skyldi verka undir þaki, í lokuðu rými, til að tryggja hreinlæti og matvælaöryggi, en það var ekki gert, heldur verkað úti, undir berum himni. Refsirammi fyrir þessi brot: Sektir eða fangelsi allt að 2 árum skv. 22. gr. reglugerðarinnar. Hins vegar er um lögreglumál nr. 313-2019-8012 að ræða, þar sem það sannaðist, að Hvalur hf hafði brotið 5. gr. veiðileyfis fyrir árin 2014-2018, um skilaskyldu veiðidagbóka fyrir þetta tímabil, sem félagið virti að vettugi. Því máli var lokið með lögreglustjórasekt í júlí 2020. Það liggur því fyrir, að forveri þinn, Kristján Þór Júlíusson, vann ekki á grundvelli heilinda og góðrar og heiðarlegrar stjórnsýslu, þegar hann veitti Hval hf nýtt og umfangsmikið veiðileyfi fyrir ári 2019-2023, til veiða á allt að 2.130 hvölum, 5. júlí 2019. Skilasvik Hvals hf á veiðidagbókum, skv. veiðileyfi, sem fyrirtækið fékk 5. maí 2014, horfa svona við: Veiðidagbækurnar átti að færa fyrir hvern veiðitúr, og áttu þær að sýna um 16 atriði varðandi staðsetningu, upphaf veiða, framkvæmd veiða, þ.á.m. hversu mörgum skutlum var skotið á hvert dýr, á hversu löngum tíma, hversu mörg dýr gátu rifið sig laus og sluppu, en út frá þessum upplýsingum mátti dæma, hversu skjótur eða langur dauðdagi dýranna hafi verið, hvort þau hafi sloppið illa særð, hvort kýr hafi verið með kálfi, sem var drepinn með, hvort á alfriðaða steypireyði hefði verið skotið, í stað langreyðar, o.s.frv.; hvort flokka mætti veiðar undir dýraníð (sem þær í grundvallar atriðum auðvitað eru). Þessar veiðidagbækur voru einasta gagnið, sem Fiskistofa og ráðuneytið höfðu til aðhalds og eftirlits með því, að rétt og löglega væri staðið að veiðum og ákvæðum veiðileyfis fylgt. Afhending dagbókanna var því algjört skilyrði fyrir veiðileyfinu. Átti að afhenda bækurnar árlega, eftir hvert veiðitímabil. Hvalur hf afhenti hins vegar aldrei eina einustu veiðidagbók fyrir nefnt árabil, þrátt fyrir eftirgangsmuni og kröfugerð Fiskistofu. Á góðri Íslenzku sagt: Hvalur hf gaf skít í Fiskistofu, ráðuneytið og skyldur sínar við þessar stofnanir skv. því veiðileyfi, sem veiðar 2014-2018 byggðu á og Hvalur hf hafði þó samþykkt og staðfest fyrir veiðar. Hefði þetta athæfi Hvals hf auðvitað átt að leiða til afturköllunar leyfa og stöðvun veiða. En í stað þess að afturkalla, veitti Kristjáns Þór Júlíusson Hval hf hærri hvalveiðikvóta en nokkru sinni fyrr, fyrir árin 2019 til 2023, þann 5. júlí 2019, sem teljast verður siðlaus og forkastanleg gjörð, stjórnsýslulegt hneyksli og hneysa fyrir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Við viljum því trúa því og treysta, að þú, Svandís Svavarsdóttir, nýr sjávarútvegsráðherra, hafir snör og heiðarleg handtök með það, að leiðrétta misgjörðir forvera þíns og koma stjórnun hvalveiðimála í rétt, siðlegt og löglegt form, með því að afturkalla gildandi veiðileyfið fyrir 2019-2023 og stöðva þá brotastarfsemi, það dýraníð og þau skemmdarverk á ímynd landsins, sem viðgengist hafa allt of lengi. Loks má minna á, að engin önnur þjóð leyfir veiðar á langreyði, næst stærsta og einhverju þróaðasta spendýri veraldar. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Hvalveiðar Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Sjá meira
Við í Jarðarvinum höfum rekið tvö sakamál gegn forráðamönnum Hvals hf, vegna brota þeirra á reglugerðum fyrir matvælaöryggi við verkun hvals og skilyrðum og ákvæðum hvalveiðileyfa, þar sem sekt forráðamanna félagsins hefur sannast. Er annars vegar um lögreglumál nr. 313-2018-19923 að ræða, þar sem það sannaðist, að Hvalur hf hafði í nær áratug brotið ákvæði 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 489/2009 um það, að hval skyldi verka undir þaki, í lokuðu rými, til að tryggja hreinlæti og matvælaöryggi, en það var ekki gert, heldur verkað úti, undir berum himni. Refsirammi fyrir þessi brot: Sektir eða fangelsi allt að 2 árum skv. 22. gr. reglugerðarinnar. Hins vegar er um lögreglumál nr. 313-2019-8012 að ræða, þar sem það sannaðist, að Hvalur hf hafði brotið 5. gr. veiðileyfis fyrir árin 2014-2018, um skilaskyldu veiðidagbóka fyrir þetta tímabil, sem félagið virti að vettugi. Því máli var lokið með lögreglustjórasekt í júlí 2020. Það liggur því fyrir, að forveri þinn, Kristján Þór Júlíusson, vann ekki á grundvelli heilinda og góðrar og heiðarlegrar stjórnsýslu, þegar hann veitti Hval hf nýtt og umfangsmikið veiðileyfi fyrir ári 2019-2023, til veiða á allt að 2.130 hvölum, 5. júlí 2019. Skilasvik Hvals hf á veiðidagbókum, skv. veiðileyfi, sem fyrirtækið fékk 5. maí 2014, horfa svona við: Veiðidagbækurnar átti að færa fyrir hvern veiðitúr, og áttu þær að sýna um 16 atriði varðandi staðsetningu, upphaf veiða, framkvæmd veiða, þ.á.m. hversu mörgum skutlum var skotið á hvert dýr, á hversu löngum tíma, hversu mörg dýr gátu rifið sig laus og sluppu, en út frá þessum upplýsingum mátti dæma, hversu skjótur eða langur dauðdagi dýranna hafi verið, hvort þau hafi sloppið illa særð, hvort kýr hafi verið með kálfi, sem var drepinn með, hvort á alfriðaða steypireyði hefði verið skotið, í stað langreyðar, o.s.frv.; hvort flokka mætti veiðar undir dýraníð (sem þær í grundvallar atriðum auðvitað eru). Þessar veiðidagbækur voru einasta gagnið, sem Fiskistofa og ráðuneytið höfðu til aðhalds og eftirlits með því, að rétt og löglega væri staðið að veiðum og ákvæðum veiðileyfis fylgt. Afhending dagbókanna var því algjört skilyrði fyrir veiðileyfinu. Átti að afhenda bækurnar árlega, eftir hvert veiðitímabil. Hvalur hf afhenti hins vegar aldrei eina einustu veiðidagbók fyrir nefnt árabil, þrátt fyrir eftirgangsmuni og kröfugerð Fiskistofu. Á góðri Íslenzku sagt: Hvalur hf gaf skít í Fiskistofu, ráðuneytið og skyldur sínar við þessar stofnanir skv. því veiðileyfi, sem veiðar 2014-2018 byggðu á og Hvalur hf hafði þó samþykkt og staðfest fyrir veiðar. Hefði þetta athæfi Hvals hf auðvitað átt að leiða til afturköllunar leyfa og stöðvun veiða. En í stað þess að afturkalla, veitti Kristjáns Þór Júlíusson Hval hf hærri hvalveiðikvóta en nokkru sinni fyrr, fyrir árin 2019 til 2023, þann 5. júlí 2019, sem teljast verður siðlaus og forkastanleg gjörð, stjórnsýslulegt hneyksli og hneysa fyrir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Við viljum því trúa því og treysta, að þú, Svandís Svavarsdóttir, nýr sjávarútvegsráðherra, hafir snör og heiðarleg handtök með það, að leiðrétta misgjörðir forvera þíns og koma stjórnun hvalveiðimála í rétt, siðlegt og löglegt form, með því að afturkalla gildandi veiðileyfið fyrir 2019-2023 og stöðva þá brotastarfsemi, það dýraníð og þau skemmdarverk á ímynd landsins, sem viðgengist hafa allt of lengi. Loks má minna á, að engin önnur þjóð leyfir veiðar á langreyði, næst stærsta og einhverju þróaðasta spendýri veraldar. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun